Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Page 9
3. ágúst 2018 FRÉTTIR 9 Viltu kaupa fasteign á spáni ? masainternational.is / S. 555 0366 - Jón Bjarni & Jónas Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í ágúst á 39.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna RÁIN Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601 FERSK OG FALLEG ÞJÓNUSTAR ÞIG Í MAT OG DRYKK HVERNIG GAT 22 ÁRA MAÐUR HORFIÐ GJÖRSAMLEGA Í VESTMANNAEYJUM? Ekki er vitað til að til illinda eða átaka hafi komið á milli Bernards og Marokkómannanna en vitað er að þeir fóru af landi brott fljót- lega eftir hvarf hans. Sá síðast til hans Um hádegisbil þann 12. maí 1969 hitti faðir bræðranna, sem voru vinir Bernards, hann á göngu á gatnamótum Kirkju- vegar og Heiðarvegar. Hann bauð honum með en Bernard af- þakkaði og sagðist vera að fara í gönguferð en þáði hins vegar boð um að koma í kvöldmat um klukkan 19. Hann mætti aldrei í kvöldmatinn og lét ekkert heyra í sér sem þótti undarlegt, hann var þekktur fyrir að halda orð sín. Fljótlega tóku foreldrar bræðranna að spyrjast fyrir um Bernard en án árangurs. Ekki var þó farið að óttast um hann fyrr en nokkrum dögum síðar þegar húsvörðurinn í Dagsbrún hafði ekki séð til hans í nokkra daga. Leitað var á svæðinu fyrir ofan Urðarvita, sem var austast á eyj- unni fyrir gos, en Bernard hafði oft tjaldað þar. Leitað var á sjó og fjörur voru gengnar og tók fjöl- menni þátt í leitinni en án ár- angurs. Tveir Frakkar til viðbótar létust hér á landi Eins og fyrr var getið létust tveir ungir Frakkar hér á landi á skömmum tíma í kringum hvarf Bernard. Annar þeirra þótti ansi sérstakur, allt að því dularfullur. Hann kom hingað með flugi að- eins klæddur næfurþunnum ind- verskum fatnaði og steig út í vetr- arkuldann með bænateppið sitt undir hendinni. Hann hélt beint til fjalla og varð úti. Fleiri virtust muna eftir þessum manni enda var hann kannski öllu sérstak- ari í útliti, en honum var lýst sem birtingarmynd hippatímans. Þriðji Frakkinn sem lést hér á landi á þessum tíma hét Dom- inique en margir kölluðu hann Gaston. Hann er sagður hafa búið yfir öllum eiginleikum róm- antískrar hetju og það er kannski þess vegna sem minning hans lifði lengur meðal fólks. Hann var einmana, þunglyndur, lék á gítar og sinnti skáldskap. Hann átti unnustu og marga vini í Reykjavík en þar bjó hann. Einn morgun fundust fötin hans í fjör- unni við Laugarnes og því ekki annað að sjá en að hann hafi lagst til sund og drukknað. Fámennið var kannski ekki betra en fjölmennið Við Íslendingar dásömum oft kosti fámennisins og það öryggi sem það veitir okkur og geri sér- hvern íbúa landsins svo mikils virði. Þá er samkennd okkar Ís- lendinga sögð um margt sérstök og mikil og eigi jafnvel engan sinn líka í heiminum. En getur verið að fámennið okkar sé ekk- ert betra en fjölmennið í erlend- um milljónasamfélögum? Það að ungur franskur maður hafi get- að horfið með öllu af yfirborði jarðar í litlum bæ eins og Vest- mannaeyjum 1969 og gleymst fljótlega hlýtur að vekja upp spurningar um þetta. Þá má velta fyrir sér hvort rannsókn málsins hafi verið nægilega góð. Hvarf hans var afgreitt sem sjálfsvíg og kannski var það svo. En ekki er að sjá að aðrir möguleikar hafi verið rannsakaðir til hlítar. Hvað með Marokkómennina tvo sem fyrr var getið? Taldi enginn ástæðu til að yfirheyra þá? Bernard hafði sagt fólki að þeir hefðu sótt að honum í von um fé, gaf það ekki tilefni til nánari skoðunar lög- reglunnar? Málið mun örugglega aldrei upplýsast en eftir stend- ur að ungur maður hvarf í Vest- mannaeyjum án þess að nokkuð sé vitað um örlög hans.n Síðustu jól Bernards, Pressan 2. ágúst 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.