Fréttablaðið - 25.10.2018, Side 52

Fréttablaðið - 25.10.2018, Side 52
Bílar Vinnuþjarkurinn Navara er svo miklu meira en það, hann er í senn fágaður, vel búinn, með flotta innréttingu og lík- lega með bestu aksturseiginleikana meðal pallbíla. Góður kostur með miklu verðbili. Þó svo eftirspurnin á Íslandi eftir pallbílum sé ekki eins gríðarleg og í Bandaríkj-unum er sala þeirra góð hér á landi, enda mikil þörf fyrir duglega slíka bíla bæði í atvinnustarfsemi og fyrir ferðaglaða og athafnasama einstaklinga. Úrval- ið hér á landi í minni pallbílum er ágætt og dugar að nefna Toyota Hilux, Mitsubishi L200, Volkswagen Amarok, Isuzu D-Max og Mercedes Benz X-Class, auk Nissan Navara, í því sambandi. Talsverður innflutn- ingur er svo bæði hjá umboðunum og á gráa markaðnum á stærri pall- bílum eins og Ford F-150-350, RAM og GMC bílum. Pallbílar voru hér á árum áður frekar hráir bílar, vinnuþjarkar sem fyrst og fremst voru hugs- aðir fyrir atvinnustarfsemi, en það hefur aldeilis breyst og flestir þeirra orðnir jafn huggulegir að innan og venjulegir fólksbílar. Það á sko við þann bíl sem hér er til umfjöllunar. Nissan Navara hefur Fágaður vinnuþjarkur Kostir og gallar nissan navara l 2,3 lítra dísilvél l 190 hestöfl l fjórhjóladrif eyðsla frá: 7,0 l/100 km í bl. akstri Mengun: 183 g/km CO2 hröðun: 10,8 í 100 km hraða hámarkshraði: 180 km/klst. verð frá: 5.790.000 m. kr. Umboð: BL l aksturseiginleikar l innrétting l Burðar- og toggeta l Dýr í flottustu útfærslu í fullu tré við aðra Nissan-fólksbíla og fólksbíla almennt að þessu leyti og hefur því mikið notagildi. Enda nota margir eigendur hans bílinn til jafns í borgarsnattinu og þar sem hann á öllu heldur heima, á erfiðari vegum landsins. Það var einmitt þannig sem Navara var notaður í reynsluakstri, til að klöngrast upp og niður með laxveiðiá af lengra taginu og þar fékk hann að finna fyrir íslenskum slóðum. lítil eyðsla sannreynd Vart er reyndar hægt að hugsa sér þægilegri bíl til slíkrar notkunar, í það er hann hæfilega stór, lipur þar sem pláss er ekki mikið, hefur mikla drifgetu og er sprækur ef á að haska sér. Svo er náttúrulega yfrið pláss fyrir farangurinn, hvort sem er á pallinum eða bara í aftursæt- unum ef aðeins tveir ferðast. Nissan Navara kom af núverandi kynslóð árið 2014 en hefur nú verið uppfærður. Hann má fá bæði með 160 og 190 hestafla dísilvél, en báðar eru þær með 2,3 lítra sprengi- rými. Munurinn liggur í einni eða tveimur forþjöppum. Reyndur var bíllinn með öflugri vélinni og hana skortir ekki afl. Bíllinn er fljótur úr sporunum, áreynslulaus á lengri leiðum á malbikinu og þrusu- öflugur þegar tekið er á honum í torfærunum. Með þessari vél er hann gefinn upp með 7 lítra eyðslu og það var sannreynt í þessum reynsluakstri. Þó svo bílnum hafi verið ekið að Langá á Mýrum og upp og niður með ánni í þrjá daga og aftur í bæinn var tankurinn enn hálfur er heim var komið. Fáránlega flott það. Navara með aflminni vélinni selur BL aðeins beinskiptan og kostar hann þá frá 5.790.000 kr. Með þeirri aflmeiri er hann aðeins seldur með 7 gíra sjálfskiptingu og kostar frá 7.290.000 kr. og er á 7.790.000 í Tekna-útfærslu. Þar er sannarlega kominn eigulegur bíll en jafnframt tveimur milljónum dýrari en í sinni ódýrustu mynd. innréttingin ferlega flott Aðeins að útlitinu, en líklega mun flestum finnast Navara fremur lagleg- ur bíll, án þess að sprengja neinn feg- urðarskala. Það á reyndar við flesta keppinauta hans, enginn þeirra er ljótur en enginn sláandi flott hönn- un. Líklega verður þó D-Max að falla neðst á skalann, en hinir allir prýði- legir útlits. Innanrými Navara ber að hrósa – vel fer um fjóra farþega en ef til vill er dálítið þröngt um fimm. Höfuð- og fótarými aftur í duga vel fyrir fullorðna svo fremi sem ekki er ferðast með körfuboltalið. Í öðru lagi er innréttingin lagleg, virðist vel smíðuð og ætti að þola talsvert jask. Það er sko enginn landbúnaðarfíling- ur í útliti innréttingarinnar og Nissan hefur lagt sig fram um að hann standi ekki að baki sínum fólksbílum eða jeppum. Afar mikil líkindi eru með X-Trail jeppanum þar. Pallurinn er stór og lengdist um 7 cm frá síðustu kynslóð. Þar má setja allt að 1.074 kg farm, sem verður að teljast ansi gott fyrir ekki stærri pall- bíl. Annað gott við pallinn er að hann er fóðraður með grófmynstruðu plasti sem heldur mörgum farangr- inum kyrrum í akstri. Enn fremur eru festingar í hliðunum til að halda öllu á sínum stað. vel vandað til fjöðrunar Aðalatriðið við hvern bíl er hvernig er að aka honum og þar olli Navara ekki vonbrigðum. Stundum fannst mér eins og ég væri á fólksbíl, svo fyrirhafnarlaus og léttur var akstur hans. Stýrið er nákvæmt og fjöðr- unin ferlega góð og kom það best í ljós þegar jaskast var upp óslétta slóðana upp með ánni. Þar át hann vel upp ójöfnurnar og stóð sig vel þegar tekið var á og krappar beygjur teknar á talsverðri ferð. Fimm liða gormafjöðrun að aftan á þar stóran þátt. Tilfinningin var þannig að tölu- vert mikið mætti misbjóða þessum sterka bíl, hann færi í gegnum það allt með stæl. Líklega er hann bestur meðal keppinauta sinna hvað þetta varðar. Oft er betra fyrir akstursgetu pallbíla að þyngja þá með farangri í skúffuna, en fyrir þessum ókosti fannst ekki því svo til ekkert var þar. Hann kastaði að minnsta kosti aldrei til rassinum, þó tilefni hafi stundum verið til. Nissan hefur greinilega vandað sig vel við þróun þessa heimsbíls sem fæst svo víða. Hann er smíðaður á Spáni, í Bandaríkjunum, S-Afríku, Taílandi, Kína, Malasíu, Mexíkó, Argentínu og Egyptalandi. Líklega er það þess vegna sem hann er svona góður. Svo er ekki verra til þess að vita að Navara getur togað 3,5 tonna aftanívagn, sem og að hann er með 5 ára ábyrgð eða upp að 100.000 km akstri. reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is innréttingin er lagleg, virðist vel smíðuð og ætti að þola talsvert jask. navara var notaður til að klöngrast upp og niður með laxveiðiá af lengra taginu og fékk að finna fyrir íslenskum slóðum. 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 f i M M t U d a G U r28 b í l a r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 A -E 6 3 0 2 1 2 A -E 4 F 4 2 1 2 A -E 3 B 8 2 1 2 A -E 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.