Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 97
BREIÐFIRÐINGUR
95
anum á Akureyri. Hann var snemma bráðgjör, orti ljóð og
samdi sögur á unga aldri. A gagnfræðaprófi vorið 1931
hlaut hann ágætiseinkunn í íslenzkum stíl í Menntaskólan-
um. Það var svo fágætt að lengi var til þess jafnað. í þeim
skóla þótti aldrei meira vert um nokkra einkunn en í ís-
lenzkum stíl í skólameistaratíð Sigurðar Guðmundssonar.
Snemma var Ragnar listaskrifari og með ólíkindum snjall
teiknari. Fátt gafst svo lítilfjörlegt að ytri ásýnd, að það
yrði ekki að myndefni í höndum hans.
Á stúdentsárunum í háskólanum, og raunar alla tíð, var
hann hrókur alls fagnaðar. Mér hafa sagt félagar hans frá
þeim árum, að hann hafi átt mjög mikinn þátt í félagslífi
stúdenta. Hann orti fjölmörg tækifærisljóð, oft söngtexta,
er lífguðu upp samveru og samneyti stúdenta. Það er ljóst,
að skólaárin voru Ragnari hugstæðari en almennt gerist
og sést það best á því, hve mikinn þátt hann tók í hvers konar
félagsskap stúdenta fram eftir ævi. Hann var hinn síungi
stúdent og veit ég fáa eða enga, sem sungið hafa hinn gamla
og vinsæla stúdentasöng, „Gaudeamus igitur“ af dýpri ein-
lægni og lífsgleði en hann.
Hann var fulltrúi í skrifstofu útvarpsráðs á bezta skeiði
ævinnar, eins og áður er sagt. Hann varð því snemma þjóð-
kunnur og vinsæll útvarpsmaður. Þar naut sín sérlega vel
sköruglegur flutningur, listfengi og ríkt listaeðli og staðgóð
þekking á bókmenntum og sögu. Sá hópur útvarpshlust-
enda um allt land er efalaust harla stór, sem enn minnist
hans með þakklæti og virðingu frá þeim árum.
Ragnar var vinsæll kennari og skólastjóri. Það kom
skýrt í ljós í einkar hlýlegum og einlægum minningarorðum
gamalla nemenda hans að honum látnum. Það er ekki und-