Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 24

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 24
=NÝ DÖGUN = TÍÐNI OG ORSAKIR SJÁLFSVÍGA í október síðastliðnum var gefin út skýrsla um tíðni og orsakir sjálfsvíga á Islandi. Skýrslan var tekin saman af nefnd sem stofnað var til samkvæmt þingsályktun frá Alþingi, en hún fól í sér að gerð yrði könnun á tíðni og orsökum sjálfs- víga og komið yrði með tillögur til úrbóta. Hjálmar Jónsson alþingismaður var flutningsmaður tillögunnar. Formaður nefndarinnar var Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri, en auk hennar áttu sæti í nefndinni sjö aðil- ar sem sérfróðir geta talist um málefnið og og önnur skyld. í skýrslunni er fjallað ítarlega um breytingar á tíðni sjálfs- víga, sjálfsvígshugleiðinga og sjálfsvígstilrauna á Islandi og gerður samanburður við önnur lönd. Skýrt er frá geð- rænum, sálrænum, félagsfræðilegum og líffræðilegum áhrifaþáttum sjálfsvíga og greint frá hugsanlegum úrræðum. I skýrslunni kemur m.a. fram: Hér landi hefur orðið fjölgun á sjálfsvígum hjá ungum karlmönnum á aldrinum 15-24 ára ef litið er til undan- farinna áratuga. Samkvæmt gögnum Hagstofu íslands voru 106 dauðsföll karla í þessum aldurshópi á árunum 1990- 1994. Af þeim voru 51 vegna slysa, 37 vegna sjálfsvíga og 18 vegna sjúkdóma. Af 37 sjálfsvígum á þessu fimm ára tímabili voru 23 á árunum 1990 -1991, en 14 tilvik dreifðust nokkuð jafnt hin þrjú árin. A sama tímabili létust 24 konur á aldrinum 15-24 ára. Af þeim létust þrjár vegna sjálfsvígs. Af þessu sést að hér er um mikinn kynjamun að ræða bæði hvað varðar heildarfj ölda dauðsfalla og orsakir þeirra. * Sjálfsvíg eru önnur algegnasta dánarorsök ungra karlmanna á aldrinum 15-24 ára hér á landi á þessu árabili eins og sjá má af ofangreindum tölum. Þessar tölur sýna einnig sveiflur í tíðni sjálfsvíga, en engar skýringar hafa fundist á reglubundnum sveiflum, sem hafa verið í tíðni sjálfsvíga hérlendis. * Fjölgun sjálfsvíga meðal ungs fólks hefur einnig átt sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Það varð til þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skoraði á þjóðir Evrópu að bregðast markvisst við þessum vanda svo að draga mætti úr tíðni sjálfsvíga hjá ungu fólki. í kjölfar þess hófust viðamiklar rannsóknir á sjálfsvígum og sjálfvígstilraunum víða í Evrópu. Á Islandi hefur orðið aukning á sjálfsvígum meðal kvenna á aldrinum 55-64 ára á síðari árum. Engar viðhlítandi skýringar eru á því hvers vegna svo er. * Á árunum 1950 -1994 hefur tíðni skráðra sjálfsvíga miðað við 100 þúsund íbúa aukist hér á landi. Þegar á heild- ina er litið eru skráð dauðsföll vegna sjálfsvíga fjórðungi fleiri en dauðsföll af völdum umferðarslysa. Samkvæmt gögnum Hagstofu íslands voru skráð 324 sjálfsvíg á árunum 1980-1990, en á sama tíma létust 247 einstaklingar af völdum umferðarslysa. * Af dauðsföllum karla voru á þessu tímabili 2,8% vegna sjálfsvíga og 0,1% allra dauðsfalla kvenna. Á árunum 1950-1990 voru skráð sjálfsvíg hér á landi 914 eða að meðaltali 22 sjálfsvíg á ári. * Þeir sern hafa gert sjálfsvígstilraun eru mun líklegri til að láta lífið síðar af völdum sjálfsvígs en aðrir. Ý í könnun sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála gerði árið 1992 í 9. og 10. bekk grunnskóla, eða meðal 14-16 ára unglinga á öllu landinu, kom í ljós að 6,1% þeirra sögðust einhvern tímann hafa gert sjálfsvígstilraun og 3,6% þeirra sögðust hafa gert sjálfsvígstilraun á síðustu tólf mánuðum áður en könnunin var gerð. Ý Skráningu sjálfsvígstilrauna er ábótavant. í ljósi þess að sjálfsvíg ungmenna einkum ungra karla á aldrinum 15-24 ára er alvarleg staðreynd hér á landi, telur nefndin brýnt að samhæfa þá starfsemi sem fram fer á mörgum sviðum og stofnunum þjóðfélagsins í forvörnum af ýmsu tagi. Bendir nefndin í því sambandi á að reynsla annarra þjóða hefur sýnt að skipulegar aðgerðir til varnar sjálfsvígum eru vænlegastar til árangurs. Hér á Iandi er nauðynlegt að snúast til varnar gegn sjálfsvígum ungs fólk, einkum karlmanna á aldrinum 15-24 ára. Telur nefndin m.a. mikilvægt að nálgast sjálfsvígsvandann í tengslum við almennar forvarnir ekki síst forvarnir í fíkniefna- og áfengisneyslu, þar sem skýr tengsl eru á milli þeirra þátta og sjálfsvíga. Tímarit Nýrrar dögunar vill benda á, að þeir sem óska eftir nánari upplýsingum geta fengið skýrsluna í heild sinni í hendur. Nokkur eintök er að finna á skrifstofu Nýrrar dögunar, en einnig er unnt að fá skýrsluna afhenta í mennta- málaráðuneytinu. 24

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.