Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
til lands, en þar tók ekki betra við, því að þá var lagís ofan
á helvítis aðalísnum, og þegar komið var vel í buxnastreng
snerum við. Og lagísinn var þannig, að hann hélt okkur
ekki, svo við urðum alltaf að setja hnén upp á hann til
þess að brjóta hann niður. Það var talsvert erfitt í svona
djúpu vatni að lyfta hnénu vel í mittishæð og brjóta ísinn
niður, auk þess sem við bárum bæði bak og fyrir.
Nú, við erum búnir að reyna þetta tvisvar eða þrisvar
sinnum og þá vorum við komnir það innarlega, að við vor-
um beint undan Árnhústanganum, og nú sáum við að Pét-
ur heitinn bóndi á Árnhúsum var kominn niður á tanga með
Kristján son sinn — hann vinnur hjá Reykjavíkurapóteki
— en hann var þá á unglingsárunum, og einnig dætur sín-
ar tvær og konu. En Pétur gat auðvitað ekkert gert, því að
hann var orðinn gamalmenni. Hann var þarna með bát og
ætlaði sér náttúrlega að taka hann og brjótast út, en með
þennan mannskap gat hann hvorki hreyft bátinn, né farið
út. En Pétur var nú kominn þarna samt.
Við stóðum þarna sitt hvoru meginn við þetta íshröngl
við Jósúa, en Jósep heitinn fór upp í íshrönglið, og þarna
stóðum við allir og byrjuðum að syngja: „Allt eins og
blómstrið eina“, ásamt fleiri lögum. En þegar við vorum
búnir að syngja ein þrjú eða fjögur lög, standandi þarna
í mittisdjúpu vatni, þá datt hrönglið undan Jósepi og hann
fór í sjóinn, og ekkert nema hausinn upp úr. Ég man það
ekki hvor okkar Jósúa það var, sem tók í hausinn á honum,
til þess að hann færi ekki alveg í kaf. Hann stóð undir eins
upp.
Þegar hér var komið, vildum við Jósep snúa við, þótt
ekki væri víst, að það væri neitt vit, enda var aðfall og féll