Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 103
BREIÐFIRÐINGUR
101
Ég veitti ungu stúlkunni athygli. Hún var ekki há en
afar grönn og velklædd. Hafði dökkt, bylgjað hár og fallegt
enni — og grá augu sem ljómuðu.
Mér þótti mikið til þess koma, að hún spilaði vel á orgel.
Og þó eigi síður, hve fögur hún var.
Þegar við mamma vorum aftur lagðar af stað gangandi
í fögru haustveðri, sagði hún mér, að stúlkan væri barna-
kennari.
Ekki átti hún samleið með okkur. En seinna kom hún til
að kenna á Húsatóftum við Skeiðaskólann. Ég þekkti hana
strax aftur, því að hún varð mér minnisstæð. Ég fagnaði
því að fá hana fyrir kennara, og varð ekki vonsvikin.
Kennsla byrjaði daglega kl. 10 að morgni og hætti,
minnir mig, kl. hálffjögur. 011 börn voru komin á lengri
eða skemmri göngu kl. tíu. Ég gekk klukkutíma gang, hvora
leið. Og minnist landsins í öllum veðrum frá október til
aprílloka. Það var mikils vert að kynnast landinu þannig. —
Ég fór hverju sem viðraði, nema blindbylur væri.
í sveit voru skólar jafnan þannig, að tveir eða fleiri ald-
ursflokkar voru saman. Helga hafði 10 og 11 ára börn
saman og koma aðra vikuna í skólann, — og svo 12 og 13
ára börn og komu þau hina vikuna, og svo koll af kolli.
Sumir kennarar kenndu öllum aldursflokkum í einu, allan
skólatímann, sumir yngri deild einn dag og eldri deild
annan dag. Sumir höfðu hálfsmánaðarskipti.
Ég tel vikuskiptin heppileg. Alllangur ótruflaður tími
til náms og annar tími jafn til skólagöngu og náms. Ég tel
hálfan mánuð of langt á milli. Ég minnist þess, að mér
þótti hver dagur í skóla hjá Helgu skemmtilegur. Samt sem
áður fór ég að hlakka til þess seinni hluta vikunnar að vera