Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
veru þína í ólíkum héruðum, en fyrst langar mig að
fræðast um þitt eigið nám. Hvernig stóð á því, að
þú fórst í Samvinnuskólann, en ekki til dæmis í Kenn-
araskóla íslands?
— Já, það væri nú hægt að segja ýmislegt um þetta.
Veturna eftir að ég var á skólanum í Hjarðarholti, kenndi
ég börnum, bæði systkinum mínum, sem voru yngri en ég,
og öðrum. Björn skólastjóri í Hjarðarholti prófdómari hjá
mér. Mér er það minnisstætt, að á skólamóti, sem Björn hélt
sumarið 1922, kom hann að máli við mig og ýtti undir mig
að halda áfram námi, og benti mér fyrst og fremst á Kenn-
araskólann. Ég hef oft hugsað um það á síðari árum, að
Björn skyldi leggja að mér að fara í Kennaraskólann, ein-
mitt eftir að hann hafði sjálfur verið prófdómari þeirra
barna, sem höfðu notið tilsagnar minnar. En einhvern veg-
inn var það nú svo, ag ég hafði ekki nærri eins mikinn
áhuga á Kennaraskólanum eins og Samvinnuskólanum.
— Hvernig stóð á því? Lék þér hugur á að fást við verzl-
unarstörf ?
-— Nei, ég hafði ekki neina sérstaka hneigð til verzlunar-
starfa út af fyrir sig. En ég hafði kynnzt Samvinnuskólan-
um óbeinlínis, og skólastjóra hans beinlínis í gegnum penna
hans, — skrif hans í blöðum og tímaritum, og mér fannst
sem þarna væri eitthvað mikið um að vera. Víðfemt og fé-
lagslegt, og áhugi minn á því að kynnast þessum manni óx
að sama skapi, sem ég varð vitni að fleiri og stærri ádeilum
á hann, og af hvílíkri snilld hann hratt hverri árás, sem á
hann varð gerð.
— Þar er sagt, að fjarlægðin geri fjöllin blá. Hvernig