Ný Dögun - 01.11.1997, Side 23

Ný Dögun - 01.11.1997, Side 23
=NÝ DÖGUN = Eða er sorgin eins og sjúkdómar, sem hægt er að vinna á með lyfjum og læknishjálp eftir langan eða skamman tíma? Eða er jafnvel hægt að grípa til fyrir- byggjandi aðgerða gagnvart sorginni, eins og gert er varðandi ýmsa sjúk- dóma, svo sem með því að sprauta bakteríunni í líkamann í mátulegum skömmtum og gera hann þannig ónæman fyrir viðkomandi sjúkdómi, sbr. berklasprautur ? Eða er sorgin ef til vill eins og ólæknandi sjúkdómur, sem þú getur lifað með um langt, langt árabil; haft af honum ama, en þrátt fyrir það tekið allvirkan þátt í hinu daglega lífi? Eða er sorgin eins og það að lamast neðan mittis, missa sjón eða heyrn; eins og líkamleg fötlun af einum eða öðrum toga, en þó fyrst og síðast á hinu andlega sviði? Eða er sorgin eins og hluti af því öllu, sem að ofan greinir? Eða allt í senn? Eða er sorgin bara engu öðru lík? Þessar spurningar og þúsundir ann- arra hafa leitað á mannkynið frá örófi alda - og svörin eru um margt jafn- óljós og margþætt nú sem og fyrr á tímum. Og menn hafa líka velt eftir- farandi fyrir sér: Ef sorg og söknuður eru eðlilegt hugarástand við tilteknar kringumstæður, þá er spurt hvort, hvenær, hvernig og hvers vegna getur sorgin þá orðið óeðlegur þáttur í lífi einstaklinga. Já, spurningarnar eru óteljandi. - Og svörin líka. En fræðimenn hafa eftir yfir- gripsmiklar rannsóknir komist að þeirri einföldu niðurstöðu, að von- laust sé með afmörkuðum, og skil- greindum hætti að greina nákvæm- lega sorgarhugtakið - hvort heldur nálgunin er frá læknisfræðilegu, sál- fræðilegu eða félagsfræðilegu sjónar- miði. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að sorgin í hinni margbreytilegu mynd, hittir fólk afskaplega misjafnlega fyrir. Fólk er misjafnlega í stakk búið að bregðast við sorginni og vinna úr henni. Fólk hefur mismunandi við- mið, þegar líkamlegt og andlegt at- gervi þess sjálfs er annars vegar. Sumum finnst sorgin eðlilegur þáttur sálarlífsins, óhjákvæmilegur fylgi- fiskur, á sama tíma og öðrum finnst sorgin óeðlilega hamlandi og sár þáttur hins andlega hugarheims. Öll eigum við það sameiginlegt, að einhvern tímann á ævinni, stundum oft, knýr sorgin dyra. Orsakirnar geta verið ýmsar, en tengjast þó í flestum tilvikum upplifun sem meðal annars bera með sér eftirfarandi hugtök, eitt eða fleiri: eftirsjá, minningar, von- brigði, söknuð, sektarkennd, reiði, trú eða trúleysi, biturð, sjokk, grát, slen, og svo framvegis. Sorgin á sér engin landamæri - jafn- vel ekkert upphaf og sannarlega eng- an skýran og skilgreindan endi. Sumir hafa þó reynt að skilgreina sorgarferlið í þrjú tímabil, eða þrjú stig, þar sem hvert tekur við af öðru. Og sagt þá meðal annars: Tímabil áfalls; reiði og afneitun. Annað stig, eða millistig, þar sem sterk líkamleg og andleg vanlíðan er til staðar og viðkomandi er félagslega einangraður. Að síðustu, þróun end- urreisnar til fyrra ástands (fyrir áfall). Skal nú nánar gerð grein fyrir þess- um þremur stigum eins og sumir fræðimenn hafa skilgreint þau. Tímabil áfalls; reiði og afneitun: Þetta fyrsta tímabil getur varað frá nokkrum klukkustundum til nokk- urra vikna, eftir einstaklingum, þar sem vantrú og afneitun á ýmsum stig- um eru áberandi. Viðkomandi er dof- inn; rétt eins og lamaður og getur ekki með nokkru móti trúað því að fréttin um dauða náins vinar og/eða ættingja sé rétt og sönn. Trúarlegar athafnir (bænir, prestur, sálusorgari, umræður) eða sorgarathafnir (í einrúmi eða með skyldmennum) eru efst á baugi á þessu fyrsta stigi sorgarinnar. En fræðimenn vilja líka skilja þetta tíma- bil í tvennt: Fyrst komi hin alfyrstu viðbrögð dofa og afneitunar, en síðan fylgi mótmæli, þráin eftir þeim látna (yearning) og harmur. Annað stig, eða millistig, þar seni sterk líkamleg og andleg vanlíðan er til staðar og viðkomandi er félagslega einangraður: Þetta annað stig fyrsta áfalls ein- kennist af því, að viðkomandi viður- kennir staðreyndir; vitsmunalega eða rökrænt og einnig tilfinningalega. Til- finningalegar sveiflur eru miklar og tíðar og líkamleg vanlíðan oft mikil. Svefnleysi gerir vart við sig, grátköst eru tíð og þessu ástandi fylgir félags- leg einangrun og hugur viðkomandi er eingöngu bundinn hinurn látna, minningar rifjaðar upp og samskipti þótt sársauki fylgi slíkri upprifjun. Öll hugarorkan fer í uppgjör og endurli- fun samskipta við þann látna, jafnt góðar minningar og erfiðari. Sektar- kennd og eftirsjá vegna atburða sem gerðust eða gerðust ekki í samskipt- um viðkomandi og þess látna, eru ofarlega á baugi. Oft tekur viðkom- andi einstaklingur upp hætti og venjur þess sem látinn er til að samsama sig enn frekar þeim tíma sem var fyrir lát hans og til að tengjast honum nánari böndum; og einnig til að tryggja varanlegan sess hans í umhverfinu. Þróun endurreisnar til fyrra ástands: Hin sára og þunga sorg með alvar- legri andlegri og líkamlegri vanlíðan getur varað mánuðum saman, en smám saman tekur við hugarástand þar sem viðkomandi telur sjálfan sig færan til að takast á við hið daglega líf. Á þessu tímabili endurreisnarinn- ar, glöggvar hinn sorgmæddi sig á því hversu missirinn var mikill og fær nokkra yfirsýn yfir þann tíma sem liðinn er frá því að áfallið varð og getur loks látið sig varða atburði sem eiga sér stað í umhverfinu, fer að fylgjast með gangi mála og verður fél- agslega virkari. Minningar, eftirsjá og einmanaleiki er nú snar þáttur í lífi einstaklingsins, en hann er farinn að átta sig á því og viðurkenna, að hinn látni er ekki lengur til staðar. Á þessu stigi áttar viðkomandi sig á því, að lífið heldur áfram, hann viðurkennir þá staðreynd að hinn látni er farinn, hann endurnýjar fyrri kynni við ánægju og gleði og á tiltölulega eðli- leg samskipti við þá sem honum þykir vænt um. Þessar skilgreiningar hér að ofan eru að sönnu mjög samandregnar og einfaldaðar. Vafalaust finna margir samsvörun í þeim og eigin reynslu, en aðrir kunna að hafa allt aðra sögu að segja. Þetta er aðeins ein nálgun af mörgum. 23

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.