Breiðfirðingur - 01.04.1977, Blaðsíða 106
104
BREIBFIRÐINGUR
prýtt, stórar glitrandi kúlur hér og hvar, englahár og kúlu-
festar glönsuðu við kertaljósin og ljóminn speglaðist í aug-
um barnanna. Smákertin voru marglit. Líka voru körfur á
greinum trésins og í þeim var sælgæti. Hring eftir hring
gengu börn og fullorðnir í kring um tréð, héldust í hendur
og sungu jólasálma. Svo var eitthvað sungið af kvæðum
t. d. Göngum við í kring um einiberja runn. Þarna var það
fyrst, sem ég las upp kvæði, — eftir beiðni kennarans. Eg
hafði lesið Svein Dúfu, fyrir hana. Þá kom henni í hug að
láta mig lesa það á barnaskemmtuninni. Þannig uppörv-
unarmaður var hún.
Þegar skemmtunin þótti hafa staðið hæfilega lengi, feng-
um við körfurnar fullar af sælgæti, og þar á ofan epli. —
En seinni árin, eftir að kennarinn fékk litlu kompuna við
hliðina á þinghúsinu(skólastofunni), þá var ekki látið
nægja að gefa epli og sælgæti, heldur fengum við nú, auk
þess, súkkulaði og þeyttan rjóma og alls konar kökur með,
áður en farið var heim.
Allt þetta kostaði kennarinn sjálfur.
Enginn, sem hefur alizt upp í voru nægta þjóðfélagi, get-
ur skilið það nú, hve sérstæð og mikilvæg þessi hátíð var,
sem kennarinn bauð okkur og foreldrum barnanna til.
Mér verður dæmi Gísla Jónssonar föðurbróður míns, að
rekja til höfðingjastéttar fornmanna þá þrautseigju, rausn
og skörungskap, sem sigrar allar aðstæður. Enda hafði
aldamótakynslóðin í huga sér þeirra rausn, því að hún las
fornsögur sjálf, og engum datt í hug að sundurgreina mál
þeirra frá daglegu máli daglegs lífs. — Ég tel það víst,
að Helga Þorgilsdóttir sé komin af Auði djúpúðgu.