Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 30

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 30
 =NÝ DÖGUN = 15. febrúar 1989, skírnardagur, Eyrúnar Hörpu. Hin unga ekkja, Ingibjörg, með bömin tvö aðeins rúmum þremur múnuðum eftir fráfall eiginmannsins. upp úr þessu. Ég fékk vinnu við grunnskóla hér í Reykjavík strax haustið eftir að ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum vorið 1992, þótt á þeim tíma hafi það verið mjög erfitt fyrir nútútskrifaðan kennara að fá starf í Reykjavík. Ég hóf þá að kenna sex ára börnum og er enn við störf í þessum sama skóla. Ég var áfram í Nýrri dögun, eftir að ég sættist við sjálfa mig og umhverfi mitt. Eftir að líf mitt fór að komast í fastari skorður og ég varð sáttari við hlutskipti mitt, þá 1—IWII—— vini mína sem hjálpuðu mér í Nýrri dögun - vil ekki að þau hverfi al- gjörlega. Við höfum deilt svo mörgu í okkar samskiptum, að þau tengsl verða ævinlega til staðar, þótt þörfin fyrir að hittast vikulega og ræða okkar sameiginlegu erfiðu reynslu sé ekki lengur fyrir hendi. ANNAÐ VERÐMÆTAMAT Börnin mín sakna pabba síns. Sumir segja að það sé skrýtið að Pað eru átta og hálft ár frá því Eyjólfur kvaddi þetta líf. Þegar ég lít til baka, þá hygg ég að ég hafi verið í sífelldri leit að sjálfri mér þennan tíma. Fann mig ekki. Var einhvern veginn alltaf að bíða eftir því að ég yrði aftur „gamla“ ég. En nú veit ég að ég verð aldrei aftur söm. Ég er orðin önnur manneskja. Hef þroskast og elst; er alvörugefn- ari, verðmætamatið allt annað en áður. Einbýlishús, peningar, bílar, sem velflestir hugsa um þegar þeir komast í fullorðinna manna tölu, skipta mig engu máli lengur. Ég vil auðvitað öryggi og skjól fyrir mig og fjölskylduna, en efnisleg verð- mæti umfram það eru ekki megin- atriði í mínum huga. í dag er ég í sambúð með góðum manni, Thor Olafi Hallgrímssyni. Við kynntumst fyrir þremur árum. Það voru talsverð viðbrigði fyrir mig. Ég hafði vanist því að vera ekkja með mín tvö börn og klára að langmestu leyti mín mál sjálf innan sem utan heimilis. En ég kann því vel að fá þessa daglegu hjálp, njóta ástúðar frá manni. Og börnunum semur vel við Thor. Við höfum líka eignast yndislegt barn saman, hann Thor Andra, sem verður eins árs núna í maí. LIFIÐ ALDREI AFTUR EINS kom að því að ég gat farið að gefa meira af sjálfri mér en áður - verið stuðningur öðru fólki. Gat orðið hlustað og skilið og komið á fram- færi minni reynslu til hjálpar öðr- um. Var sjálfboðaliði í “opnum húsum”og tók á móti syrgjendum og öðrum þeim er þangað leituðu. En það var með það eins og allt annað; sá tími kom að ég gat ekki meir, ég varð að fá fjarlægð og hvíld frá því líka. Ég hafði notið hjálpar, hafði getað veitt hjálp, en þarna var ég komin að enn öðrum tímapunkti. Lífið þróaðist áfram- ég var loksins farin að sjá “venju- lega” framtíð í mínu lífi. Það voru hamingja, gleði, hlátur og tilhlökk- un í þessu lífi. Enn og aftur var komið að kaflaskiptum. Ég held samt alltaf tengslum við sakna einhvers sem maður hefur aldrei kynnst. Og börnin mín kynntust aldrei pabba sínum. Jó- hann var svo lítill að hann man ekki eftir honum og Eyrún Harpa var ekki fædd, þegar Eyjólfur féll frá. Ég held hins vegar að söknuður þeirra sé ef til vill meiri vegna þess að þau fengu aldrei að kynnast honum. Þau eiga engar minningar, aðrar en þær sem ég og afar þeirra og ömmur og önnur skyldmenni hafa lýst fyrir þeim. En þau spyrja annað slagið um atvik í fortíðinni sem tengjast föður þeirra. Eyrún Harpa grætur stundum vegna þessa og Jóhann gerði það líka. Þau hafa farið á mis við svo margt með því að þekkja aldrei föður sinn. Og fá aldrei tækifæri til þess. Ekki þá, ekki nú og ekki í allri framtíð. Eyjólfur heitinn á alltaf stað í mínu hjarta. Ég á orðastað við hann í bænum mínum og bið hann að líta eftir og gæta barna okkar. Samband mitt við föður hans og móður, Þór Jóhannsson og Elínu Eyfells, er og hefur alltaf verið ná- ið. Þau eru hreint yndislegt fólk og ævinlega reynst mér vel. Þau hafa líka tekið núverandi maka mínum með opnum örmum og samfögn- uðu okkur hjartanlega þegar barn- ið okkar fæddist. Það er erfitt að ráðleggja fólki sem missir maka sinn. Þetta er sárt og ekkert kemur í veg fyrir þann sársauka. Þeir dagar komu að mig langaði ekki að lifa lengur. En þrátt fyrir allt og allt þá rennur upp sá dagur, að þú áttar þig á því, að það er hægt að lifa með sorginni. Lífið verður aldrei aftur eins - en það verður hins vegar aftur hamingju- ríkt og þess virði að lifa því. t 30

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.