Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Qupperneq 8
8 3. ágúst 2018FRÉTTIR Jóhann keyrði aftan á bíl og tognaði á hálsi. Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur. Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar. HVERNIG GAT 22 ÁRA MAÐUR HORFIÐ GJÖRSAMLEGA Í VESTMANNAEYJUM? S érstök auglýsing birtist í Lögbirtingablaðinu vorið 1990 og vakti að vonum töluverða athygli. Í aug- lýsingunni var lýst eftir Bernard Journet sem var búsettur í Reykjavík en ekkert hafði heyrst frá honum eða spurst til hans síðan þann 12. maí 1969. Auglýs- ingin var svohljóðandi: „Tilkynning um mannshvarf. Samkvæmt beiðni dagsettri 21. desember 1989 áritaðri af sak- sóknara franska lýðveldisins, er þess farið á leit við yfir rétt Lyon- borgar (Tribunal de Grande Instance de Lyon) að hann lýsi hvarfi Bernard Journet, sem fæddur er 9. júní 1946 í Am- berieu en Bugey (Ain). Síðast var Bernard Journet búsettur í Reykjavík á Íslandi og hefur ekki birst á heimili sínu né látið frá sér heyra síðan 12. maí 1969.“ Auglýsingin var birt í Lög- birtingablaðinu af lagalegum ástæðum. Fjölskylda Bernards, sem bjó í smábænum St. Didier de Formans í Ardennafjöllunum í norðurhluta Frakklands, hafði óskað eftir að saksóknari lýsti yfir hvarfi hans og í framhaldi yrði hann lýstur „löglega látinn“ að því er segir í umfjöllun Pressunn- ar frá því í lok júlí 1990. Ástæðan fyrir þessari beiðni var að yngri systir hans vildi fá greiddan arf eftir Bernard en honum hafði áskotnast arfur og þar sem hann var ekki til staðar áttu nánustu ættingjar hans rétt á arfinum en fyrst varð að lýsa hann látinn. Eins og jörðin hefði gleypt hann Á árunum 1968 til 1972 komu þrír ungir Frakkar hingað til lands og létust hér, að því að talið er. Bernard var fyrstur þessara ungu manna til að koma til landsins en það er eins og jörðin hafi gleypt hann og þegar Pressan fjallaði um málið 1990 mundi enginn eftir honum. Hjá lögreglunni í Reykjavík og í Vestmannaeyjum kannaðist enginn við málið. Samlandar hans, búsettir í Reykjavík, könnuðust ekki við hann og í franska sendiráðinu hafði enginn heyrt um Bernard eða auglýsinguna í Lögbirtinga- blaðinu. Lögfræðingur fjölskyldu hans sagði að franska utanríkisráðu- neytið og sendiráðið á Íslandi hafi á sínum tíma látið rannsaka hvarf hans en án árangurs. Í um- fjöllun Pressunnar segir að svo hafi virst sem lítill áhugi væri á málinu hjá íslenskum yfirvöld- um miðað við viðbrögðin þegar spurst var fyrir um það. Kom hann hingað til lands til að deyja? Eldri systir hans, Madeleine, virt- ist að sögn blaðamanns vera eina manneskjan sem hafði áhuga á að komast að hver örlög Bernard urðu. Hún sagði að hann hafi ver- ið ævintýramaður í eðli sínu og hafi haldið að heiman skömmu eftir maíuppreisnina 1968. Í júní hafi hann yfirgefið heimili þeirra í hinsta sinn. Hún sagði hann hafa ætlað í hnattferð og hafi Kanada átt að vera upphafsstað- ur ferðarinnar. Af einhverjum ástæðum fór hann hins vegar til Íslands og ílentist hér á landi þar sem honum gekk illa að fá leyfi til að ferðast til Kanada. Hann sendi Madeleine þrjú bréf frá Íslandi. Í því síðasta sagðist hann ætla að reyna að fá skipspláss en þá var hann í Vestmannaeyjum og vann í frystihúsi. Madeleine sagðist hafa sent honum pakka um jólin 1968 en hann hafi aldrei látið hana vita hvort hann fékk hann. Eigur Bernards fundust í her- bergi hans og því er ólíklegt að hann hafi ráðið sig á skip sem hafi síðan farist með manni og mús að mati Madeleine. Hún sagðist ætla að hann hefði tek- ið eigur sínar með enda hafi þær ekki verið miklar. Lögreglan færði föður þeirra þessa muni síðar. Lögreglumaðurinn, sem fór í herbergið, sagði að það hefði verið eins og Bernard hefði bara skroppið út í búð. „Lögreglan kom til pabba með þetta dót, úrið hans og fleiri smá- hluti. Bernard á víst enn banka- bók í Reykjavík en við höfum aldrei óskað eftir að fá féð greitt. Ég held að hann hafi átt íslenska kærustu en hún hefur aldrei reynt að hafa samband við okkur. Pabbi náði sér aldrei eftir þetta. Hann lést þremur árum síðar.“ Bernard var meðalmaður á hæð með dökkt hrokkið hár og brún augu. Hann gekk í augun á kvenfólki en var ekki mikið upp á kvenhöndina og er sagður hafa átt eina vinkonu á Íslandi, þá sem er nefnd hér að framan. Trúði ekki að hann hefði svipt sig lífi Madeleine sagði að niðurstaða rannsóknar lögreglunnar hefði verið að Bernard hafi verið þung- lyndur og hefði svipt sig lífi. Hún sagði að fjölskylda hans hefði aldrei trúað þeirri niðurstöðu. „Ég er sjálf alveg viss um að bróðir minn hefur ekki framið sjálfsmorð. Hann var alls ekki þunglyndur. Þvert á móti var hann bjartsýnn og dugmikill ungur maður og mikill náttúru- unnandi. Hann hafði mikið yndi af náttúruskoðun og mér skilst að hann hafi sökkt sér niður í hana á Íslandi. Hann var frem- ur hlédrægur og talaði lítið um sjálfan sig, en hann var ekki þar fyrir óhamingjusamur.“ Hann var reglumaður, reykti ekki og drakk ekki áfengi. Ættingjar Bernards komu aldrei til Íslands en ferðalög voru öllu meira mál 1969 en nú á dögum. Madeleine sagði að fjölskyldan ætti ekki von á að Bernard hefði látið eitthvert fé að ráði eftir sig en það hefði verið kominn tími til að ganga frá mál- inu og lýsa hann formlega látinn. Marokkómennirnir tveir Fyrst eftir að Bernard kom til Vestmannaeyja bjó hann í tjaldi nærri stað þar sem Þórsheimil- ið er núna. Hann var með mjög fullkominn útilegubúnað með sér og var vanur ferðalögum. Hann gaf sig lítið að öðru fólki og virtist vera sjálfum sér nóg- ur segir í umfjöllun Helgarpósts- ins í byrjun júlí 1995. Hann sást oft á göngu um eyjarnar. Krakkar fóru fljótlega að gefa sig að hon- um og tveir ungir bræður urðu fljótt kunningjar hans. Foreldrar þeirra buðu honum heim og var hann ávallt velkominn á heimili þeirra. Hann talaði litla ensku og átti erfitt með samskipti við fólk fyrst eftir að hann kom til lands- ins. Hann náði aldrei neinum tökum á íslensku en bætti sig í ensku sem auðveldaði samskipti hans við heimamenn. Þegar leið að hausti fékk Bernard herbergi í verbúðinni Dagsbrún sem var í eigu Hrað- frystistöðvarinnar. Hann vann af og til í fiski og lifði nægjusömu lífi. Hann lagði fyrir inn á banka- bók eins og hann gat. Tveir far- andverkamenn frá Marokkó voru við störf í Vestmannaeyjum á vertíðinni 1969. Þeir gerðu sér dælt við Bernard og hafði hann á orði við vini sína að þeir væru sníkjugjarnir en hann hefði ekki áhuga á að lána þeim peninga. n Vissu Marokkómennirnir eitthvað um afdrif hans? Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.