Fréttablaðið - 25.10.2018, Side 12
Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald
yfir efninu og einstaklingar hafa
lent í því að það sem sett er inn er
svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var
upp með,“ segir Hödd Vilhjálms
dóttir almannatengill um börn á
samfélagsmiðlum. Hödd starfaði
lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað
mikið um börn og samfélagsmiðla.
Þá skrifaði hún meistararitgerð sína
í lögfræði um friðhelgi einkalífs
barna þegar kemur að samfélags
miðlum og fjölmiðlum og kom
meðal annars inn á hvernig for
eldrar fjalla um börnin sín.
„Þarna vegur upp á móti hvort
öðru annars vegar réttur foreldris
til að fjalla um barnið sitt og hins
vegar réttur barnsins til þess að ekki
sé fjallað um það.“
Hún segir það nauðsynlegt að for
eldrar séu meðvitaðir um að birta
síður myndir eða stöðuuppfærslur
um börnin sín sem geti orðið til þess
að þeim verði strítt eða einhvers
konar upplýsingar séu birtar sem
þau vilji ekki hafa fyrir allra augum,
til dæmis persónuleg mál.
„Mín skoðun er sú að eftir því sem
börn eldast og þroskast eiga þau að
fá að hafa meira um það að segja
hvernig birtingarmynd þeirra er á
samfélagsmiðlum. Foreldrar verða
auðvitað að taka tillit til þess,“ segir
Hödd og tekur fram að fullorðið
fólk sé meðvitað um hvernig það
vill birtast sjónum annarra á slíkum
miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið
erum við sjálf viljum við að vel sé
farið með ímynd okkar. Börn eiga
eðlilega rétt á sömu tillitssemi og
sumt á einfaldlega ekki heima á
netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir
hún.
„Sjálf hef ég verið dugleg að birta
myndir af dætrum mínum en verið
meðvituð um að það sé ekki efni
sem getur komi þeim illa. Eftir því
sem dóttir mín eldist finn ég að hún
hefur sterkari skoðanir á því hvað
fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég
skil það vel og virði,“ segir Hödd.
„Börn eru alveg jafn viðkvæm og
við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega
þegar þau eru farin að gera sér grein
fyrir þessum heimi. Unglingar eru
mjög meðvitaðir og í rauninni fer
stór hluti af lífi þeirra fram í gegn
um samfélagsmiðla. Þeir eru mikið
í símanum og að öllu jöfnu klárari
en við á þessum miðlum því þetta
gerist hraðar hjá þeim.“
Mikilvægt að taka tillit til barnanna
Hödd segir börn vera jafn viðkvæm ef ekki viðkvæmari en fullorðna fólkið,
sérstaklega þegar þau átta sig á þessum tækniheimi. nordicpHotos/getty
Það er ekki ofsögum sagt að börn og unglingar nú til dags séu upptekin af snjalltækjum
og forritum sem þeim tengjast. Hver
kannast ekki við að reyna að ná
sambandi við unglinginn sem situr
niðursokkinn í símann sinn? Hann
er að svara á Instagram, Snapchat
eða Facebook mismunandi nauð
synlegum skilaboðum eða tékka á
því hversu mörg læk hann eða hún
fékk við síðasta innslag.
Það þarf væntanlega lítið að
fjölyrða um það að þessi hegðun
er farin að hafa áhrif á daglegt
líf einstaklinga. Þess utan er
ljóst að samanburður sá sem
fæst með stöðugri skoðun á
því sem aðrir hafa birt og svo
maður sjálfur getur lítið annað
skapað en óöryggi og vanlíðan.
Ýmsar rannsóknir eru til sem
hafa sýnt fram á slíkt og er því
mikilvægt að bregðast við.
En hvað er til bragðs að taka,
unglingurinn er algerlega hand
viss um það að athafnir hans á
samfélagsmiðlum skipti máli
og að aðrir í hans umhverfi
meti hann að verðleikum
eftir því hvernig honum
gengur að fóta sig í
þessari gerviveröld.
Ítrekaðar mynda
tökur fyrir hina
fullkomnu mynd
með tilkomu snjall
tækjanna, lagfær
ingar með forritum
til að breyta ásýnd
eru staðalbúnaður,
enginn lítur svona út
í raun og veru. Það að
skapa glansímyndina
tekur á og ekki síst ef hún
er ekki raunveruleg.
Það þarf ekki að fletta
lengi í birtum vísindagrein
um til að átta sig á því að
líkamsmynd og sjálfsmynd
einstaklinga sem eru not
endur þessarar tækni er
Sjálfsmynd og
samfélagsmiðlar
Fimm kostir
n Ókeypis, auðvelt að setja upp og
einfalt í notkun. Hentar að því
leyti öllum kynslóðum og fólki
með ólíkan menntunarbakgrunn.
Er samfélag þar sem jafnrétti ríkir
varðandi aðgang.
n Miðillinn gerir margs konar skipu
lagsvinnu félagslífs einfalda í
framkvæmd, ef maður man eftir
að bjóða líka þeim sem ekki eru á
Facebook.
n Fólk hefur tækifæri til að halda
gömlum vinskap við, endurnýja
kynni og jafnvel stofna til nýrra
án mikillar fyrirhafnar.
n Allir geta tjáð sig um menn og
málefni – jafnvel fólk sem er
þögult og óframfærið á sam
komum og vinnustöðum.
n Geggjað auðvelt að póka vini sína
(gera það annars ekki allir enn
þá?).
Ekki eru til neinar
langtímarann-
sóknir á þessum áhrifum
enda tæknin tiltölulega ný,
hún er þó klárlega ávana-
bindandi, fullorðnir ánetjast
líkt og börn eða unglingar
með ófyrirséðum afleiðing-
um.
Teitur Guðmundsson læknir
Mín skoðun er sú
að eftir því sem
börn eldast og þroskast eiga
þau að fá að hafa meira um
það að segja hvernig birting-
armynd þeirra er á samfélags-
miðlum.
Hödd
Vilhjálmsdóttir,
almannatengill
verulega neikvæð. Sjúkdómar líkt
og kvíði, þunglyndi og félagsfælni
eru vandamál sem oft eru nefnd til
sögunnar. Átröskunarsjúkdómar,
einmanaleiki og skert geta til tján
ingar hafa líka verið nefnd. Í einni
rannsókn kom fram að allt að 24%
unglinga væru sítengd netinu og
streymi frá samfélagsmiðlum. Þau
gátu ekki hvílst, áttu erfitt með að
einbeita sér og sofa og svo fram
vegis. Flestir einstaklingar gáfu þau
skilaboð að þeir vildu ekki missa af
neinu og það skapaði streituástand
hjá þeim. Ekki eru til neinar lang
tímarannsóknir á þessum áhrifum
enda tæknin tiltölulega ný, hún er
þó klárlega ávanabindandi, full
orðnir ánetjast líkt og börn eða
unglingar með ófyrirséðum afleið
ingum.
Við þurfum því að skoða af alvöru
hvaða leiðir eru færar til sjálfstyrk
ingar einstaklinga á þessum við
kvæma aldri og mögulega beita
þeirri tækni sem virðist vera að
trufla okkur. Ef við lítum á sam
félagsmiðla sem óvin eingöngu mun
okkur ekki takast að sigra í þessu
stríði, við verðum að finna veikleika
þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð
og bönn þýða lítið, fræðsla er lykil
atriði og að efla færni til tjáningar.
Það er til dæmis merkilegt að í stað
þess að hringja er fólk að senda
skilaboð, það sér að viðkomandi
hefur opnað þau en svarar ekki
strax, þá tekur við mislöng bið
eftir viðbrögðum sem skilar
spennuástandi. Hví ekki
að hringja bara og afgreiða
málið, eða hittast?
Þegar mynd hefur verið
birt á miðlinum öðlast
Facebook réttinn á því
að nota myndina gjald
frjálst. Það eitt er um
hugsunarvert og ágætis
vani fyrir foreldra að
hafa það í huga þegar
þeir birta myndir af
börnum sínum á Face
book. Hödd Vilhjálms
dóttir almannatengill
segir börn eiga rétt á
tillitssemi.
Fimm ókostir
n Það er einstakt að svona stórt
samfélag verði til án þess að
siðferði innan þess fái að þróast
með. Tilraunir Facebook til að
skrá reglur og láta nefndir og
starfsmenn ákvarða hvað er
ásættanlegt og hvað ámælisvert
eru dæmdar til að mistakast.
n Einokunartilburðir fyrirtækisins
ættu að hringja viðvörunarbjöll
um. Eðlileg samkeppnissjónar
mið hafa gleymst og kominn tími
til að stjórnvöld sýni valdþrek og
brjóti fyrirtækið upp.
n Nýleg dæmi hafa sýnt að Face
book er meiri ógn við lýðræði
heldur en stoð. Þetta var fyrir
sjáanlegt og átti ekki að koma á
óvart.
n Persónuvernd hefur aldrei
verið í hávegum hjá fyrirtækinu.
Í raun er ótrúlegt hvað fólk kom
almennt af fjöllum nýverið þegar
umræða skapaðist um þær per
sónuupplýsingar notenda sem
skapa tekjugrundvöll fyrirtækis
ins.
n Þótt það sé kannski ekki Face
book sjálfu að kenna þá er óþol
andi að stofnanir og félög ætlist
til þess að fólk sé í viðskiptum
við bandarískt einkafyrirtæki. Það
hefur í mörg ár verið fáránlega
erfitt að ala upp börn í Reykjavík
ef maður hefur ekki aðgang að
Facebook.
Gunnþórunn
Jónsdóttir
gunnthorunn@frettabladid.is
Henrý hefur skoðanir á samfélagsmiðlinum Facebook. Fréttablaðið/ernir
Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands,
hefur mikið skoðað umhverfi
Facebook. Fréttablaðið fékk Henrý
til að nefna fimm helstu kosti og
galla við miðilinn.
Kostir og ókostir Facebook
TilvEran
2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r12 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð
2
5
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
A
-F
5
0
0
2
1
2
A
-F
3
C
4
2
1
2
A
-F
2
8
8
2
1
2
A
-F
1
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K