Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 26

Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 26
46 Þróttur (form.), Georg Heines og Viggo Jensen. Félagar eru nú yfir 20. Konungur vor íslendinga hefir orðið við þeim tilmælum I. S. í., að verða framvegis verndari íþróttasambandsins. Knattspyrnumót. 1. júní hófst hér knattspyrnumót fyrir III. aldursflokk, þ. e. fyrir drengi undir 15 ára aldri. Þrjú félög, »Væringjar«, »Víkingur« og »Reykjavíkur«, tóku þált í því. »Vær- ingjar« báru sigur úr býtum og fengu verðlaunabikar þann er þeir A. V. Tuli- nius og Egill Jacobsen gáfu í fyrra til að keppa um a þessu móti. »Víkingur« vann bikarinn í fyrra, en vinna skal hann þrisvar sinnum til fullrar eignar. Þann 6. júní hófst knattspyrnumót íslands. Úrslit mótsins urðu þau að »Reykjavikiir«. vann það með 5 stigum. »Fram« hlaut 4 stig. »Víkingur« 3 stig og »Valur« 0 stig. Hefir nú »Reykja- víkur«-félagið unnið öll (þrjú) mótin — í I. aldursflokki — í röð. Fimleikasýning í. R. Hin árlega fimleikasýning félagsins var haldin í þetta sinn í Barnaskóla-portinu um miðjan fyrra mánuð. Þar sem rigning var mestan hluta sýningardagsins, var Barnaskóla portið mjög blautt og lítt mögulegt að gera þar nokkrar stökkæfingar. Tókust því áhaldaæfingarnar ver en vant er, en staðæfingarnar lókust með bezta móti. Steindór Björnsson frá Gröf stjórnaði fiokknum. Jóhannes Jósefsson glímukappi. — Hann kom hingað með es. Gullfossi siðast frá Ameríku ásamt konu sinni og tveim dætrum. Eru nú rúm tíu ár 'síðan hann lagði á stað héðan, til þess að sína öðrum þjóðum íslenzku glímuna og sjálfsvörn sína. Víða hefir hann farið og margan kappann að velli lagt; mun Þróltur síðar flytja mönnum fréttir af þessum okkar víðförlasta íþróttamanni. Eftirbreytnisvert er það sem Daninn Chr. Frisch, hjólreiðamaður gerði á hjól- reiðakappmóti í Svíþjóð — »Máleren rundt« — (vegalengdin tæpar 32 mílur) — síðastliðið sumar. Á leiðinni var keyrt yfir 2 félaga hans, sem voru fremslir í fylkingunni, mennirnir meiddust og reið- hjólin skemdust, en Chr. F. var sá eini er slapp við þetta óhapp. Hann hefði því getað haldið áfram að markinu, — honum var opin leiðin og sigurinn vís. En hvað gerði hann? Hann fór af baki, náði í vatn og bindi og þvoði sár þeirra og beið þar til þeir höfðu fengið reið- hjól aftur og gátu haldið áfram ferð- inni allir saman. En eins og áður var Daninn altaf fremstur á leiðinni, og vann líka glæsilegan sigur. »Nordiskt Idrottsliv« segir þetta vera »höfðinglegur drengskapur og alveg eins og þeir hafi verið á skemtiferð, en ekki að keppa um frægð og frama«. C. F. er einn af fremstu hjólreiðamönnum Dana og hefir unnið ótal verðlaun fyrir frækni sína á hjóli. Meðal annars hefir hann hjólað 200 rastir á 6 kl.stundum 14 mín. 10 sek. og farið tæpar 340 rastir á 12 kl.st. Heimsmet í sundi. Hinn heimsfræg sundmaður Duke Kahanamoku hefi bætt silt eigið heimsmet á 110 jarða sundi. Er tíminn nú 604/s sek., en var áður 613/5 sek. Eins og iþróttamönnum er kunnugt er Kahanamoku frá Suður- hafseyjunum, eru flestir beztu kappsund- menn heimsins ættaðir þaðan. Þess skal getið að þessir »sprett«-kappsundmenn synda að eins skriðsund. Eru nýárs- sundmennirnir okkar beðnir að athuga það, og eins hitt, að sá sem siðastur er á sundinu hefir eins gott af sund- rauninni og sá, sem fyrstur er. Nýlega vann T. Cann frá New York Kahanamoku á 500 jarða kappsundi. Tíminn var 6 mín. 242/io sek. K. var 6 mín. 35 sek. Sýnir þetta að þó K. sé heimsmeistari í 100 stiku sundi, þá eru

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.