Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 10

Þróttur - 17.06.1919, Blaðsíða 10
38 Þróttúr — og hann lýsir því ágætlega hversu lund manns »kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök«. Og — »í manns- barminn stýgur sem aðfalls unu, af afli hestsins og göfugu lund« — um leið og maður og heslur á sprettinum — »teygja loftsins laug lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum«. En góðir hestar eru nú vandfengnir og má helzt ekki nota þá til langferða. Og að sitja á mótrunt- um er ekki upplífgandi. Þá er hollara og skemtilegra að ganga á eigin fótum og geta farið ferða sinna einnig þar sem hesturinn kemst ekki, eins og upp á fjöll og fyrnindis vegleysur, en hins- vegar er engin frágangssök að hafa náð sér áburðarhest í taumi undir farangur. Til þess að prófa nýtízkuferðalag fór eg með drengjunum mínum, Raldri og Braga (11 ára gömlum), þriggja daga göngutúr í sumar. Við fórum út að Bægisá til að veiða silung, og lágum í hlöðu fyrstu nóttina. Síðan förum við upp Bægisárdal og yfir Bægisárjökul (sem er partur af Vindheimajökli) og niður í Glerárdalsbotn. Við höfðum hest í taumi, á hestinum hnakk og malpoka bundinn yfir hnakkinn. I malpokanum höfðum við annarsvegar nesti til nokk- urra daga, trefla, sokka, vetlinga, yfir- hafnartreyjur og olíuföt til vara, en í hinum endanum hvílupoka og brekán. Malpokinn með öllu viktaði 60 pund. Hvílupokann lét eg sjálfur útbúa, — ullarsekk (ullarballa) varinn olíudúk, og var hann nógu stór að rúma okkur alla þrjá. Ferðin var eitt óslitið æfin- lýri. Yfir allar mýrar óðurn við ber- fættir, stukkum á steinum yfir læki, en selfluttust á klárnum yfir ár. Hesturinn reyndist fær urn að komast yfir flest sem okkur var fært og rendi sér á rass- inum ásamt okkur niður brattar fannir. Þó vorum við samt einusinni hálf- hræddir um að klárinn mundi koll- stej'past og hálsbrotna. Hann hét Litli- Brúnn og var fótviss þar sem hann gat fótað sig. Hann leit á okkur stórum augum þar sem hann sat á fönninni og brunaði niður á milli okkar á fleygiferð, hálfliissa á tíðinni, rétt eins og hann vildi segja: »Þið skuluð ekki halda, gárungartiir ykkar, að eg hafi verið leigður j'kkur með svona skilmálum«- En alt gekk vel og við lentum á græn- um bala þar sem hann fór að bíta. Við týndum fjallagrös uppi í dalbotninum og vel fór um okkur í hvílupokanum í grösugri laut með mosaþúfu fyrir kodda. Eg hlakka ekki til neins eins og að fara aftur á stjá á sumri komandi i svipaðan göngutúr til óbygða upp til fjalla. Og strákarnir hugsa til þess með óþreyju bæði í vöku og svefni. Hlauparinn Homer Baker, Það eru margir, sem álíta, að ekki sé viljinn einn einhlýtur til þess, að gera eitthvað, menn þurfi að hafa máttinn, getuna til þess. En það er nú margsannað, að ef vilj- inn er nógu ákveðinn, þá geti menn aflað sér máttarins eða getunnar til þess að framkvænra eitthvert verk. Ljóst dæmi þess, hve langt má kom- ast í þessum efnutn fyrir frábæra á- stundun og þrautseigju, jafnvel þó að skilyrðin til þess virðist ekki mikil, hefir hlauparinn Homer Baker frá New-York sýnt. Homer Baker var í æsku veikbygður og mjóbeinóttur og auk þess hafði hann mjög dapra sjón og félögum hans virt- ist hann vera til annars betur fallinn en til íþróttaiðkana, enda hafði ekki borið á því bjá honum, að hugur hans hneigðist í þá átt. Þegar hann hafði orð á því við fjelaga sina, að hann hefði í hyggju að fara að iðka íþróttir,

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.