Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
skyggn og ráðhollur. Raunsær og fjarri öllum kreddum
eða oftrú. Skapgerðin öll traust og björt, stafaði ylhlýju frá
augnaráðinu um leið og það lumaði á votti af glettni. Svart-
sýni átti lítið innhlaup og beizkja enn síður.
Ekki fór Magnús að heiman nema út í eyjar á unglings-
árunum. Sjálfsagt var það ekki slakur skóli í Breiðafjarð-
areyjum þá. Heima var líka skólaígildi þar sem voru for-
eldrar hans til að læra og mótast af. Þorgeir faðir hans
Ólafsdalsmaður, fjölgáfaður, kappsamur og hagsýnn fram-
fararbóndi og forvígismaður. Kristrún móðir hans ágætlega
gáfuð, hagvirk, skapsterk en þó hjartahlý mannkostakona
sem allt bætti og græddi. Sótti hann eðliskosti og uppeldis-
áhrif til beggja, móðurinnar ekki síður bæði í sjón og raun.
Dagfar Magnúsar og gerð var þannig að ætla má að fáa
hefði verið betra að eiga að maka og enn færri verið betra
að eiga að föður. Hann stofnaði ekki til hjúskapar en eign-
aðist son, Guðna Heiðar, með stúlku hér í sveitinni, Guð-
björgu Arinbjörnsdóttur. Þau bjuggu ekki saman, en sú
raun beið hans, að þau dóu bæði úr berklum alveg um sama
leyti og áður en drengurinn náði fermingaraldri. Þau náðu
sjö fullorðinsaldri, Höllustaðasystkinin. Þrjú þeirra urðu
fyrir fötlun ævilangt af völdum berkla. Fólk sem nú vex
upp mun tæpast geta skilið hvað það var, að vaxa upp í
skugga berklanna meðan þeir voru í algleymingi. Það er
grunur og tilgáta að yfirvofandi berklarnir geti hafa hald-
ið aftur af Magnúsi, slík sem ábyrgðartilfinning hans var.
Mikil hefur verið gnótt starfskrafta og hæfileikafólks í
Reykhólasveit áður en mesta útfallið hófst. Magnús á Höllu-
stöðum stóð á þrítugu, þegar hann var fyrst til forystu
kvaddur. Þá var byggt sláturhús við Reykhólasjóinn og var