Fréttablaðið - 25.10.2018, Síða 40
Hér má sjá hluta af nýrri hönnun Védísar sem handavinnufólk getur prjónað. MYNDIR/GUÐMUNDUR ÞÓR KÁRASON
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Védís Jónsdóttir
hefur hannað
margar af fegurstu
lopapeysum lýð-
veldisins.
MYND/STEFÁN
Ég ólst upp í sveit og var síteiknandi sem barn. Afi, sem var bóndi, skildi ekkert í
því af hverju ég gæti ekki teiknað
hund eða hest þegar ég sat dagana
langa við að teikna hátískuskvísur
í brjáluðum fötum. Það fannst
honum einkennileg ástríða hjá
sveitabarni. Mig dreymdi um að
verða listmálari þegar ég yrði stór
en mála með ullinni í staðinn,“
segir Védís sem er konan á bak við
töfrandi litadýrð íslensks lopa sem
lendir á prjónum íslenskra prjóna-
kvenna í formi léttlopa, plötulopa,
Álafosslopa eða einbands.
„Sem sveitastúlka kunni ég tökin
á ullinni og íslensku sauðkindinni.
Ég var auðvitað í sauðburði og
kann að rýja kind, en það voru
amma og mamma sem kenndu
mér að prjóna og sauma. Ég ólst
því upp við að búa til föt heima
og uppgötvaði seinna mér til
ánægju að ég gat farið í skóla til að
læra meira,“ segir Védís sem lauk
fjögurra ára námi í fatahönnun við
Danmarks Design skólann í Kaup-
mannahöfn.
„Þar lærði ég allt mögulegt og
meðal annars prjóna- og lita-
hönnun. Eftir útskrift bauðst mér
svo starf hjá Álafossi heitnum og
festist hálfpartinn í lopanum,“
segir Védís og hlær.
Hún er nýflutt heim til Íslands
eftir níu ára búsetu í New York
og Róm.
„Þá vann ég „free-
lance“ fyrir Ístex
og Rammagerð-
ina að hönnun
á værðarvoðum
og lopapeysum. Ég
hef líka hannað fyrir
ýmsa handverkshópa, eins
og Borgarfjarðarpeysurnar og
skagfirsku hestapeysurnar Undir
bláhimni og Undir gráhimni. Ég er
heilluð af litadýrð náttúrunnar og
hef frá því í barnæsku brotið upp
landslag í liti.“
Óvænt yrkisefni
Yrkisefni Védísar
í lopanum
kemur úr
ólíkum
áttum.
„Það
geta verið
form
í nátt-
úrunni
eða fólk
á gangi en
líka tónlist
eða bíómyndir.
Til dæmis lagið
Fönn, fönn, fönn
með Stuðmönnum en
þá snjóaði líka svo fallega úti, og
stundum hlusta ég á sama lagið
aftur og aftur, eða ákveðna plötu
eða listamann. Þannig hlustaði ég
á The Beast eftir Jóhann Jóhanns-
son þegar ég hannaði nýju peysuna
Leysingar og ein af mínum vin-
sælustu peysum, Riddarinn, birtist
mér þegar ég horfði á samúræja-
mynd þar sem riddarar riðu yfir
hæð með fána. Auðvitað er þetta
langsótt en svona kemur þetta
til mín. Líka úr fréttum, eins og
peysan Órói sem varð til eftir að ég
sá sprenginguna í gljúfrinu vegna
Kárahnjúkavirkjunar og hannaði
rammíslenskt munstur sem ég
síðan sprengdi á peysuna,“ segir
Védís sem þróar hugmyndir sínar
og prjónar margar prufur af mis-
munandi litasamsetningum til að
finna hvernig munstrin liggja best
og hvort í þeim sé hljómur sem
virkar.
„Ég hanna iðulega í grátónum
því það gefur gott jafnvægi en
mörg af mínum munstrum ganga
jafn vel í sauðalitum og litríkum
samsetningum.“
Í vikunni kom út lopauppskrifta-
bókin Lopi 38 sem Védís vann
fyrir Ístex, en það er fyrsta bókin
sem kemur út alfarið með hönnun
Védísar í níu ár.
„Lopabækurnar er hugsaðar fyrir
handavinnufólk þar sem hver og
einn getur prjónað sér flík eftir
uppskrift að eigin vali. Umhverfis-
vænna verður það ekki og fólk fær
fallega og úthugsaða hönnun sem
allir ættu að hafa efni á, enda er
verð á íslensku handprjónabandi
hagstætt. Litaúrvalið er líka gífur-
legt, bæði sauðalitir og litir sem
ég hef hannað fyrir Ístex, mikið
af samkembdum litum þannig að
úr verður ómótstæðileg litadýrð
íslenskrar náttúru.“
Lopapeysa allra meina bót
Védís segir það notalega tilfinningu
að sjá aðra klæðast flíkum sem hún
hefur hannað.
„Þær verða víða á vegi mínum
og mér finnst indælt að sjá fólk
klæðast peysunum mínum hvort
sem það er í sjónvarpi eða á förnum
vegi. Þegar við birtum okkar fyrstu
uppskrift á netinu, af lítilli, renndri
lopapeysu, mætti ég svo mörgum í
henni á Menningarnótt að ég hætti
að telja. Ég velkist ekki í vafa þegar
ég sé mína eigin hönnun, né þegar
aðrir hönnuðir taka hana yfir í
sínar flíkur og setja sitt nafn við þar
sem ég þekki vel mín munstur.“
Hún segir íslensku ullina alltaf
eiga við og vera sígildan efnivið í
tísku samtímans.
„Íslenska ullin er yndisleg, hlý,
notaleg og temprandi. Það er þetta
samband af togi og þeli og hvað hún
er létt sem gerir hana einstaka. Við
eigum að halda í íslenska arfinn
og klæðast lopa við lífsins tilefni.
Nú er í tísku að vera jafnt í þröngri
lopapeysu við víðar buxur eða stórri
peysu við þröngar leggings, og allt
þar á milli. Þá eru ullarkjólar líka
hæstmóðins enda er kona í léttum
ullarkjól undurfín,“ segir Védís sem
sjálf klæðist lopa, jafnt í sveit og
borg.
„Ég nota ullarflíkur eftir mis-
munandi stemningu og nota jafnt
sauðaliti sem og litríkari flíkur.
Ullin er það besta í íslenskum
vetrarkulda og alltumvefjandi fyrir
líkama og sál því manni líður svo
vel í sálinni þegar maður fer í lopa-
peysu. Hún aðlagast hita manns-
líkamans og stingur ekki því hárin
leggjast niður næst líkamanum.
Það þarf heldur ekki að þvo lopa-
peysuna heldur er alveg nóg að
viðra hana,“ segir Védís og hvetur
sem flesta til að taka fram prjónana
nú þegar Vetur konungur heldur
innreið sína.
„Það er svo huggulegt að njóta
þess að setjast niður og prjóna. Nú
er stóraukinn áhugi á íslenskri ull á
Norðurlöndunum, og ekki síst í Sví-
þjóð sem kaupir mikið af íslenskum
lopa. Hringlaga axlarstykki
íslenskra lopapeysa þykir töfrandi
og beina athyglinni að andliti þess
sem klæðist þeim. Íslensk lopapeysa
er líka hlý yfir axlir og brjóst, ein-
mitt þar sem manni á að vera hlýtt
þegar kuldaboli blæs, og algjörlega
frábær fyrir vöðvabólguna. Því er
allra meina bót að eiga lopapeysu
og helst í mörgum litaútfærslum
líka,“ segir Védís brosmild.
Líður vel í sálinni í lopapeysu
Sveitastúlkan og lopahönnuðurinn Védís Jónsdóttir segir íslenskar lopapeysur umvefja bæði
líkama og sál. Hún festist óvart í lopanum og er höfundur margra fegurstu lopapeysa landans.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
VEGAN
Fimmtudaginn 1. nóvember er alþjóðlegi vegan dagurinn.
Í tilefni hans ætlar Fréttblaðið að gefa út sérblaðið Vegan þann sama dag.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Arnar Magnússon
Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
arnarm@frettabladid.is Sími: 512 5442
16 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
2
5
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
2
B
-1
7
9
0
2
1
2
B
-1
6
5
4
2
1
2
B
-1
5
1
8
2
1
2
B
-1
3
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K