Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 19
Þróttur
41
En nú kem eg að aðal-efninu:
Það var á þessum tímum, að heimilin
ónnuðust alla frœðslu barnanna, alt upp-
eWi þeirra andlega og líkamlega. Þetta
var auðvitað mjög misjafnlega af liendi
leyst, alveg eftir því hvernig heimilin
v°ru. En eitt er víst. Líkamlega ment-
unin varð ósjálfrátt ekki útundan og
Var það heimilisleikfiminni að þakka.
I>v* þá var til nokkurskonar heimilis-
leikfimi, og keptust börn og unglingar
u*n að vera hvert öðru færara í þessum
efnum. Þau keptu hvert við annað á
e*nstöku heimilum og börnin á þessum
llænum við börnin á hinum, og börnin
1 þessari sveitinni eða sókninni við ná-
grannasveitar- eða sóknar-börnin. Kappið
Var alment. — Rað var eitthvað annað
en með skólaleikfimina, sem nú er
komin í stað hinnar. — Par er ekki
**m keppnina að ræða, nema ef vera
skyldi í því, hvar hún megi verst teljast
°g lengst frá því að koma að notum.
Til
þess að stunda heimaleikfimina
af þessu kappi voru unglingarnir ræki-
lega studdir af eldra fólkinu — oft
beinlínis, en þó að líkindum oftar —
ekki »með ráðum og dáð«, heldur með
fordœminu og sífeldum frásögnum um
n/eek á þessum sviðum. Og aðdáunin
skein í gegnum frásögnina og lokkaði
°g hvatti til að feta í sporin, þótt oft
V3eri auðvitað sagt við unglingana þvert
a móti, að þau skyldu ekki vera að
þessum ólukku óþarfa, en vinna heldur
eitthvað til gagns.
brá því börnin komust á legg notuðu
þau hverja frístund til að iðka ýmsa
'eika, aðallega þó úli, leika, sem allir
v°ru á einhvern hátt vel lagaðir til að
slyrkja líkamann á einn eða annan veg
°g auka þrótt, þor og þol, æfa hugsun
°g snarræði, eða styrkja málfærið, hönd
°g auga.
I^arf eg engin leikanöfn upp að telja
þessu til sönnunar, því flestir munu
við leikana kannast, að minsta kasli
þeir, sem eru á aldur við mig eða eldri.
En hinum, sem ekki þekkja þessa gömlu
og góðu barna- og unglinga-leika, læt
ég mér nægja að vísa í bók eftir Ólaf
heitinn Davíðsson frá Hofi, og heitir:
íslenzkar skemtanir.1)
Að mörgum þessum leikum þótli
ílestum mönnum gaman fram eftir öll-
um aldri, og notuðu þeir því hvert
tækifæri sem gafst til þess að vera með.
Urðu þeir, leikarnir, þannig til þess, að
viðhalda æfingunni, mýktinni og snar-
ræðinu hjá mörgum manninum, og efia
þannig getu hans og dug fram á efri
árin.
Annar þáttur heimilisleikfiminnar voru
listirnar. f*ær voru margar og marg-
víslegar. Skal eg að eins nefna fá-
einar þeirra til dærnis.
Þá var biti á hverjum bæ, víða í
liverju húsi; þurfti því ekki langt að
fara til þess að reyna sig á »ad flá
kött« »að fara á kjöh, »að fara i gegn
um sjálfan siga eða »að sœkja á bila«.
Voru þessar listir líka mjög oft reyndar
og leiknar bæði af eldri og yngri karl-
mönnum.
Margur mun hugsa að það sé lítill
vandi að gera þetta, það muhi fiestir
geta eftir leikið þótt lítt æfðir séu. En
aðgætum þá, hvort aðstaðan er svipuð
og listin leikin eins og fyrrum var. Og
það þori eg að fullyrða, að hver sá,
sem leikur þær svo að vel sé, hann á
mikla getu fyrir og hefir áreiðanlega
æft sig á einhverjum iþróttum, sem
ekki eru einhliða. Og engan þekki eg
sem eg að óreyndu get treyst til »að
sækja á bita« svo að vel sé, með sömu
aðstöðu og áður var algengust, og þekki
eg þó fremur vel alla beztu íþróttamenn
höfuðstaðarins auk margra annars-
staðar að.
1) Próttur mun ef til vill síðar geta fært
lesendum sínum lýsingar á ýtnsum peSsum
leikuna og listum.