Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Side 6
6 3. ágúst 2018FRÉTTIR Það er staðreynd að… Hjarta fósturvísis byrjar að slá þremur vikum eftir getnað. Rottur eignast afkvæmi svo títt að á átján mánuðum geta þær eignast meira en milljón afkvæmi. Snigill getur sofið í allt að þrjú ár. Í peningaseðlum er bæði bómull og pappír. Þess vegna eyðileggjast þeir ekki í þvottavélum. Það er sama hvað pappír er stór, það er aðeins hægt að brjóta hann sjö sinnum saman. Gylfaflöt 6 - 8 LOKUM 20. JÚLÍ HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI YKKUR 14. ÁGÚST AÐ GYLFAFLÖT 6-8 VEGNA FLUTNINGA „ÍBÚUM HÉRNA Í HVERFINU ER BRUGÐIГ Grillþjófar herja á Úlfarsárdal: DV hefur áður flutt fréttir af innbrota­ faröldrum í ákveðn­ um hverfum og bæjar félögum á höfuðborgar­ svæðinu eins og á Kársnesinu í Kópavogi, Laugarneshverfinu í Reykjavík og í Garðabæ. Nú hefur fjöldi manns í Úlfarsárdal í Reykja­ vík lent í því að tapa gasgrillum og gaskútum. Gerendurnir eru að minnsta kosti tveir og hafa þeir sést við iðju sína á bíl sem reyndist vera stolinn. Málið er til rannsókn­ ar hjá Lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu. Sjoppulegur og í klofsíðum buxum Jón Baldvinsson, íbúi í Úlfarsár­ dal, er einn af þeim sem hafa feng­ ið að kenna á grillþjófunum en í gærmorgun var nýlegu Weber­ ­grilli stolið frá honum við heimili í Lofnarbrunni. Jón hefur tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu og ræddi við DV. Hann segir: „Íbúum hérna í hverfinu er brugðið. Nágrannakona mín bankaði upp á hjá mér í gær­ kvöldi og sagði mér að hún hefði verið að fara til vinnu rétt fyrir sjö um morguninn. Þá sá hún svo­ lítið druslulegan náunga vappa með grillið mitt út í bílinn hjá sér og stinga því í skottið. Við stýrið sat að henni sýndist kona. Hún ákvað að keyra aðeins á eftir þeim inn í Freyjubrunn, næstu götu fyrir ofan, þar sem bíllinn staðnæmdist við fellihýsi. Þar tók nágrannakonan mynd af bílnum sem var nýlegur Subaru­skutbíll en síðan keyrði hún til vinnu.“ Nágrannakonan sá konuna sem sat við stýrið ekki vel en mað­ urinn var ungur, í klofsíðum bux­ um, með nærbuxurnar upp úr, líkt og hefur verið í tísku. En hann var þó „sjoppulegur“ til fara. Þegar farið var að grennslast fyrir um bílinn kom í ljós að hann er í eigu Höldurs, Bílaleigu Akur­ eyrar, en jafnframt að honum hafði verið stolið. Nágranninn tók einnig eftir því að bíllinn var troð­ fullur af alls konar góssi, en gat ekki greint nákvæmlega hvaða hlutir voru þar. Kútur klipptur af Jón sá síðan á Facebook­síðu íbúa­ samtaka Úlfarsárdals að íbúinn sem átti fellihýsið umrædda hafði einnig orðið fyrir barðinu á þjóf­ unum. Hann birti þar mynd sem sýndi að gaskútur hafði verið skor­ inn af hýsinu og tekinn. „Utan um þennan kút var öfl­ ugur vírlás og strappar til að halda kútnum á fellihýsinu. Þeir virðast því hafa öflug tól og tæki til þess að stunda sína iðju. Þetta var ekki fest með einhverju plasti heldur var lásinn eins og öflugustu reiðhjóla­ lásar.“ Jón, sem hefur búið í hverfinu í nokkur ár, segir að í gegnum tíðina hafi verið brotist inn í íbúðir þar rétt eins og annars staðar. Þarna er mikil uppbygging og mikið af verðmætum verkfærum á mörg­ um stöðum. Þetta mál sé hins vegar ekki eins og margar aðrar innbrotahrinur þar sem þjófar vakta hús og tæma þau af verð­ mætum þegar íbúarnir eru í burtu. Sjálfur telur hann að um dópista­ par sé að ræða sem taki hluti sem auðvelt sé að taka. Ekki eru þó allir sannfærðir um það. Ein kona í íbúasamtökunum tók eftir grunsamlegum bíl sem var lagt við verslunina Bauhaus við eina akstursleið úr hverfinu. Var bíllinn með gott útsýni yfir Vestur­ landsveg og sat þar einn maður sem hugsanlega var að vakta lög­ regluna fyrir þjófana. Nefndi hún sérstaklega að bíllinn hefði verið með pólskar númeraplötur. Jón bendir á að fjöldi erlendra verka­ manna sé við vinnu í hverfinu enda mörg hús í byggingu. Því sé ekkert víst að þessi bíll tengist málinu nokkuð. Þrír aðrir íbúar hverfisins segja frá því á síðunni að grillum hafi verið stolið frá þeim og gaskútar hafi horfið frá þremur til viðbótar. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa tapað grill­ um eða öðrum lausamunum af lóðunum sínum,“ segir Jón. „Ég veit ekki hvernig þessu er komið í verð. Hugsanlega fara þeir með gaskútana og fá skilagjald en sum grillanna eru gömul og ég veit ekki hvort það sé markaður fyrir þau. Ég hef ekki gefið mér tíma til að athuga hvort grillin séu komin inn á einhverjar sölusíður, Bland eða á Facebook.“ Sniffa eða selja Valgarður Valgarðsson, aðalvarð­ stjóri á stöð 4 sem Úlfarársdalur fellur undir, segir að málið sé ekki leyst en að kærur hafi borist. „Að grillum sé stolið er ekki al­ gengt en það kemur fyrir. Það eru aðallega kútarnir sem hafa verið teknir. Það kemur fyrir að grill séu tekin en þá ekki í svona stórum stíl.“ Hvað gera þjófarnir við góssið? „Það er allur gangur á því hvernig þeir reyna að koma þessu í verð. Hvort þeir noti þetta sem skiptimynt sín á milli eða hvort þetta er auglýst á sölusíðum.“ Er verið að sniffa úr kútunum? „Það var nú sérstaklega mikið gert á tímabili. Þeir hafa líka reynt að selja þá, komu þá með kútana í stykkjavís og reyndu að fá greitt fyrir þá hjá olíufélögunum. En fé­ lögin eru búin að herða reglurnar hjá sér varðandi þetta. Þeir sem taka grill taka líka oftast kútana með.“ Innan Úlfarsárdals hefur verið rætt um að koma upp eftirlits­ myndavélakerfi við leiðir inn í hverfið, sem eru nokkuð fáar. Sí­ fellt fleiri hverfi og bæjarfélög hafa gert það og má þar nefna Garða­ bæ, Seltjarnarnes, Selfoss, Kópa­ vog og Mosfellsbæ. Fjármögnun og rekstur slíkra véla er með mis­ munandi hætti en þær eru settar upp í samstarfi við Neyðarlínuna og lögregluna sem eru einu að­ ilarnir sem hafa aðgang að þeim og upptökur einungis skoðaðar ef grunur leikur á að glæpur hafi ver­ ið framinn. n Fellihýsið sem kúturinn var klipptur af Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Teikning: Guðfinna Berg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.