Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 27
BREIÐFIRÐINGUR
25
kominn yfir 5 stig, og þegar stórstreymt er, eru afköst
þeirra nær engin.
Sláttulallarnir voru ekki hannaðir fyrir þangskurð, og
þarf nú að vinna að því að gera þá hæfa til þangsláttar,
og gæti jafnvel verið spurning, hvort ekki ætti að hætta
rekstri þeirra á meðan unnið er að þeim endurbótum eða að
nýsmíði sláttulalla. Einnig þarf að athuga hvort þeir geti
ekki nýtt sláttulandið hetur, því að nú nýta þeir ekki nema
10—15% af þanginu, en sennilega yrði 50—60% nýting
æskileg vegna endurvaxtarfiraðans.
Þörungavinnslan á nú í miklum rekstrarfjárörðugleikum,
en það hafa fleiri fyrirtæki átt við fjárhagsörðugleika að
stríða. Það verður líka að háfa það í huga, að þetta fyrir-
tæki er brautryðjandi á þessu sviði, því að engin hliðstæð
verksmiðja mun vera til í öllum heiminum. Þörungavinnsl-
an þarf því aðlögunartíma áður en hún getur farið að skila
arði.
Við skulum hafa það hugfast, að verksmiðjan er senni-
lega öflugasta þurrkstöð í allri Evrópu og möguleikar slíkr-
ar stöðvar hljóta ætíð að verða miklir og sérstaklega ef
sjávarútvegur er hafður í huga. Þessa möguleika þarf að
athuga.
I þeirra athugun, sem nú hlýtur að fara fram, má ekk-
ert til spara að koma verksmiðjunni á öruggan grunn, og
það hlýtur að vera verk stjórnmálamannanna að hafa for-
göngu þar um.
Ég skil því vel afstöðu hins vinnandi manns hjá Þör-
ungavinnslunni. Þeir þurfa sitt kaup og það á réttum tíma.
Hins vegar er það mín skoðun, að ekki megi beita verk-
fallsvopninu fyrr en öll sund eru lokuð. Þörungavinnslan