Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 19
=NÝ DÖGUN ==
flHJvenær veldur
fréttaflutningur
sársauka?
- ERINDI JÓNU DÓRU KARLSDÓTTUR, NÝRRI DÖGUN, Á RÁÐSTEFNU UM
FRÉTTAFLUTNING FJÖLMIÐLA AF HARMRÆNUM ATBURÐUM.
Hlutur fjölmiðla þegar kemur að frásögnum varðandi slys og náttúruhamfarir er nijög
veigamikill. Ábyrgð þeirra er stór. Hlutverk þeirra er að flytja fréttir og segja rétt og satt frá
staðreyndum, miðla upplýsingum sem að gagni kunna að koma fyrir þann sem móttekur.
Ósköp virðist þetta allt einfalt og sjálfsagt, þegar hlutverki fjölmiðla er lýst þessum almennu
orðum. En þegar að framkvœmdinni kemur er margt að athuga og ýmislegt sem gaumgœfa þarf.
Hvað er rétt og hvað er rangt? Eru heimildamenn tráverðugir? Hvað er frétt og hvað er ekkifrétt?
Hver úrskurðar um það? Er almenna reglan sú að hvaðeina sem fjölmiðlar telja að fréttaþyrstir
neytendur vilja lesa, sjá og heyra, eigi að koma áframfœri við þá? Eða eru einhverjar skorður? Og
hver setur þœr og eftir hvaða reglum? Hvenœr er frétt frétt og hvenœr er hún ekkifrétt?
MYND- OG NAFNBIRTING
Ljóst er að íslenskir fjölmiðlar
hafa þá meginrelgu að hnýsast al-
mennt ekki í einkalíf fólks, nema
að fengnu samþykki þess. Gula
pressan víða úti í heimi hirðir ekk-
ert um slíkar siðareglur og er ekk-
ert heilagt í þessum efnum. Parna
skilur á milli hinna svokölluðu
ábyrgu fjölmiðla og hinna sem
segja einfaldlega; selji það blaðið
þá er rétt að greina frá því, hvort
heldur umrædd frásögn kunni að
vera sönn eða login.
En vissulega eru þarna grá svæði.
Ákveðnir málaflokkar og tilvik,
sem eru háð mati hverju sinni.
Öll þekkjum við til að mynda um-
ræðuna sem átt hefur sér stað varð-
andi mynd- og nafnbirtingar af
meintum sakamönnum. Megin-
reglan hefur verið sú af hálfu ís-
lenskra fjölmiðla að fara mjög var-
lega í þeim efnum - ekki eingöngu
með hliðsjón af viðkomandi ein-
staklingi, hinum meinta sakaman-
ni, heldur og ekki síður af tillitsse-
mi við ættingja hans og vini, þá sem
alsaklausir eru.
Nákvæmlega sama á við þegar
komið er að viðkvæmum frásögn-
um af slysum og náttúruhamförum.
Þar eru það ekki síst þeir sem nærri
standa, eru í nánum skyldleika við
hinn slasaða eða látna, sem þörf er
á að vernda.
HVORT VEGUR RYNGRA?
Og þá kemur í raun að hinni
stóru spurningu: Hvort vegur
þyngra í hugum fréttamanna, sam-
keppnin um að segja fréttirnar eins
nákvæmlega og eins fljótt og nokk-
ur kostur er til að metta frétta-
þyrstan almenning eða hitt að laga
sig að ákaflega erfiðum aðstæðum
þess fólks sem um sárt á að binda,
aðstandendum þeirra slösuðu og
látnu. Þarna, enn og aftur, þarf að
hafa kalt höfuð og heitt hjarta,
kalda skynsemi að leiðarljósi en
jafnframt samúð og kærleika með í
för.
Ég sagði áðan að fjölmiðlun er-
lendis, t.d. í Bretlandi og Banda-
ríkjunum væri sumpart mjög misk-
unnarlaus og gróðafíknin öllu öðru
yfirsterkari. Því er það að mann-
legar tilfinningar og samúð með
einstaklingum er oft víðs fjarri.
Svoleiðis fjölmiðlun viljum við
ekki sjá hérlendis. Ekki síður er
nauðsynlegt að hafa aðgát í nær-
veru sálar hér á landi vegna smæð-
ar okkar þjóðfélags. Við erum
aðeins um 270 þúsund manns sem
byggjum þetta land, eins og smá-
þorp úti í hinum stóra heimi. Hér
þekkja allir alla og návígið mikið.
Það er að mínu áliti enn frekari
undirstrikun þess, að fjölmiðlar
fari með gætni og varúð, þegar
kemur að viðkvæmum frásögnum
er lúta að lífi og dauða fólks.
Það er til dæmis mörgum í minni
þegar hörmulegt slys varð í Banda-
ríkjunum fyrir nokkrum árum þeg-
ar farþegaflugvél brotlenti á ísi
lagðri á í miðri stórborg. Banda-
rísku sjónvarpsstöðvarnar voru
með beinar útsendingar af björg-
unaraðgerðum og í miðri útsend-
ingu háði margt fólk sitt dauðastríð
og varð undan að láta. Vilja íslend-
ingar slíka fjölmiðlun inn í stofu til
sín, þar sem meðbræður þeirra,
jafnvel ættingjar og vinir, sem
19