Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 82
80
BREIBFIRÐINGUR
íslenzkrar prestssetra og mennt og virðingu, dáð og dreng-
skap.
Frú Ólína Snæbjörnsdóttir, frúin á Stað, dóttir Snæbjarn-
ar í Hergilsey, sem flestir þekkja af orðspori, var einnig
meðal hinna allra fremstu í sinni sveit og stöðu. Henni
brást aldrei háttvísi og hin sama mennt hjartans, hvort sem
höfðingi eða smælingi átti í hlut, bæði í sorg og gleði. Hún
var perla heimilis og sveitar.
Sr. Jón var ekki aðeins predikari, söngvari og prestur.
Hann var einnig hagyrðingur góður og mundu margir hafa
nefnt hann skáld.
Einkum orti hann trúar- og sorgarljóð um elzta soninn,
sem hann missti ungan dreng og ágætan. Sama varð hon-
um er systir hans, Valborg, lézt í blóma lífs.
Ljóðdísin vakti honum vonir og styrk að syngja harm
sinn fjær og hefja sonartorek.
Eitt þessara ljóða heitir „Móðurdraumur“. Það hefst svo:
„Snemma í vetur draum mig fagran dreymdi —
dreng ég þóttist æskubjartan sjá.
Augun voru indæl, djúp og blá,
unað lýstu, barnsleg sál er geymdi.
Kominn þar
kenndi ég þegar hann, sem ljós mitt var“.
Annars var það héraðsfleygt, að einu sinni sem oftar,
þegar Matt'hías Jochumsson skáld kom í heimsókn að Stað
hafi sr. Jón flutt honum ljóð eftir sjálfan sig og söng það
einnig sjálfur. Þetta var ort í tilefni 70 ára afmælis Matthí-
asar.
Þar er þetta erindi um hlutverk skáldsins: