Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 9

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 9
=NÝ DÖGUN = eða mánuði. Móðursystir mín bar okkur á höndum sér í þá 10 daga sem við vorum hjá henni, og allt var gert til að okkur liði sem best. En hugurinn var öllum stundum bundinn við Fiffó, sorgin og sárs- aukinn voru að yfirbuga mig. Einnig fann ég líka að ég hafði gert rangt með því að skilja Ingvar og Sverri Pór eftir heima á íslandi. Ég saknaði þeirra. Ég get ekki ráðlagt fólki að fara til útlanda svona skömmu eftir missi, fyrst verðum við að ná betra valdi á tilfinningunum áð- ur en við getum farið að njóta slíkra ferða, eigi þœr að koma að gagni. Mér fannst reiðin í raun halda mér gangandi til að byrja með. Ég vildi engan hitta eða sjá á þeim tíma sem fór í hönd. Þegar heimsóknum vina og œtt- ingja fór fœkkandi lokaði ég mig af. Lífið var í einu orði sagt ömurlegt. Ekk- ert að hlakka til, ekkert framundan. Ég var aðeins 33 ára gömul og fannst líf- ið búið. Ég fann ekki einu sinni huggun í því að að sinna hinum sonum mínum, Ingvari og Sverri Þór. Ég átti fullt í fangi með að halda sjálfri mér gangandi og hafði ekkert að gefa. Eftir á fannst mér ég hafa brugðist strákunum og hef barist við sektarkennd vegna þess. Ingvar hefur hins vegar sagt mér að unglingsárin hafi ekki ver- ið svo slœm, hann hafi fengið visst frelsi og fund- ið að ég treysti honum. Sem betur fer er hann sú manngerð að hafa þolað þetta afskiptaleysi mitt vel. Aftur á móti horfði Sverrir Þór upp á allar þessar hörmungar niður við á og það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig hann geymir þessa minn- ingu. En í dag er hann ákaflega glaður og líflegur ungur maður og ekki að sjá að hann hafi beðið tjón á sálu sinni. Ég brást sem sé ekki við eins og margar mœður gera eftir svona áfall. Ég varð ekki hrœdd um þá og ofverndaði þá ekki eins og gjarnan vill verða. Sennilega hefur hugur- inn verið of dofinn þetta fyrsta ár til að slíkar hugsanir kœmust að. Það er aftur á móti nú síðustu árin sem ég hef fundið fyrir þessari venjulegu hrœðslu móður, að eitt- hvað hendi syni mína. En ekki svo að það trufli mig verulega. Þeir eru nú orðnir 19 og 26 ára og Ingvar kominn með fjölskyldu og lítinn ömmustrák. Ég minnist þess ekki að hafa fundist erfitt að umgangast vini Friðþjófs Inga. Sverrir Þór og Fiffó umgengust að mestu sama vina- hópinn og þessir vinir héldu því áfram að koma inn á heimilið. EFTIRKÖST OG SORGARFERLIÐ Á 10 ára afmœlisdegi Friðþjófs Inga, í mars árið eftir, komubekkj- arfélagar hans í heimsókn til okkar. Þeir fœrðu okkur blómvönd og sátu hjá okkur í marga klukkutíma. Krakkarnir sýndu mikinn áhuga á að vita allt um slysið. Og við sögð- um þeim allt sem þau vildu vita. Þessi heimsókn þeirra er mér mjög minnisstœð og okkur þótti ákaf- lega vœnt um hana. Friðþjófur hafði verið iðinn við að vinna sér inn peninga og leggja þá fyrir þó ungur vœri. Fyrir þessa aura keyptum við hnattlíkan, lét- um setja á það plötu með nafninu hans á. Þetta hnattlíkan fórum við með í skólann og gáfum bekknum. Þarna töluð- um við til þeirra og þetta var ljúf stund. Það var ekki fyrr en eftir um það bil ár að aftur fór að komast regla á hlutina á heim- ilinu. Þetta ár var ólýs- anlega erfitt. Margir höfðu reynt að styrkja mig, en ég var erfið eins og syrgjendur eru gjarnan. Mér var mikill styrkur að Sverri mann- inum mínum. Hann var mín stoð og stytta. Hann var svo lánsamur að finna ekki til þess- arar miklu reiði og var í mun betra jafnvœgi en ég, náði einhvern veginn að vinna betur úr sorginni. Við grét- um saman og töluðum oft um Fiffó og slysið. Það var gott og ég held að hjónaband okkar hafi frekar styrkst eftir missinn. Valgerður Hjartar- dóttir (Bíbí) vinkona mín reyndist mér betri en enginn. Hún kom iðulega heim og drösl- aði mér fram úr rúm- inu og dreif mig jafnvel út með sér. Á þeim tíma átti ég erfitt með að þola það en hún gafst ekki upp á mér. Þegar mér leið hvað verst, birtist hún. I dag er ég henni ákaflega þakklát fyrir þetta. Eftir nokkrar vikur fann ég að ég treysti mér til að fara aftur til vinnu. Mér þótti ekki svo erfitt að vera innan um viðskiptavinina, en að öðru leyti leið mér mjög illa innan um fólk. Ég sem hafði verið þessi mikla félagsvera. Ég forð- aðist t.d. að fara í bœinn, fannst allir horfa á mig. Allir hlytu að vita Líf ogfjör hjá fjöhkyldunni í fríi á Spáni sumarið 1982. Elísabet segir í viðtalinu. ,,....ég ylja mér við allar góðu minningarnar sem ég á uni hann. “ 9

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.