Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 5
=NÝ DÖGUN =
„7 eða 8 ára gamall var
hann fenginn til að sýna föt
á tískusýningum og í bœk-
lingum ogfannst bara
gaman, “ segir Elísabet
móðir Friðþjófs. Myndin er
af Friðþjófi úr einuni
slíkum auglýsingabæklingi.
í manninn minn aftur. Og loks
tókst mér að ná sambandi við
Sverri og við drifum okkur saman
niður í Elliðaárdalinn, sem var
tiltölulega skammt frá heimili
okkar og einnig vinnustað Sverris.
Leið okkar lá niður að félags-
heimili Rafveitunnar og við urð-
um þess strax vör að eitthvað mik-
ið var að. Þarna var krökkt af
fólki. Menn voru úti í ánni með
stikur, lögreglu- og sjúkrabílar til
staðar og þyrlan að koma fljúg-
andi að. Eg áttaði mig samt engan
veginn á hvað um vœri að vera.
Sennilega hefur afneitunin orðið
svona afgerandi og algjör, þó al-
veg ómeðvitað. Rétt í því komu
Steinunn systir mín og Sverrir Þór
aðvífandi, gjörsamlega niðurbrot-
in. Sverrir hljóp út í ánna og vildi
vitanlega taka þátt í leitinni. En
það var ekki vel séð og hann beð-
inn að fara til baka. Lengi vel
hlupum vtö ýmist upp eða niður
með ánni. Eg geri mér ekki grein
fyrir hversu lengi.
ANGIST OG
ÖRVINGLAN
Ég var enn ekki farin að átta
mig fyllilega á því hvað í raun
vœri um að vera og spurði sjálfa
mig í sífellu: „Hvað er eiginlega
að gerast hérna?“ Allt í einu vék
sér að mér lœknir, sem var þarna á
staðnum og sagði við mig: „Það er
best að ég sprauti þig.“ Ég spurði
hvers vegna. „Ertu ekki móðir
barnsins sem er verið að leita að?“
Ég svaraði um hœl að ég vildi
enga sprautu. Enda taldi ég mig
ekki þurfa á neinu slíku að halda.
Fólk hafði drifið að og var farið
að koma sér fyrir á bökkunum sitt
hvorum megin við ána til að fylgj-
ast með gangi mála. Það hafði
tekið eftir því að lögregla, sjúkra-
lið og leitarflokkar voru að störf-
um og hópaðist að. Og það var al-
veg sama þótt lögreglan bœði fólk
ítrekað um að hverfa af þessum
vettvangi, þar sem leit stœði yfir,
það haggðist ekki. Það einfaldlega
sat þarna í blíðviðrinu, jafnvel
5