Breiðfirðingur - 01.04.2001, Page 188
186
BREIÐFIRÐINGUR
maður ekki allsendis ókunnugur Sjávarháttunum. Og nú setti
hann á langa tölu um þetta stórvirki, sem hann fullyrti að væri
einstakt í norrænni - og jafnvel evrópskri - menningarsögu og
lauk máli sínu með því að lýsa því yfir, að fáir fræðimenn á
sviði hugvísinda gætu státað af slíku ævistarfi.
Öllu þessu var ég í sjálfu sér sammála, nema helst því síð-
asta, að hér væri um ævistarf að ræða, a.m.k. ekki í þrengsta
skilningi þess orðs. Lúðvík Kristjánsson hefur sjálfur lýst til-
drögunr þess að hann hóf söfnun heimilda um íslenska sjávar-
hætti og því starfi hélt hann áfram, uns lauk útgáfu ritverksins
árið 1986, eða í u.þ.b. hálfa öld. Sú vinna var þó fráleitt óslitin
og þótt víst megi kalla Islenzka sjávarhætti æviverk Lúðvíks,
fer því fjarri að þeir séu hið eina sem hann vann um ævina.
Sjávarhættirnir munu vafalaust halda nafni hans á lofti lengur
en önnur ritverk hans, sem þó eru sum hver engu síðri sem
fræðirit.
Ég ætla ekki að lýsa hér efni íslenzkra sjávarhátta, en lang-
ar þess í stað til að ræða lítillega í hverju gildi þeirra er eink-
um fólgið, og hvað það er, sem gerir þá svo sérstaka að ekki
finnist sambærileg verk í öðrum löndum. Islenzkir sjávarhætt-
ir eru einstakt safn af upplýsingum og fróðleik unr horfna at-
vinnu- og menningarhætti, ómissandi hverjum þeim sem
hyggst kynna sér sögu sjávarútvegs á Islandi á árabátaöld.
Verkið getur ekki talist sjávarútvegssaga í eiginlegum skiln-
ingi, en það hlýtur að verða grundvallarrit fyrir alla þá, sem
ætla að rannsaka þá sögu.
Annað atriði, sem jafnan hlýtur að vekja athygli og gerir
Sjávarhættina að vissu leyti sérstaka, en það er hve óhemju-
legt eljuverk þeir eru. Verkið byggist á áratugalangri rannsókn
ritheimilda, skjala ekki síður en prentaðs máls, og mun óhætt
að fullyrða, að við heimildakönnun sína hafi Lúðvík engum
steini látið óvelt.
Enn mikilsverðari er þó sennilega hin mikla söfnun munn-
legra heimilda, sem Lúðvík vann í tengslum við verkið, og
það er ekki síst hún sem gerir það einstakt. Heimildamenn
hans urðu alls 374, tveir hinir elstu fæddir fyrir 1850, og