Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 3

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 3
=NÝ DÖGUN = HUGLEIÐING eftir Sigfinn Þorleifsson sjúkrahúsprest Áratugur er ekki langur tími á mælikvarða sögunnar. Þó vitum við að meira og fleira getur gerst á því skeiði hverfullra stunda, sem skemmra telur. Á einu andartaki kann allt að breytast og verða með allt öðrum hætti en áður var. Þetta á sérstaklega við, þegar litið er til þess, sem liggur nærri í lífi hvers og eins. Á góðum og glöðum stundum stendur allt kjurt um augnabliks- sakir og við finnum hve lífið getur verið gjöfult og óumræðilega dýrmætt. Þetta finnum við einnig þótt með öðrum hætti sé, þegar mest er misst. Þá verður flestum meira en full- ljóst, hvað það er sem skiptir öllu máli. Þetta orðum við stundum með því að benda á skyldleika gleðinnar og sorg- arinnar. Við segjum raunar að þar fari tvær systur svo ná- komnar að þær tilfinningar, sem hrærast í brjósti allra þeirra er öðlast og missa. Síðar á þessu ári fögnum við tímamótum. í desember verða liðin tíu ár frá því að gengið var formlega frá stofn- un samtaka um sorg og sorg- arviðbrögð. Áður hafði bjarm- að fyrir dögun samtakanna, tilurð þeirra átti sér nokkurn aðdraganda eins og alltaf er. Það má til sanns- vegar færa að samtökin hafi fæðst af skauti þeirrar nætur, sem nokkur hópur syrgjenda hafði áður kynnst af eigin raun. Til að greiða sér för í gegnum þessa erfiðu reynslu hafði þessi hópur um líma notið leið- sagnar á vegi sorgarinnar hjá Páli Eiríkssyni lækni. Það er dæmigert fyrir eðli og inntak þessa starfs, þar sem syrgjendur vinna að úrlausn eigin sorgar, að það voru þeir sem sjálfir höfðu reynt, sem blésu til upphafsins með elju sinni og áhuga. Styrkur samtakanna er ótvírætt mestur vegna þess að þau byggja á kröftum sjálfshjálparinnar. Samtal og samvera þeirra, sem eru reynsl- unni ríkari felur í sér mikla vaxtar- möguleika. Á þeim vettvangi geta góðir hlutir gerst og þar er mikil- vægt að þekkingin dýpki skilning- inn svo syrgjandinn fái nauðsynlega viðurkenningu á erfiðri líðan. Fræðin eru góð og gild, en ein og sér duga þau harla skammt. Það er mikilvægt að flétta saman eigin reynslu og fræðilega þekkingu á eðli sorgarinnar. í því sambandi kemur mér í hug boðskapur föst- unnar, sem er nýverið að baki. Það segir í spádómsorði um harmkvæla- manninn Krist: Fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Með öðrum orðum: Sár græða sár. Þetta sjáum við gerast, þegar syrgjendur deila reynslu sinni hver með öðrurn. Þar getur einn orðið öðrum styrkur og við það að vera öðrum einhvers virði þá eflist sá sem gefur af sér. Því sár græða sár. Hitt vitum við jafnframt, að þekking og fræðsla um meðferð þessara sára er að sjálfsögðu ákaflega mikilvæg. Þó varðar mestu hver það er sem legg- ur mýkjandi smyrsl á sárin, að hann þekki og skilji og eigi næmi og nær- færni. Það er áreiðanlega víst, að væri ekki þetta hreyfiafl sjálfshjálpar- innar, sem áður hefur verið nefnt, stöðugt til staðar þá værum við ekki að horfa um öxl yfir nær tíu ára sögu. Samt er það nú svo, að kraftinn þarf að beisla. Við þurfum skipulag, sem heldur utan um starf- ið og sér til þess, að stöðug endur- nýjun eigi sér stað. Sá sem leitar styrks fyrir sjálfan sig með því að gefa af sjálfum sér og deila reynslu sinni með öðrum hann gerir þetta yfir- leitt tímabundið á þessum vettvangi með það í huga að ljúka ákveðnum hlutum. Það er sama lögmál og gildir í boðhlaupi, ef einn á að hlaupa allan sprettinn þá örmagnast hann fljótt. Við þurfum með öðrum orðum að láta keflið ganga til þess að settu marki verði náð. Að fenginni reynslu þá er það mat mitt að brýnasta verkefni Nýrrar dögunar við upphaf nýs áratugar sé að huga að þeim, sem leiða starfið og eru öðrum til stuðnings. Óvarið ljós brennur hratt og lýsir stutt rétt eins og ofvarið ljós lýsir skammt. Til að geta lýst sjálfum sér og öðr- um , þá megum við ekki ofgera eig- in kröftum. Og við megum ekki vanrækja ljósmetið. Ég á enga betri ósk til handa ljósberum Nýrrar dögunar, en að starfið megi bera birtu inní líf þeirra, sem syrgja og sakna. Megi Guð gefa Ijósið og vöxtinn. Sigfinnur Þorleifsson er sjúkra- húsprestur á Borgarspítalanum og er fyrrum formaöur Nýrrar dögunar. 3

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.