Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
sem næmi um 100 kr. á ári af hverjum fullgildum félags-
manni. Hin leiðin yrði lík því, sem er á hinum Norðurlönd-
unum, viss félagsupphæð árlega frá hverju félagi eftir stærð
eða fjölda. Vel gætu báðar þessar fjármögnunarleiðir komið
til greina eftir aðstæðum og skipulagi hinna einstöku fé-
laga.
Eins mætti hugsa sér ákveðið stofnframlag, sem mynd-
aði framkvæmdasjóð sambandsins, sem síðan yrði efldur
með ýmsu móti.
En félaust átthagasamband heillar þjóðar yrði varla til
mikils gagns né menningar, þótt sjálfsagt væri að vinna
þarna af fórnarlund og án launa á ýmsan hátt.
Hiklaust má telja að slíkt samband væri löngu orðið til
og starfaði nú með miklum blóma, með sínar framkvæmdir
í sínum átthagasal hér í Reykjavík, ef sá logi, sem átthaga-
ástin kynnti í hugum þeirra og hjörtum, sem fyrstir stofn-
uðu átthagafélögin hér, hefði ekki fölskvast svo, sem orð-
ið er.
Þar er því miður víða ekki annað eftir en glóðir í ösk-
unni.
Það sem við þurfum og megum aldrei týna sem íslend-
ingar, afskekkt, fámenn þjóð á hjara heims er einmitt þessi
glóð drenglundar og ættjarðarástar, sem einu sinni gat sagt
með sæmd:
„íslandi allt“.
Þaðan mun æ of aldur stafa ljós, varmi og kraftur, sem
skapar þjóðlífsvor hverri kynslóð.
Reykjavík, 12. maí 1976
Arelíus Níelsson.