Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 21

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 21
=NÝ DÖGUN = mátti vera að vonlaust var að ná til allra aðstandenda á þeim stutta tíma og tilkynna þeim lát ungu stúlkunnar. Raunar var það tilvilj- un ein að náðist í móður stúlkunn- ar fyrir útgáfu blaðsins. Ekki þarf að fjölyrða um það, að allir sem þekktu vel til stúlkunnar þekktu einnig bifreið hennar, sem var af sjaldgæfri tegund. Mynd af bifreið- inni jafngilti þannig nafnbirtingu gagnvart þeim sem næst stúlkunni stóðu. Ónefnd útvarpsstöð var sl. sumar með beina og nákvæma lýsingu af slysstað, þar sem flutningabíll, stór og mikill með ýmsum sérkennum, var í „aðalhlutverki“. Þeir nánustu aðstandendur bílstjórans sem lögðu við hlustir velktust ekki í vafa eitt andartak hver þarna var á ferð. Ekki var á þeirri stundu vitað um afdrif bílstjórans. Óþarft er að fjölyrða um slysið á Suðurlandsvegi, þar sem báðar sjónvarpsstöðvarnar urðu sekar um vítavert dómgreindarleysi og fljótræði, þegar þær birtu myndir og frásögn rúmri klukkstundu eftir slysið. Blaðaskrif sem í kjölfarið hafa farið um þann atburð segja þá sögu alla. Mörg önnur dæmi er unnt að nefna, þar sem betur mátti standa að verki. Ég vil skjóta því að að margoft hafa skjólstæðingar okkar hjá Nýrri dögun sem orðið hafa fórn- arlömb ámóta fréttaflutnings velt fyrir sér rétti sínum gagnvart við- komandi fjölmiðlum. Meginatriðið er hins vega að al- mennar verklagsreglur gildi um þessi mál, þannig að koma rnegi í veg fyrir “slys” af þessu tagi í um- fjöllun fjölmiðla. ER GAGN í SIÐAREGLUM? Siðareglur Blaðamannafélagsins og tveggja ljósvakamiðla eru skref í rétta átt í þessum efnum. Hins vegar þarf að samræma þær og gera skýrari á ýmsa lund. Ég get t.d. ekki neitað því að svokallaðar siðareglur Stöðvar 2 finnst mér býsna rýrar í roðinu, þegar kemur einmitt að þeim þætti sem við ræðum hér, frásagnir af slysum og harmrænum atburðum. Fjölmiðlafólk er breyskt og gerir sín mistök eins og öll mannanna börn. Sennilega komum við aldrei í veg fyrir „slys“ í fréttaflutningi - þar sem sagt er meira en góðu hófi gegnir og of fljótt. Þeim „slysum“ í fréttaflutningi eigum við að reyna að fækka eins og öðrum slysum. Við reynum að forðast umferðar- slys með yfirbyggjandi aðgerðum, með fræðslustarfsemi, með ákveðn- um umferðarreglum. Ég velti því upp hvort ekki sé hægt að fækka óhöppum í fréttaflutningi, sem oft verða til undir tímapressu með svipuðum aðferðum. Nefnilega með því að aðilar sem nærri koma ræði málin til hlítar, lögregla, hjálp- arsveitir, samtök syrgjenda og svo aftur fjölmiðlamenn og gaumgæfi einnig hvort einhverjum skynsam- legum, skrifuðum leikreglum er ekki hægt að koma við í umgengni fjölmiðla í fréttaflutningi af harm- rænum atburðum. Svona svipað og almennar umferðarreglur. Ég er alls ekki að leggja til að frelsi fjöl- miðla verði skert heldur fyrst og fremst að höfða til ábyrgðar þeirra. Ég lít svo á, að þessi ráðstefna sé lóð á þær vogarskálar, að skiptast á skoðunum og viðhorfum til þess- ara viðkvæmu mála og það meðal annars sé skref í þá átt að skapa trúnað og traust milli þeirra sem um sárt eiga að binda og þeirra sem segja af því fréttir. Sennilegar verðum við aldrei á eitt sátt um leiðir í þessu sambandi, en það að ræða málin opinskátt og viðra við- horf og skoðanir, er mikilvægt skref. Þau þurfa að verða fleiri. Fjölmiðlar eru mikilvægir í okkar lýðræðisþjóðfélagi. Við verðum að geta treyst þeim. Við eigum ekki að hafa af þeim ótta og ekki líta þá óhýru auga. Ef fjölmiðlarnir bregð- ast trúnaðartrausli fólks, þá er lýð- ræðinu hætta búin. Spurt er: Særa fjölmiðlar aðstand- endur sem eiga um sárt að binda, þegar og ef þeir fjalla með óviður- kvæmilegum hætti um slys og af- drif fólks sem stendur þeim nærri? Svarið er afdráttarlaust já - og aft- ur já. Það er eins og að strá úr heil- um saltbauk í opið sár. EF RAÐ VÆRI ÉG! Að lokum þetta: Er það t.d. ekki gullin regla og góð, sem fjölmiðlafólk gæti tamið sér, þegar það fjallar um viðkvæm mál, að reyna að setja sig í spor þeirra sem eru hinum megin við borðið og eiga um sárt að binda. Jafnvel hugsa sem svo: Hvernig myndi ég skrifa þessa frétt, ef um væri að ræða náinn ættingja minn eða vin. - Myndi tónninn ekki breytast dálítið, myndi samúðin ekki aukast, yrði tillitssemin ekki örlítið meiri, væri kærleikurinn ekki hluti af fréttinni? Veltum þessu fyrir okkur. 21

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.