Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Blaðsíða 21
FÓLK - VIÐTAL 213. ágúst 2018
A
tli er fæddur á Árbakka við
Tindilmýri á Snæfjalla-
strönd en búsettur á Akur-
eyri í dag. Innan við tvítugt
fór hann að sinna meðfæddum
áhuga sínum á listum, hann hnýtti
meðal annars skópör úr bagga-
böndum og netagirni. Þá fór hann
að búa til klippimyndir, skrif-
aði smásögur og samdi rokklag
á plötuna Húsið. Listaverk hans
hafa verið sýnd meðal annars í
Safnasafninu, Handverkshátíð-
inni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit
og alþjóðlegri textílsýningu á Kjar-
valsstöðum.
„Þegar maður er að kynnast
nýjum konum eða leita að nýrri
ást á netinu og eitthvað slíkt, þá
segi ég alltaf að atvinnan sé mitt
áhugamál og áhugamálið mín at-
vinna,“ segir Atli og tekur fram að
í raun þurfi þrjá menn til að sinna
þeim störfum sem hann sinnir.
„Einelti er ekki bara einelti“
Að sögn Atla varð hann fyrir ógur-
legu einelti í skóla sem krakki, af
öllum gerðum, eins og hann bæt-
ir við. „Einelti er ekki bara einelti.
Það getur verið líkamlegt og and-
legt, eða hvort tveggja. Ég lenti
sjálfur mikið í hópárásum,“ segir
hann og fullyrðir að þessar minn-
ingar hafi fylgt honum í langa tíð
og geri enn.
Tilveran fór aðeins að fara upp
á við í kringum fjórtán ára aldur-
inn. Á þessum tíma var Atli undir
miklum áhrifum hljómsveita á
borð við Nasareth, Queen og ekki
síst Kiss sem var að slá í gegn með
þriðju plötu sinni á þessum tíma.
Þetta tímabil leiddi til þess
að hann fór að herma eftir upp-
áhaldslistamönnum sínum og
stefndi langt með þessum áhuga.
Segist hann fljótlega hafa farið að
fikta á gítar í kjölfar trommuæfing-
anna og rísandi tónlistaráhugans.
„Svo komst maður að því að mað-
ur átti ekkert erindi í að syngja eins
og maður var að gera, svo fór ég að
prófa að syngja inn á tvær rásir og
þá kom miklu meiri fylling. Tvær
til fjórar raddir og náttúrlega „risa-
-ædolin“ í Queen eru þekktar fyrir
stórar raddir,“ segir Atli.
„Ég fann út frá þessu fyrir ster-
kri þörf fyrir tjáningu. Ég hvarf úr
vinnu sem ég var í á þeim tíma og
hentist í sköpun, sem þá var út-
skurður úr mörgu. Ástarsorg átti
jafnframt stóran þátt í þeirri þörf
sem ég fékk til að skapa og átti sinn
sess í þunglyndinu að hluta til.“
Undir áhrifum afa síns
Atli ræðir tímabil í sínu lífi þar
sem hann upplifði sjaldan sem
aldrei frið eða ró, hvorki frið fyrir
sér sjálfum né öðrum röddum. „Ég
hef alltaf verið viðkvæm sál og það
má rekja til árásanna í skólanum,“
segir Atli. Þá rifjar hann upp
minningu þegar hann var stadd-
ur á miðilsfundi, en þá hafði hann
lengi fundið fyrir undarlegum
áhrifum. „Miðillinn spurði mig
hvort forfaðir minn ynni í gegnum
mig.“
Atli Viðar upplifði hópeinelti og þunglyndi
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Frelsaðist með
listsköpuninni
Fann tilganginn í lífinu í gegnum útskurðarlist, tónlist og greinaskrif
Fjöllistamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson hefur
sameinað þrjú stærstu áhugamál sín í listsköpun;
útskurðarlist, tónlist og skrif. Í samtali við DV segir
hann að hann hafi skrifað sig upp úr þunglyndi á
hinu fræga ári hrunsins, eins og hann orðar það,
en þá frelsaðist hann með skrifum og sköpun eftir
margra ára vanlíðan í kjölfar ástarsorgar.
Textílskófatnaður sem Atli hnýtti.
Atli á bilinu 16–18. ára.