Ný Dögun - 01.11.1997, Page 6

Ný Dögun - 01.11.1997, Page 6
=NÝ DÖGUN = Á fermingardegi Ingvars, elsta bróðurins, vorið 1984. Auk þeirra brœðra, Ingvars, Friðþjófs Inga og Sverris Þórs, er Harpa frœnka þeirra með á myndinni. Fiffó lést fjórum mánuðum síðar. með börnin sín, fylgdist með leit- inni og angist okkar aðstandenda, eins og það vœri að horfa á spenn- andi íþróttakappleik. Ég man að þetta fór illa í mig. Satt að segja hef ég aldrei skilið þessa knýjandi þörf hjá fólki að hópast að vettvangi slysa og hörmulegra atburða að- eins til að seðja forvitnina. Allt öðru máli gegnir vitanlega um þá sem koma til skjalanna til að veita fyrstu hjálp. Það varð hreinlega umferðar- öngþveiti á svœðinu. Nœrliggjandi götur tepptust, þar á meðal Elliða- árbrúin, en þar stoppaði fólk og fór úr bílum sínum til að missa nú ekki af neinu. Og þegar leitin hafði staðið all- nokkurn tíma kom lögreglumaður til okkar og sagði: „Af hverju farið þið ekki heim? Hér getið þið ekk- ert gert. Og kannski er drengurinn kominn heim. Kannski hefur hann bara farið á flakk og síðan komið sér heim.“ Ég man að ég tók þessum orðum eins og fagnaðarerindi. Sagði við 6 Sverri: „Já, auðvitað. Hvílíkur fíflagangur er þetta. Auðvitað er Fiffó heima.“ Afneitunin var svona sterk - eða vonin um að allt fœri á besta veg. En um leið tókum við eftir því að það var veifað neðar við ána og einhver kallaði: „Hann er fund- inn!“ Við hlupum strax af stað. Og í kjölfarið allur áhorfendaskarinn. Sverrir varð aðeins á undan mér og áður en ég var komin alla leið kom lögreglumaður að mér og tók utan um mig. Ég fékk ekki að sjá hann. Björgunarmenn voru þá komnir út í ána og hófu strax lífgunartilraun- ir. Við Sverrir vorum á bakkanum og lögreglan bað okkur að halda kyrru fyrir. Og loks var ekið að með sjúkrabíl og Fiffó borinn í hann, en við Sverrir fórum inn í lögreglubíl ásamt Sverri Þór og Steinunni systur. Og það liðu ein- hverjar mínútur áður en bílnum var ekið af stað. Fólk var þá loks farið að koma sér af staðnum, en svona í leiðinni af vettvangi þá fannst nrörgum það viðeigandi að leggja andlitið að rúðum lögreglu- bílsins til að sjá angist okkar og ör- vinglan. Agengni margra var úr hófi fram. Ég minnist þess síðar, að hafa lesið leiðara í Skagablaðinu um þessa atburði, en höfundur hans hafði þá verið blaðamaður í Reykjavík þegar slysið varð. Og hann gagnrýndi í þessum leiðara framkomu og tillitsleysi fólks á vettvangi þessa slyss. Sagðist hafa verið á staðnum og hneykslaðist á atganginum. SORGIN KNÝR DYRA Eftir að Fiffó var fundinn, var okkur ekið upp á Borgarspítala, þangað sem hann var þá þegar kominn. Þar vorum við spurð hvort við vildum ekki hringja í einhvern. Okkur datt fyrst í hug að hringja í séra Olaf Skúlason þáverandi sóknarprest í Bústaðakirkju. Við þekktum hann bœði vel enda Olaf- ur mikill vinur fjölskyldu minnar.

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.