Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2018, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.10.2018, Qupperneq 10
Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir Facebook og forstjórann Mark Zucker­berg. Ítrekað hafa k o m i ð u p p hneykslismál um meðferð persónu­ legra upplýsinga. Zuck­ erberg hefur verið kall­ aður fyrir bandaríska þingið til þess að svara spurningum og toppar úr tæknigeiranum, til að mynda Tim Cook hjá Apple, hafa gagnrýnt starfshætti fyrir­ tækisins. Kjarni þessara hneykslis­ mála er meðferð persónulegra upplýsinga og áróður, einkum í tengslum við bandarísku forseta­ kosningarnar árið 2016. Eftirminni­ legast þessara hneykslismála og líklega stærst er málið sem kennt er við Cambridge Analytica. Það snýst í grófum dráttum um að greiningar­ fyrirtækið Cambridge Analytica sótti sér og nýtti persónuleg gögn Facebook­notenda til þess að hafa áhrif á kosningarnar, Donald Trump í hag. Annað hneyksli leit svo dagsins ljós í september. Þá kom í ljós að óprúttnir aðilar nýttu sér öryggis­ galla til þess að brjótast inn í aðganga tuga milljóna notenda. Mikið hefur verið fjallað um hættuna sem felst í falsfrétt­ um og áróðri á Facebook og um sölu Facebook á aðgangi að notendum til auglýsenda. Með öll þessi mál í huga er vert að velta fyrir sér því ótrú­ lega magni persónulegra upp­ lýsinga sem er að finna á Facebook. Bæði upplýsingar sem eru fyrir allra augum og sérstaklega þær sem eru geymdar í samtölum notenda á milli. Spjallað á Messenger Blaðamaður gerði lauslega athugun og komst að því að á venjulegum degi fær hann og sendir þriggja stafa tölu skilaboða. Þar hefur blaða­ maður rætt um flest á milli himins og jarðar. En hversu vernduð eru samtöl á Facebook? Samkvæmt sam­ félagsmiðlinum er stuðst við sömu samskiptastaðla og tíðkast í bönkum og vefverslunum. Þá er einnig hægt að kveikja sér­ staklega á dulkóðun fyrir samtöl sín. Geri maður það verða skilaboð dulkóðuð í báðar áttir. Það ætti að þýða að Facebook geti ekki einu sinni nálgast samtölin. Yfirmenn hjá Facebook hafa ítrekað lýst því yfir að fyrir­ tækið lesi ekki samtöl not­ enda. Þó hefur Zucker­ berg viðurkennt að fyrirtækið skanni myndir og hlekki sem sendir eru í gegnum Messenger til þess að tryggja að viðkomandi efni standist „ s a m f é l a g s ­ staðla“ mið­ ilsins. „Kerfi o k k a r s k y n ja hvað er í gangi. Við getum komið í veg fyrir sendingu svona skilaboða,“ sagði Zuckerberg í viðtali við Vox í apríl um sendingar skilaboða um þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar. Facebook hefur einnig sagt í svari við fyrirspurn Bloomberg að fyrirtækið nýti ekki sam­ töl notenda til þess að komast að því hvaða auglýsingum væri best að beina að þeim. Ekki eru allir sannfærðir um þessi orð og hafa fjöl­ margir tjáð sig á netinu um að hafa fengið auglýs­ ingu um ákveðna vöru eftir að hafa rætt um vöruna í Messenger. Vitaskuld gæti þó verið um tilviljun að ræða. Geta samtöl lekið? Trúlega óttast mun fleiri að sam­ tölum þeirra sé hreinlega lekið á netið en að einhverjir starfsmenn Facebook lesi skilaboðin sér til gamans. Fullyrða má að í skilaboð­ um flestra, ef ekki allra, notenda er að finna einhverjar upp­ lýsingar sem þola illa dagsins ljós. Það gætu verið upplýsingar um sjúkdóma, afar viðkvæm l ey n d a r m á l , baktal, nektar­ myndir og í rauninni hvað sem er. Af þ e ssu m l e ka hefur ekki enn orðið. Hins vegar héldu margir notendur víða um heim því fram árið 2012 að gömul skilaboð væru sýnileg á tíma­ línu þeirra. Facebook fullyrti ítrekað að ekki væri um gömul skilaboð að ræða en notendur voru ekki sannfærðir. En möguleikinn á því að einhver ráðist á Facebook er alltaf fyrir hendi. Ekki þyrfti að leka samtölum allra, enda væri það trú­ lega of mikill fjöldi skráa til þess að tölvuþrjótur gæti hlaðið þeim upp einn síns liðs. Hins vegar er öllu líklegra að lykil­ orðum notenda verði einhvern t í m a n n st o l i ð . Slíkt hefur til dæmis komið fyrir not­ endur Adobe, Adult Friend Finder, Ashley Madison, Bitly, BitTorrent, Comcast, Dailymotion, Dropbox, Epic Games, Forbes og League of Legends svo fátt eitt sé nefnt. Öryggiskerfi Face­ book er að öllum lík­ indum sterkara en hjá fyrrgreindum aðilum og því erfiðara að stela upplýsingum um lykilorð og notendanöfn. En notendum Facebook stafar einnig ógn af því að lykilorðum notenda ann­ arra síðna sé stolið. Samkvæmt könnun LogMeIn frá því fyrr á árinu, sem gerð var víðs vegar um heim, nota 59 prósent fólks sama lykilorðið alls staðar. Sé því lekið á einum stað gæti óprúttinn aðili keypt sér aðgang að gagnabanka með lykilorðum s e m l e k i ð hefur verið og prófað lykil­ orð sem þar er að finna til að freista þess að komast inn á Facebook­aðgang við­ komandi einstaklings. Blaðamaður var til að mynda ekki nema örfáar mínútur að finna slíkan gagnabanka. Þar var hægt að greiða fyrir aðgang með rafmyntinni Bitcoin og fletta upp stolnum lykilorðum eftir tölvupóstföngum, notenda­ nöfnum, símanúmerum og eftirnöfnum. Að tryggja öryggi sitt Til þess að minnka lík­ urnar á því að aðrir geti komist í samtöl manns á Facebook er hægt að grípa til ýmissa varúðarráðstafana. Í fyrsta lagi er nauð­ synlegt að nota ekki sama lykilorð fyrir alla sína aðganga og í öðru lagi er gott að kveikja á svokallaðri tveggja þátta auðkenn­ ingu. Með henni er nauðsyn að stað­ festa hverja nýja innskráningu með því að slá inn kóða sem notandi fær sendan í farsíma sinn. En best er ef til vill að hafa í huga að það sem sent er í gegnum Mess­ enger verður aldr­ ei fullkomlega öruggt. Því ættu notendur að hafa í huga að ræða um viðkvæm málefni á öðrum vettvangi . Hvort sem það er ein­ faldlega undir fjögur augu eða í gegnum dulkóðuð og öruggari forrit á borð við Wickr eða Telegram. Vafasamt að spjalla um hvað sem er Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skila- boðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum. Það sem Facebook veit um þig Blaðamaður, sem hefur verið með aðgang að Facebook í um áratug, sendi inn beiðni um að allar upplýsingar sem Facebook hefur að geyma um notandann yrðu teknar saman. Nokkrum mínútum seinna fékk blaðamaður tilkynn- ingu um að pakkinn væri tilbúinn til niðurhals. Í möppunni voru sex gígabæti af skrám. Alls voru skrárnar 18.137 í 2.271 möppu. Í pakkanum mátti til að mynda finna netföng og símanúmer margra vina blaðamanns, auglýs- ingar sem smellt hefur verið á, öll ummæli sem blaðamaður hefur skrifað á Facebook og öll „læk“. Þá gat blaðamaður einnig séð allar vinabeiðnir, eydda vini, alla viðburði sem blaðamaður hefur fengið boð á og svör við þeim boðum, allar færslur, leitarsögu, innskráningarsögu, myndir og myndbönd og skráðar staðsetn- ingar blaðamanns í hnitum. Finna mátti, í auglýsingamöpp- unni, lista yfir „auglýsendur sem hafa hlaðið upp tengiliðalista með þínum upplýsingum“. Á þeim lista mátti finna erlend tæknifyrirtæki á borð við Airbnb og Massdrop, tölvuleikjafram- leiðendur, Donald Trump Banda- ríkjaforseta, Arion banka og Aur. Mappan merkt „messages“ var þó langstærsti hluti gagnapakk- ans. Í henni voru 16.929 skrár í 2.236 möppum. Alls 5,76 gíga- bæt. Öll samskipti blaðamanns við aðra Facebook-notendur mátti finna í möppunni, svo lengi sem þeim hafði ekki verið eytt áður. Yfir 1,2 milljarðar nota Faceboo k Messenger í h verjum mánuði. Um 35 milljónir nýrra stöðu- uppfærslna e ru færðar inn á hverjum degi . 22% jarðarbúa nota Facebook. Meðal-notandinn á 155 vini á Facebook. Facebook býður upp á 101 tungumál. 39% eru s kráð í hjón aban d. 39% eru skráð einhleyp. ✿ Tengsl á Facebook hjá meðalnotanda 28% 83% 39% 36% 58% Notendur sem treysta Facebook-vinum sínum Foreldrar með ungling á aldrinum 13-17 ára og eru vinir þeirra á Facebook Notendur sem eiga vin á Facebook og hafa ekki hann hitt í eigin persónu Notendur sem eru vinir nágranna síns á Facebook Notendur sem eru tengdir vinnufélögum sínum í gegnum Facebook Tilveran Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 2 5 . o k T ó b e r 2 0 1 8 F I M M T U D A G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 B -0 8 C 0 2 1 2 B -0 7 8 4 2 1 2 B -0 6 4 8 2 1 2 B -0 5 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.