Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 29
ÓSKAR BJARTMARZ:
Ekki verður feigum forðað,
né ófeigum í hel komið
Það var frostaveturinn 1918, líklega í endaðan janúar.
Ég var þá heimilisfastur á Staðarhóli í Saurbæ, en hafði
áður verið mikið suður í Dölum. Á Gilsbakka í Miðdölum
bjó kunningi minn Jósúa Teitsson. Hann skrifaði mér eitt
sinn, og bað mig að koma með sér út í Hólm, Stykkishólm
Það var óraleið að ganga vestan úr Saurbæ alla leið út í
Stykkishólm, en það var nú ekki verið að telja það eftir sér
í þá daga, svo að úr varð, að ég fór með honum. Eg fór
fyrst suður á Gilsbakka, og svo fórum við þaðan út í Hólm.
Daginn, sem við fórum frá Gilsbakka komumst við út að
Árnhúsum á Skógarströnd, og gistum þar um nóttina, hjá
bónda, sem Pétur hét Þórðarson, og fengum þar ágætis
móttökur. Þaðan fórum við snemma morguninn eftir út í
Hólm. Sú ferð gekk ágætlega. Við fórum ísa strax undan
Árnhúsum, en fórum svo á land upp nálægt ósum Svína-
fossár, og gengum landveg Skógarströndina út undir Os,
þar fórum við út á ísinn á Álftafirði, og komum upp rétt
undan Svelgsá, og gengum svo ofan eftir, og í kaupstaðn-
um vorum við í þrjá daga um kyrrt. Þar var uppeldisbróðir
Jósúa, sem Jósep hét, og var Kristjánsson frá Snóksdal.
Elín, móðir Jósúa, var seinni kona Kristjáns, og Kristján
faðir Jóseps, var seinni maður Elínar heitinnar. Jósep