Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
Má telja Bjarkarlund með fyrstu veitingastöðum strjál-
býlisins, þegar sleppt er einkaheimilium við langleiðir og
vegamót, sem af íslenzkri gestrisni og alúð tóku að sér að
hýsa og veita beina þreyttum ferðalöngum.
A sjötta og sjöunda áratugnum mátti heita, að óslitinn
straumur ferðamanna fyllti hina stóru vagna Vestfjarða-
leiða yfir sumarmánuðina. Þessu fólki kom þá oft vel að
fá stutta hvíld og hressingu í Bjarkarlundi, eftir sjö til átta
stunda hristing á ójöfnum og hlykkjóttum vegi.
Það gefur líka auga leið að jafnframt því sem Bjarkar-
lundur gegndi þarna mjög þörfu þjónustuhlutverki, var það
um leið ein styrkasta stöðin undir rekstragrundvelli hans,
þótt ýmislegt fleira komi einnig þar til greina, svo sem til-
koma fleiri og færri dvalargesta.
En, tímarnir breytast og þó aldrei eins hratt og nú, svo
segja má oft og einatt það óþarft á morgun sem var nauð-
syn og þörf í gær. Með hverju ári sem líður breytast og
batna vegir og farartæki, jafnframt því sem æ fleiri eign-
ast sína eigin bíla og fara sínar eigin götur og þurfa ekki
á Vestfjarðarleið að halda, þótt hún fari á fimm tímum
það sem hún áður skreið á átta stundum.
Auk þess sem nú er hreint ekki svo nauðsynlegt að síl-
ast eftir brautum á jörðu niðri, þar sem loftsins vegir standa
öllum opnir.
Þótt fuglinn fljúgi hratt, er örin þó enn skjótari og hver
er sá að ekki vilji hann komast sem fljótast á áfangastað?
Er það ekki fyrst og fremst hraðinn sem nú hefur gildi?
Þetta hefur þá eðlilegu afleiðingu að landleiðarvagnarnir
fara nú gjarnan hálfir, en ekki troðnir eins og áður, sínar
landleiðir og margir viðkomustaðir verða þeim óþarfir