Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Qupperneq 37
FÓLK - VIÐTAL 373. ágúst 2018 áhuginn smitaðist í Steinunni og átti hún sjálf góðan feril í hand- knattleik. „Þú veist hvernig þetta er heima. Maður kemur ekkert heim fyrr en um miðnætti eftir að hafa verið í öllum íþróttum sem maður gat verið í. Ég æfði handbolta og keppti fyrir Fram og hjá atvinnumannaliði í Svíþjóð. Eftir atvinnumennskuna flutti ég til Þýskalands og þjálfaði hesta. Síðan kom ég aftur heim til Íslands og hélt áfram í handboltan- um.“ Steinunn á tvo bræður og er annar þeirra Kjartan Atli Kjartans- son, íþróttafréttamaður og fyrr- verandi körfuboltastjarna. Hún á einnig tvær systur, sú eldri er söng- konan og barnastjarnan Ruth Reg- inalds sem sló í gegn árið 1975. Fékkst þú mikla athygli út á systur þína og hafðir þú áhuga á að feta sömu slóð? „Ég hafði engan áhuga á því. Ég átti einhvern tímann að vera í bakröddum hjá henni en það var hætt við það. Maður verður að geta sungið til að vera í þessum bransa,“ segir Steinunn og skellir upp úr. Í herinn vegna veðmáls Eftir að Steinunn flutti heim frá Þýskalandi fékk hún vinnu á Keflavíkurflugvelli og þar kynnt- ist hún bandarískum hermanni að nafni Alan Truesdale. Hann var lið- þjálfi í landgöngudeildinni og inn- an skamms settu þau upp hring- ana og eignuðust dóttur. Árið 1996 fluttu þau saman til Kaliforníu þar sem hún býr enn en þau Alan skildu eftir tíu ára sambúð. Eins og gefur að skilja var Steinunn mikil kraftakona og setti stefnuna á að verða lögregluþjónn. En sá draumur var úti þegar hún komst að því að einungis banda- rískir ríkisborgarar geta starfað sem lögregluþjónar. Þrátt fyrir að hafa búið í meira en tvo áratugi í Kaliforníu er hún ekki enn orðin ríkisborgari því að hún neitar að gefa eftir íslenska ríkisborgararétt- inn. En þegar einar dyr lokast þá opnast gjarnan aðrar. Árið 2001 gekk hún í landgöngudeild banda- ríska hersins. Hvernig stóð á því að þú skráðir þig í herinn? „Það var út af veðmáli,“ segir Steinunn og flissar. „Yfirmaður minn á stað sem ég var að vinna á hafði verið í sjóhernum og hann sagði að ég gæti aldrei orðið land- gönguliði. Það væri allt of erfitt að komast í gegnum grunnþjálfun- ina. Ég tók hann á orðinu og spurði hvort hann vildi veðja. Tveimur vikum síðar var ég komin í búðirn- ar í Parris Island í Suður-Karólínu.“ Var þetta ekki svolítið stórt skref að taka? „Ég vann fimmtíu dollara,“ segir hún og hlær. „Mamma var ofboðs- lega stolt af mér og ég held pabbi líka en hann er ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar. Ég talaði ekkert mjög mikið við fjölskyldu mína á þessum tíma. Í þjálfunarbúðunum máttum við ekki hringja í neinn. Ég þurfti reyndar að fá sérstakt leyfi til að ganga í landgönguliðið því að ég var orðin 27 ára gömul, flestir fara þarna inn mjög ungir, jafnvel 17 ára. En mér var tekið mjög vel og var eins og mamma allra ungling- anna þarna.“ Steinunn segir að landgöngu- liðarnir séu mun nánari hópur en í flestum öðrum deildum hersins eins og landher, sjóher og flugher. Þjálfunin sé líka mjög erfið, sér- staklega fyrir konur og aðeins ný- lega var byrjað að leyfa konum að vera í fremstu víglínu deildarinnar. „Þegar ég var lítil stúlka dreymdi mig oft að ég væri hermaður. Síðan vaknaði ég og áttaði mig á að þetta voru bara draumar og af því að ég bjó á Íslandi var þetta svo fjarlæg- ur veruleiki. En þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Land- gönguliðarnir eru fjölskylda. Við erum öll bræður og systur. Ef ein- hver þarf á hjálp að halda þá hrúg- ast allir að til að aðstoða. Semper Fi.“ Vildi ekki í stríð Um það leyti sem Steinunn var að hefja sinn feril í hernum rann upp 11. september 2001, hinn örlaga- ríki dagur þegar farþegaþotum var flogið inn í Tvíburaturnana í New York. Hún og félagar hennar voru að læra að keyra hertrukka þegar sjónvarpi var skyndilega rúllað inn og kennari þeirra sagði að verið væri að ráðast á Bandaríkin. „Ég hélt að þetta væri plat. Að þetta væri hluti af æfingunni því að í búðunum brjóta þjálfararnir okk- ur niður andlega og byggja svo aft- ur upp. En síðan var ljóst að þetta var að gerast í alvörunni. Hann reyndi að hughreysta okkur en ég var alveg að skíta í buxurnar af hræðslu við að fara í stríð. Ég skráði mig ekki í herinn til þess að berjast í stríði heldur til að sjá fyrir dóttur minni. Þegar seinni flugvélin lenti á byggingunni varð allt svart og hvítt og ég hugsaði bara: Ó sjitt.“ Varstu hrædd við að fara í bar- daga? „Ó já. Ég vissi ekkert hvort ég myndi sjá barnið mitt aftur. Aftur á móti var ég búin að vera svo lengi frá fjölskyldunni heima á Íslandi að ég hugsaði voða lítið um hana.“ Steinunn tók hins vegar ekki þátt í innrásinni í Afganistan sem hófst í kjölfarið á árásinni á Tví- buraturnana. Hún ferðaðist um heiminn og var á herstöðvum á Fil- ippseyjum, Japan, Dúbaí og víðar. Árið 2003 lýsti George W. Bush forseti því yfir að Bandaríkin og bandalag viljugra þjóða myndu ráðast inn í Írak og steypa ein- ræðisherranum Saddam Hussein af stóli. Það ár fór Steinunn í fyrri túr sinn þangað og kynntist bar- dögum á eigin skinni. Hún var þá í deild sem heitir EOD, sem fer fyrst inn og sér um að taka í sundur allar sprengjur sem finnast. Í deildinni voru um 400 karlmenn en aðeins tvær konur. „Þetta var erfitt því flugvélarnar okkar og annar búnaður var alltaf að bila. Við þurftum að tjasla þessu öllu saman með alls konar leiðum, notuðum límband og hvað sem við fundum. Birgðavélarnar voru risa- stórar, með skriðdrekum, trukkum, Hummer-jeppum og öðrum mjög þungum tækjum. Ég bað til guðs að við myndum komast á leiðarenda.“ Steinunn segir að það hafi gengið mjög fljótt og vel að steypa stjórnarher Saddams Hussein. Bandaríkjaher sé það vel æfður og með svo mikið af öflugum vopnum að ómögulegt hafi verið að stöðva hann. En í kjölfarið fylgdu bar- dagar við skæruliða sem drógust mjög á langinn. Steinunn keyrði þá sjúkrabíl í svokallaðri læknaher- sveit. „Bíllinn hét Christine, eins og bíllinn úr sögu Stephens King sem drap alla,“ segir Steinunn kímin. Helstu verkefnin voru að koma hermönnum til aðstoðar og í læknishendur. Einnig vann sveitin fyrir heimamenn eins og hægt var. Á þessum tíma sá hún alls kyns hrylling. „Það var mjög sorglegt að fara inn á spítalana þarna því skæruliðarnir notuðu börn til að finna jarðsprengjur. Þarna voru mörg börn sem höfðu misst útlimi. Ég man sérstak- lega eftir einni ungri stúlku sem við hefðum getað bjargað ef við hefðum mátt flytja hana til Bandaríkjanna. Við gátum ekkert gert fyrir hana þarna því við vorum ekki með öll tól eða lyf. En landsstjórnin í Írak gaf ekki leyfi og hún er örugglega ekki lengur á lífi greyið,“ seg- ir Steinunn og í fyrsta skiptið í samtalinu breytist tónninn í rödd hennar. Það tekur augljós- lega á að rifja upp slíka reynslu. Höfuð skilið eftir á disk Steinunn fór heim til Banda- ríkjanna og átti yngri dóttur sína, Dalíu, og til að aðstoða hana flutti Ríkey, móðir hennar, til Bandaríkjanna. Hún seldi allt heima á Íslandi og sá um börn- in þegar Steinunn flaug út í sinn seinni túr til Írak en þá var hún í þungaflutningasveit og starfaði við að sækja bíla og aðra hluti sem höfðu verið sprengdir. Misstir þú vini þarna úti? „Já, mjög marga.“ En skaust þú einhvern? „Ég held að ég hafi ekki hitt einn né neinn og reglurnar voru mjög strangar um hverju við máttum skjóta að. Skæru- liðarnir skutu hins vegar á alla sem þeir vildu,“ segir hún sposk. „En mig langaði heldur ekki til þess að drepa neinn. Ef ég hefði þurft þess þá hefði ég gert það.“ Steinunn kynntist mörgum heimamönnum sem hún seg- ir hafa verið mjög gefandi og minnist hún sérstaklega forn- leifafræðings sem sýndi henni rústirnar af hinni fornu borg Babýlon. Hún sá líka ólýsan- legan hrylling koma fyrir fólk. „Við þekktum einn sextán ára strák sem hét Muhammed. Fað- ir hans var að vinna á flugvellin- um og skæruliðarnir náðu hon- um fyrir utan einn daginn. Þeir tóku af honum hausinn, plokk- uðu augun út, skáru tunguna af, settu á disk og skildu eftir fyrir utan völlinn. Þetta var gert til að hræða heimamenn og fæla þá frá því að vinna með okkur.“ Slasaðist illa í sprengjuárás Í einni aðgerð árið 2004 var Steinunn farþegi í trukk sem varð fyrir sprengjuárás. Allt í einu kom byssukúla frá leyni- skyttu fljúgandi milli hennar og annars hermanns og skömmu síðar varð sprenging í trukkn- um. Bíllinn var með stórt hlass og var tíu eða fimmtán tonna þungur en sprengjubyssan sem notuð var er yfirleitt notuð til að granda skriðdrekum. „Þetta var allt öðruvísi en það sem við erum vön að sjá í bíó- myndunum. Það kom hvítt ljós og svo var eins og það liði heil sekúnda þangað til sprengingin sjálf varð. Það hægðist á tím- anum. Þegar sprengingin kom loks þá urðum við öll heyrnar- laus á stundinni, eins og það væru flautur í eyrunum á okkur. Trukkurinn lyftist, flaug marga metra og fór allur í skrall. Ég sá allt í einu framljósin lýsa beint á okkur og húddið var farið af bílnum. Síðan varð allt alelda og ég hélt að við værum dauð- ans matur. En við náðum að komast út úr bílnum og ætluð- um að hlaupa í burtu. Þá var hrópað til okkar og við vöruð við jarðsprengjusvæðinu sem var beint fyrir framan fæturna á okkur.“ Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! „Hún er örugglega ekki lengur á lífi, greyið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.