Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 13
boðaliða að hafa svokallaða hand-
leiðara sem þeir geta leitað reglu-
lega til og talað um það sem þeir
hafa upplifað í samtölum sínum við
syrgjendur. Við höfum brennt okk-
ur á því í gegnum tíðina að hunsa
þessa nauðsyn sem handleiðarar
eru. Sjálfboðaliðar hafa bókstaf-
lega „brunnið út“ og gefist upp á
að starfa með okkur, því reyndin er
sú að þetta er ákaflega krefjandi og
beinlínis hœttulegt að starfa lengi
að þessum málum án handleiðslu.
Nú höfum við ráðið sálfrœðing til
samtakanna sem sér um þennan
þátt og eru sjálfboðaliðar skyldaðir
til að leita til hans.
GAGNLEG TJÁSKIPTI
Ég hef stundum orðið vör við
það að fólk heldur að þeir syrgj-
endur sem til okkar leita séu að
velta sér upp úr sorginni. En þetta
er auðvitað þekkingarleysi. A „opn-
um húsum“ eru syrgjendur að tala
um sinn missi, undir fjögur augu eða
fleiri. Því rœður hver og einn. Eeir
koma til að öðlast skilning á eigin
tilfinningum og að vinna með sorg
sína. Engar kvaðir fylgja því að
koma til okkar. Ekkert nafnakall
eða þvíumlíkt. Það er mikil áhersla
lögð á að fólk haldi algeran trúnað.
Við tölum aldrei um fólk með nafni
fyrir utan samtökin. Slíkt yrði litið
mjög alvarlegum augum. Við sjálf-
boðaliðarnir miðlum gjarnan af
okkar reynslu, því öll höfum við
misst. En ég hallast að því að fyrst
og fremst séum við hlustendur og
auðvitað betri hlustendur en þeir
sem ekki hafa reynsluna. Eftir ein-
hverjar vikur eða mánuði (einstak-
lingsbundið) geta syrgjendur smátt
og smátt farið að tala um annað en
missinn og þá finnum við að vel
hefur miðað. Og það að fylgja
Olga Snorradóttir segir að
eitt árið hafi komur á
„opin hús(( samtakanna
verið um tvö þúsund
talsins. Það undirstrikar
m.a. mikilvœgi Nýrrar
dögunar fyrir syrgjendur.
Ævinlega er einnig þörf
fyrir fleiri sjúlfboðaliða
sem leggja syrgjendum lið.