Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2018, Qupperneq 43
TÍMAVÉLIN 4303. águst 2018
ERT ÞÚ AÐ SMÍÐA PALL ?
Pallinn upp á
einfaldari hátt með
jarðvegsskrúfum
Ingólfsson, 42 ára þekktur fjöl-
miðlamaður, og miðvikudaginn
1. september játaði hann loks að
hafa orðið Lovísu að bana.
Ásgeir var blaðamaður og
þýðandi sem starfaði hjá Vísi
og Morgunblaðinu árin 1960 til
1967. Eftir það varð hann fræg-
ur sem fréttamaður og þulur hjá
Ríkis sjónvarpinu á fyrstu árum
þess. Þar starfaði hann til 1971 og
svo hjá Ríkisútvarpinu til 1975, ár-
inu áður en hann framdi ódæðið
á Miklubraut.
Ásgeir óskaði þess að fá að tala
einslega við Karl Schutz og í kjöl-
farið á því samtali fór hann fyr-
ir sakadómara og gaf skýrslu um
þennan örlagaríka dag. Þá fór
hann með rannsóknarlögreglu-
mönnum á öskuhaugana og sýndi
þeim staðinn þar sem hann hafði
losað sig við vopnið, kúbein en
ekki öxi. Lýsing á morðinu, að-
draganda þess og eftirmálar voru
kunngerðir fjölmiðlum á blaða-
mannafundi Schutz og íslenskra
rannsóknarlögreglumanna.
Bað hana að segja ekki frá
Ástæða þess að engar hurð-
ir eða gluggar voru brotnir var
að hann átti lykil að íbúðinni
og þekkti þar til. Rúmu hálfu
ári áður hafði hann látið smíða
lykil að íbúðinni og vissi að þar
inni var verðmætt frímerkjasafn
sem hann hugðist stela. Það frí-
merkjasafn átti fyrrverandi hús-
bóndi heimilisins.
Um hálf ellefu leytið um
morguninn fór hann inn í íbúð-
ina og fann þar hluta safnsins.
En hann var lengi í íbúðinni
og tók marga aðra muni, svo
sem skartgripi. Ásgeir var með
bláa íþróttatösku meðferðis en
í henni voru ýmis verkfæri úr
bílnum hans. Hann var staddur
á efri hæð hússins þegar hann
heyrði að einhver var að koma
inn. Reyndist það vera Lovísa
sem hann þekkti ekki og kynnti
hann sig því fyrir henni. Henni
var ljóst að Ásgeir var þar í leyfis-
leysi og hann áttaði sig á að hún
vissi það. Því bað hann hana að
segja ekki frá ef hann lofaði að
skila öllum mununum og hafa
sig á brott.
Að sögn Ásgeirs hugsaði
Lovísa sig um stund en hafn-
aði loks beiðni hans þrátt fyrir
að hann hafi beðið alls þrisvar
sinnum. Þá ætlaði hún að halda
á brott úr íbúðinni og segja frá
en Ásgeir var í mjög örvingluðu
ástandi og greip til þess ráðs
að ná í lítið kúbein úr töskunni
sinni.
Þegar hún beygði sig niður
til að fara í skóna sína sló Ásgeir
hana nokkrum sinnum í hnakk-
ann. Hún hné ekki niður þá
heldur gekk inn í stofuna og
út að hringstiga sem lá niður í
kjallarann. Þar féll hún niður og
fylgdi hann á eftir með kúbeinið
og sló hana nokkrum sinnum til
viðbótar í höfuðið.
Eftir þetta skolaði hann kú-
beinið í eldhúsvaskinum og
dvaldi nokkra stund í íbúðinni
til að hugsa næstu skref. Þá setti
hann töskuna og kúbeinið í poka
og ók með hann út á öskuhauga.
Einnig fór hann í efnalaug með
jakkann sinn til að hreinsa blóð-
ið en frímerkin og annað þýfi úr
íbúðinni hafði hann á brott með
sér.
Sneri lífinu við og fékk
uppreista æru
Þann 4. mars árið 1977 var Ásgeir
dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur
til sextán ára fangelsisvistar fyrir
morðið á Lovísu Kristjánsdóttur.
Í þeirri uppkvaðningu var hann
einnig dæmdur fyrir þjófnað
í íbúðinni og þjófnað á þrem-
ur peningakössum í vélsmiðj-
unni Héðni rúmu hálfu ári áður.
Árið 1979 var hann dæmdur í
Hæstarétti en fimm árum síðar
var hann kominn á reynslulausn
eftir afplánun á Litla-Hrauni.
Ásgeir sneri lífi sínu við, sneri
sér aftur að þýðingum og starf-
aði hjá Íslenska útvarpsfélaginu
og Stöð 2 frá árinu 1987 til
dauðadags árið 2001. Eftir hann
liggja tugir þýddra bóka og eig-
in bók um laxveiði í Elliðaán-
um. Síðastliðið haust kom fram
að Ásgeir fékk uppreist æru árið
1996. n
Menntskælingar
sviknir um Boy George
Á
rið 1998 voru íslenskir
menntaskólanemar snupr-
aðir um að sjá poppgoð-
ið Boy George sem átti að
skemmta á balli en greitt hafði verið
fyrir komu hans.
Það var fimmtudaginn 19. nóv-
ember árið 1998 sem breski popp-
arinn Boy George átti að skemmta
nemendum Menntaskólans við
Sund á balli á Hótel Íslandi. Stjarna
hans skein hvað skærast á níunda
áratugnum þegar hann söng lög á
borð við Karma Chameleon og Do
You Really Want to Hurt Me með
hljómsveit sinni The Culture Club.
En á þessum tíma var hann orðinn
sólólistamaður og hafði getið sér
frægðar sem plötusnúður.
500 þúsund krónur
Það var umboðsmaðurinn Guð-
mundur Ingi Þórhallsson, nú for-
maður Afstöðu, sem ætlaði að flytja
inn plötusnúðinn en hann hafði
reynslu af slíku. Hann fór hins vegar
í erindisleysu út á flugvöll. Í samtali
við Morgunblaðið sagði hann:
„Við fórum út á flugvöll að sækja
Boy George ásamt sérstökum ör-
yggisvörðum fyrir hann en þá hafði
hann ekki komið með vélinni. Við
eigum eftir að kanna hvað fór úr-
skeiðis. Við fluttum inn 14 manna
hóp í október og munum flytja inn
fleiri plötusnúða fyrir áramót og
það hefur aldrei neitt brugðið út af
fyrr en núna.“
Samkvæmt heimildum DV var
kostnaðurinn við komu Boy George
um 500 þúsund krónur. Í samtali við
DV sagði Guðmundur:
„Það var búið að borga þá upp-
hæð sem kostaði að fá hann hingað
en síðan gerðist ekkert.“
Funi Sigurðsson, formaður
nemendaráðs MS, sagðist svekktur
og ósáttur við fréttirnar en jafnframt
að nemendurnir tækju þessu ekki
of illa. Ákveðið var að fá aðra tón-
listarmenn til að skemmta á Hótel
Íslandi og fullt var út úr dyrum. n
R
eglulega kemur upp strok
úr íslenskum fangelsum
og spinnast þá oft miklar
hasarfréttir í kringum það.
Árið 1966 kom hins vegar upp
strokumál hjá varnarliðinu þegar
hermaður mætti ekki á stöðina í
Keflavík á tilsettum tíma.
Leitað á skemmtistöðum og
heimilum skyldmenna
Í júlí árið 1966 var rúmlega tvítug-
ur landgönguliði, Michael Burt að
nafni, handtekinn í Vestmanna-
eyjum að beiðni bandaríska
varnarliðsins. Hann var sendur
með flugvél til Reykjavíkur þar
sem tveir bandarískir herlög-
reglumenn og einn íslenskur lög-
reglumaður biðu hans. En þegar
hann steig út úr vélinni komst
hann undan og náðu þeir ekki
að handsama hann. En þeir vissu
heldur ekki hvernig Burt leit út.
Burt hafði fengið leyfi til að
heimsækja íslenska móður sína,
Margréti Jónsdóttur í Vestmanna-
eyjum, en skilaði sér hins vegar
ekki aftur. Þess vegna bað yfir-
stjórn flotans um að hann yrði
handtekinn og færður aftur á
stöðina.
Um kvöldið var leitinni að Burt
haldið áfram og sent eftir öðrum
hermanni sem þekkti hann. Fór
sá maður um alla borgina í fylgd
með íslenskum lögreglumönnum
að leita en sú leit bar engan árang-
ur. Þá voru tveir hergæslumenn
sendir á skemmtistaði borgarinn-
ar og heimili skyldfólks hans.
Óttaðist Víetnam
Burt sagðist ekki hafa þolað
agann í hernum, sérstaklega í æf-
ingabúðum í Bandaríkjunum. Þar
hafi einn piltur reynt að svipta sig
lífi. En eftir strokið bjóst hann við
að fá sex mánaða fangelsisdóm
og verða síðan „settur fyrir byssu-
kjaftana í Víetnam.“ Talaði hann
um að reyna að komast á erlent
skip til að flýja land.
Í tæpan mánuð spurðist ekk-
ert til hermannsins en um miðjan
ágúst hringdi hann í móður sína.
Þá var hann staddur í Sandgerði
og starfaði sem háseti. Þau hittust
í Innri-Njarðvík, ræddu málin
og ákvað Burt að gefa sig fram á
Keflavíkurvelli.
Þar var Burt hnepptur í varð-
hald og var honum í flýti flogið til
Philadelphiu-borgar í Pennsyl-
vaníufylki þar sem hans beið her-
réttur og fangelsisdómur. Móðir
hans náði að tala stuttlega við
hann í flugvélinni áður en tekið
var á loft. Árangurslaust reyndi
hún að fá utanríkisráðherra og
forseta Íslands til að þrýsta á að
hann myndi afplána refsingu sína
hér á Íslandi. n
Hálfíslenskur strokuher-
maður óttaðist Víetnam
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Ásgeir Ingólfsson