Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 27

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 27
=NÝ DÖGUN = Hér má sjá síðustu myndina af þeim feðgum, Eyjólfi og Jóhanni, áður en kallið kom. Éyjólfur var aðeins 27 ára gamall, þegar hann féll frá. upp símanúmerið okkar heima, en ekki á heimili foreldra minna. Þeg- ar ég svo hringdi um morguninn og spurði um ástandið, þá var mér sagt að Eyjólfur hefði verið fluttur á gjörgæsludeild og væri haldið sof- andi. Ég fór auðvitað rakleiðs upp á spítala og sat hjá honum. Þá var mér sagt að nú stefndi í endalokin. Eyjólfur dó rétt fyrir hádegi dag- inn eftir, þann 4. nóvember, án þess að komast til meðvitundar. Ég var með Eyjólfi þegar hann skildi við. Pabbi minn var hjá mér og veitti mér mikinn styrk. Þótt ég skynjaði og mér hefði verið sagt að hverju stefndi, þá dró það ekki úr undruninni og áfallinu þegar ég átt- aði mig á því að Eyjólfur var farinn. Ég man eftir því að gjörgæslu- læknirinn, sem þarna var viðstadd- ur andlátið, talaði aldrei við mig. Hann talaði til mín í gegnum hjúkr- unarfræðinginn. Sagði við hann. „Viltu gjöra svo vel að biðja hana (mig) að fara fram fyrir meðan við göngum frá honum, viltu gjöra svo vel að segja henni...“ Og læknirinn rétti mér ekki einu sinni höndina, þegar allt var yfirstaðið. Það voru engin bein samskipti rnilli okkar. Þetta þótti mér óþægilegt og ákaf- lega undarlegt. Á hinn bóginn er ég þakklát fyrir það hvernig frá málum var gengið í framhaldinu, því nokkrum mínút- um síðar átti ég þess kost að eiga mína stund með honum í einrúmi. Þá var búið að fjarlægja tæki og tól, en setja upp kertaljós og sálmabók á borð. Þetta var erfið stund, en samt stundarkorn sem ég hefði ekki viljað vera án. Ég man eftir því að ég bað hjúkrunarfólkið um að bíða eftir foreldrum Eyjólfs, Elínu Eyfells og Þór Jóhannssyni. Ég vildi að þau gætu kvatt hann við þessar aðstæður. Það gekk eftir. Það eru aftur á móti sum smá- atriði sem betur mega fara á sjúkra- húsum við þessar aðstæður. Éitt er það sem fór illa í mig, og það var þegar mér var réttur svartur rusla- poki með fötununr hans og per- sónulegum munum, sem hann hafði haft þegar hann korn á sjúkrahúsið. Mér fannst þetta svo kalt - rusla- poki. Bara það eitt að búa með hlý- legri hætti urn þessa muni getur skipt máli. Sannleikurinn er sá, að þegar fólk er eins og opin und til- finningalega, þá skipta smáatriðin ekki síður máli. Og festast í hugan- um. ÓVISSUNIMI LOKIÐ Þessi dagur var erfiður. Ég var dofin, en þó ekki svo að ég gerði ekki nauðsynlega hluti. Ég hringdi í vinnuna og sagði frá því sem gerst hafði og hóf síðan strax undirbún- ing að jarðarförinni. Mér fannst að ég yrði að gera þetta allt sjálf. Og gerði það. Vildi líka ganga frá hlut- óttinn var ávallt til staðar - ef ekki efst í huga, þá í undirmeðvitund. Ég minnist þess, þegar ég kom heim til pabba og mömmu af sjúkrahúsinu, þar sem ég dvaldi síð- an næstu vikurnar, að strákurinn okkar hann Jóhann, sem þá var var eins og hálfs árs gamall og dálítið fyrirferðarmikill, kom til mín ofur rólega og tók utan unr mig orða- laust, en lét mig síðan í friði allan þann dag. Það var mjög óvenjulegt, en það var ljóst að hann skynjaði hlutina þótt ungur væri. unum strax. Óvissunni var lokið. Hversu sár sem missirinn var, þá var þetta niðurstaða. Óneitanlega hafði það verið þannig, að óvissan og kvíðinn voru nagandi og slít- andi. Allt þetta ár, sem við vonuðum að allt gengi upp, vorum við eins og hengd upp á þráð - Ég á ekkert nema þakklæti í hug- anurn yfir þá hjálp og samúð, sem ég fann frá mínum nánustu í kjölfar andlátsins. Foreldrar mínir, Jóhann Eyjólfsson málarameistari og Sig- ríður Ásgeirsdóttir húsmóðir, voru mín stoð og stytta. Og fólk var al- mennt hlýlegt og nærgætið við mig.

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.