Fréttablaðið - 25.10.2018, Qupperneq 56
2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r32 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A ð I ð
Bíó
Intersteel rennihurðabraut
svört (Barnyard)
Fyrir rennihurð allt að 100 kg.
Stílhrein og auðveld í uppsetningu.
Braut fest á vegg.
Fyrir hurðarbreidd allt að 1000mm.
Hægt er að fá framlengingar
í 45 cm og 90cm.
Verð :
22.200 m/vsk.
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
Pantaðu tiltekt á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í leiðinni
Fáðu lyfin send heim með póstinum
Pantaðu sendingu á appotek.is
Garðs Apótek - um land allt
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
Save the Children á Íslandi
Job.is
Þú finnur draumastarfið á
Leikstjórinn John Car-penter kynnti illfyglið Michael Myers fyrst til sögunnar í Halloween 1978. Tímamótaverki í hrollvekjugeiranum sem
hefur getið af sér fleiri framhalds-
myndir en tölu verður með góðu
móti komið á.
Michael hefur í fjörutíu ár skotið
upp sínu hvíta, grímuklædda and-
liti með illt eitt í huga. Micahel er
ekki maður margra orða, í raun
segir hann ekki neitt og lætur frekar
beittan búrhnífinn tala þegar hann
sallar niður alla sem verða á vegi
hans í þráhyggjukenndri leit hans
að Laurie, systur sinni, sem hann
finnur sig knúinn til þess að drepa.
Svo skemmtilega vill til að
Michael, snarbilaður og nánast
ómennskur, verður jafnan sérstak-
lega viðskotaillur á hrekkjavökunni
enda tók hann búrhnífinn fyrst upp
að kvöldi 31. október 1963.
Tær illska
Þá aðeins barn að aldri í trúðabún-
ingi tók hann sig til og myrti eldri
systur sína og var í kjölfarið komið
fyrir á geðveikrahæli þar sem dr.
Sam Loomis meðhöndlaði hann og
reyndi að skilja það mikla myrkur
sem mengar huga hans.
Djöfulgangurinn í fyrstu Hallo-
ween-myndinni gerist síðan á
hrekkjavökunni fimmtán árum
síðar þegar Michael hrekkur skyndi-
lega í gírinn, strýkur af hælinu
og heldur heim til smábæjarins
Haddon field til þess að drepa yngri
systur sína, Laurie, sem Jamie Lee
Curtis leikur.
Á meðan fikrar Michael sig nær
systur sinni með því að salla niður
vini hennar og vinkonur sem eru
óþægilega oft við störf sem barn-
fóstrur þegar hann mætir til leiks.
Dr. Loomis er síðan á hælum
Mich aels, nánast viti sínu fjær af
skelfingu, vitandi að illskan í sinni
tærustu mynd gengur laus.
Aftur á byrjunarreit
Framhaldsmyndirnar urðu all-
nokkrar, þá hefur Halloween verið
endurgerð og þau Michael og Lau-
rie verið leidd saman við ýmsar
aðstæður í gegnum síðustu fjóra
áratugina.
Samt er þetta alltaf tilbrigði við
Hann kemur alltaf aftur
Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg víða um heim í næstu viku.
Svo skemmtilega vill til að um helgina mætir eitt dáðasta skrímsli
hryllingsmyndanna til leiks í bíó enn eina ferðina, þegar Michael
Myers bregður búrhnífnum á loft í nýrri Halloween-mynd.
Michael Myers er óstöðvandi og gefst aldrei upp. Honum var lýst sem illsku í sinni tærustu mynd í Halloween 1978. Þá
ofsótti hann Jamie Lee Curtis með búrhnífinn á lofti og er enn á hælum hennar 40 árum síðar.
Jamie Lee Curtis var ókrýnd öskurdrottning níunda áratugarins og hefur
aldrei tekist að hrista Michael Myers almennilega af sér.
sama blóðuga stefið. Laurie sleppur
naumlega frá brjáluðum bróður
sínum sem rís alltaf upp sama
hversu oft hún eða annað gott fólk
„drepur“ hann. Michael gefst aldrei
upp. Hættir aldrei og kemur alltaf
aftur. Og komi hann fagnandi.
Þessi nýjasta Halloween-mynd er
sögð gefa lítið fyrir alla halarófuna
af framhaldsmyndunum með bein-
tengingu við þá fyrstu. Hún þykir
meira að segja býsna vel heppnuð og
sýna þannig brautryðjendaverkinu
frá 1978 nokkurn sóma.
Jamie Lee Curtis snýr enn einu
sinni aftur í hlutverki Laurie sem er
nú orðin amma, árvökul og viðbúin
því versta, eða því að bróðir hennar
láti sjá sig aftur til þess að ljúka ætl-
unarverki sínu.
Michael bregst vitaskuld ekki en
nú býður hans ættarmót þar sem
dóttir Laurie og dótturdóttir standa
þétt við hlið ættmóðurinnar þegar
sturlaði frændinn snýr aftur. Hverf-
andi líkur eru þó á því að samein-
uðum takist konunum að koma
ófeigum Michael í hel og fátt bendir
til annars en að hér sé aðeins um
kaflaskil að ræða í sögunni enda-
lausu um hrekkjavöku-morðingjann
pollrólega Michael Myers.
thorarinn@frettabladid.is
Michael Myers
hefur í fjörutíu ár
skotið upp sínu hvíta,
gríMuklædda andliti Með
illt eitt í huga. hann er
Maður fárra orða en lætur
búrhnífinn tala.
2
5
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
2
B
-0
D
B
0
2
1
2
B
-0
C
7
4
2
1
2
B
-0
B
3
8
2
1
2
B
-0
9
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K