Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 53
BREIÐFIRÐINGUR
51
lega hliðin, þar sem brúað var bilið með aðstoð „þarfasta
þjónsins“ milli frumstöðunnar í vinnubrögðum sveitalífs-
ins og nútímaaðferðarinnar. í öðru lagi hin vekjandi áhrif
á uppvaxandi mannsefni vítt um sveitir, sem á einskis færi
mun vera að meta að verðleikum. Forysta hans á sviði sam-
vinnuhugsjónarinnar mun einnig um langa framtíð halda
fölskvalausu nafni Torfa í Olafsdal.
Hinn maðurinn, sem ég vil nefna, var einn af nemend-
um Ólafsdalsskólans, Magnús Friðriksson frá Staðarfelli.
Hann var 24 árum yngri en Torfi í Ólafsdal og því að sjálf-
sögðu, sem athafnamaður, aldarfjórðungi seinna á ferð-
inni. Æviferill Magnúsar verðskuldar að mörgu leyti var-
anlega athygli. Hann fékk höfuðbólið Staðarfell á Fells-
strönd til eignar og ábúðar árið 1903. Var hann þá 41 árs
að aldri og hafði búið áður á tveim stöðum á annan tug ára.
Hann var tiltölulega efnalítill maður, þegar hann kom að
Staðarfelli, og þótti hann sýna mikið áræði að að kaupa
svo verðmikla jörð, þó að vonir um mikinn afrakstur,
byggðar á reynslu undangenginna ára, væru hvöt fyrir bjart-
sýnan og útsjónarsaman mann. Magnús bjó á Staðarfelli
í 18 ár, og vegnaði honum þar vel. Hlunnindi eru jafnan
mikil á Staðarfelli og jörðin að öllu leyti gott ábýli. Magn-
ús húsaði jörðina sína prýðilega og bætti hana á marga
vegu. Staðarfell er höfuðból sveitar sinnar og stendur í miðri
sveit, þar er kirkja sveitarinnar og samkomustaður. Magnús
var kirkjuhaldari á Staðarfelli og rækti það hlutverk vel,
enda var hann kirkjulega sinnaður maður. Haustið 1920
vildi til mikið slys á Staðarfelli. Einkasonur Staðarfells-
hjónanna, fóstursonur og tvö vinnuhjú drukknuðu við eina
eyjuna, sem liggur undir jörðinni. Ætlaði fólkið að fást