Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 14

Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 14
40 Þróttur því, að þetta sé »karla-grobb«, eða, ef það sé á einhverju bygt, þá hafi gamla fólkinu með árunum vaxið svo í augum og minni þau fáu orku-tilfelli, sem það kyntist á yngri árum, að þau séu orðin mörgum sinnum meiri, en þau voru í raun réttri. Og að aftur á móti óhreysli- merkin hafi þeim alveg gleymst. En ef við viljum gæta vel að, þá hljótum við að rekast á margt það, sem bendir sterklega til þess, að þessi um- mæli hafi við nokkur rök að styðjast. Eg. fyrir milt leyti er þess fulltrúa, að svo sé. Og með því að enginn hefir enn orðið til þess að vekja máls á þessu, vildi eg gera það hér. Þar er þá fyrst til máls að taka, sem llestum mun kunnugt vera, að hér áður fyrri og alt til skamms tíma, var van- kunnáttan í meðferð ungbarna alment svo mikil, að í flestum tilfellum lifðu þau börnin ein af fyrstu aldursárin, sem voru það vel úr garði gerð líkam- lega, að þau voru lítl dræp. Það fólk, er á legg komst, sem varð það gamalt, að það ætti nokkra sögu, var því kjarnafólk með ósviknum merg. Grund- völlurinn var því traustur og góður. En það er ekki alveg nóg til þess að vera fullhraustur til æfiloka, þótt aftakamikið hafi að segja. Við viturn að feygja má gott tré, sé það illa hirt. Og þá gerðu menn al- menl ekki mikið að sjálfráðu til að viðhalda heilsunni eða eíla hana. Rarf ekki nema að benda á hversu menn vissu lítið urn nauðsynina á, að liafa golt og nóg andrúmsloft og hve lítið var. oft gerl lil þess að svo væri í hús- um inni. Eða baðanir og húðrækt; ekki var þar heldur þekkingu til að dreifa né mikið gert fyrir það að sjálfráðu. En lífsskilyrðin voru að mörgu leyli önnur og lifnaðarhættirnir yfirleitt alt aðrir og varð það til þess ósjálfrált að vega fyllilega upp það, sem menn sjálf- rátt létu af vanþekkingu ógert fyrh' heilsuna og hreystina. Þannig mætti benda á það liversu rnenn, bæði karlar og konur, bæði yngri og eldri, voru tilneyddir að vera miklu meira úti undir berum himni lieldur en nú er títt. Varð það til þess að bæta mjög mikið úr loftvandræðunum, sem sumstaðar voru töluverð inni fyrir í húsunum. Þá voru ekki eins alment notuð hlífð- arföt sem nú; fengu menn því iðulega alveg ókeypis og fyrirhafnarlaust góð böð þegar mikið rigndi, því ekki var verið að flýja inn fyr en í fulla hnef- ana og voru rnenn þá oftast orðnir all- vel baðaðir. Rannig og ýmislegar bættist baðleysið. En einna mest áhrif af þessum ósjálf- ráðu heilbrigðislindum mun þó matar- ræðið hafa haft, með öllu harðætinu, skyrinu og mjólkursýrða súrmetinu, svo óblandað og náttúrlegt. IJað var á við mörg lyfjaglösin nú. — Þá skal að eins enn geta um tvent, sem nokkur áhrif hlýtur að hafa haft. Annað er vinnan. Hún var almennar útivinna — því þá voru engir bæirnir eða þorpin til, sem svo marga rúma til inniverka — og auk þess fylgdi mörgum vinnubrögðum, sem þá voru alltíðust inni, ýms þau handtök eða fóta- og búk-hreifingar, sem hlaut að liafa styrkjandi áhrif á þá er unnu, svo sein ýmisleg flétting, skinna-elling, þóf með höndum og fótum o. fl., sem þá var almennra og tíðara en nú. Hitt er nautnirnar. Þær voru áreiðanlega minni, færri og fátíðari fyrir nokkrum mannsöldrum, heldur en nú. Getum við fullvissað okkur um það með því að athuga, að kafíi var óþekt og te, tóbak lítið kunnugt og alls ekki til að reykja það og áfengi að eins notað endur og eins, ekki einu sinni eins oft eða alment og nú þessi tvö þrjú síðustu árin, hvað þá þar áður.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.