Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 16
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Í kvöld
verður kunngjört hvern Samtök
íþróttafréttamanna völdu sem
Íþróttamann ársins 2018. Þetta er í
63. sinn sem Íþróttamaður ársins er
valinn. Auk þess verða lið og þjálfari
ársins útnefnd.
Íþróttamaður ársins 2017, Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir, er ekki á
topp tíu listanum að þessu sinni.
Sömu sögu er að segja af Aroni Ein-
ari Gunnarssyni sem lenti í 2. sæti
í kjörinu í fyrra. Ólafía var sjötta
konan og fyrsti kylfingurinn sem
var valin Íþróttamaður ársins þegar
hún tók við styttunni góðu í fyrra.
Tveir af þeim tíu íþróttamönnum
sem koma til greina í kvöld hafa
hlotið sæmdarheitið Íþróttamaður
ársins áður. Guðjón Valur Sigurðs-
son var valinn Íþróttamaður ársins
2006 og Gylfi Þór Sigurðsson 2013
og 2016.
Guðjón Valur er á meðal tíu efstu
í kjörinu í tíunda sinn. Gylfi hefur
átta sinnum verið meðal tíu efstu,
þar af síðustu sjö ár. Sara Björk
Gunnarsdóttir er á meðal tíu efstu
í sjöunda sinn. Engin kona hefur
verið oftar á listanum en Sara.
Guðjón Valur er aldursforsetinn
á listanum að þessu sinni. Hann
er 39 ára. Frjálsíþróttakonan
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er
yngst á listanum en hún fagnaði
17 ára afmæli sínu á aðfangadag.
Guðbjörg Jóna er í
fyrsta sinn á meðal tíu
efstu líkt og kylfingur-
inn Haraldur Franklín
Magnús og fimleika-
m a ð u r i n n Va l g a r ð
Reinhardsson. Sá síðast-
nefndi er aðeins annar
fimleikamaðurinn sem
kemst á listann. Rúnar
Alexandersson var fimm
sinnum á meðal tíu efstu
á sínum tíma.
Að þessu sinni eru
fjórir fótboltamenn
á listanum. Frjálsar
íþróttir, handbolti, golf,
kraftlyftingar, körfu-
bolti og fimleikar eiga
einn fulltrúa á list-
anum hver íþrótt.
Lið og þjálfari árs-
ins verða valin í sjö-
unda sinn. Karlalandsliðið í
fótbolta, sem hefur fjórum sinnum
orðið fyrir valinu, kemur ekki til
greina að þessu sinni. Karlalið
ÍBV í handbolta, kvenna-
landsliðið í hópfimleikum
og landslið Íslands í golfi
sem varð Evrópumeistari í
blönduðum liðum
eru tilnefnd sem lið
ársins. Kvennalands-
liðið í hópfimleikum
varð fyrst allra til að
hljóta þá viðurkenn-
ingu árið 2012.
Enginn af þeim
þremur sem eru til-
nefndir sem þjálfari
ársins að þessu sinni
hafa hlotið sæmdar-
heitið áður. Arnar
Pétursson, Kristján
Andrésson og Þor-
steinn Halldórsson
koma til greina sem
þjálfari ársins.
Útsending frá hófi
Íþróttamanns ársins
hefst á RÚV klukkan
19.40 í kvöld.
ingvithor@frettabladid.is
Íþróttamaður ársins útnefndur í 63. sinn í kvöld
Þessi eru tilnefnd
Íþróttamaður ársins
Alfreð Finnbogason, fótbolti
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir,
frjálsar íþróttir
Guðjón Valur Sigurðsson, hand-
bolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Haraldur Franklín Magnús, golf
Jóhann Berg Guðmundsson,
fótbolti
Júlían J.K. Jóhannsson, kraft-
lyftingar
Martin Hermannsson, körfubolti
Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
Valgarð Reinhardsson, fimleikar
Lið ársins
Karlalið ÍBV í handbolta
Kvennalandslið Íslands í hópfim-
leikum
Landslið Íslands í golfi
Þjálfari ársins
Arnar Pétursson
Kristján Andrésson
Þorsteinn Halldórsson
Björn Daníel
aftur til FH
FÓTBOLTI Björn Daníel Sverrisson er
genginn í raðir FH á ný eftir nokkur
ár í atvinnumennsku erlendis. Hann
skrifaði undir fjögurra ára samning
við FH sem endaði í 5. sæti Pepsi-
deildarinnar á síðasta tímabili.
Björn Daníel, sem er 28 ára, lék
síðast með AGF í Danmörku en
fékk sig lausan undan samningi
þar. Hann er þriðji leikmaðurinn
sem FH fær eftir að tímabilinu lauk.
Áður voru varnarmennirnir Guð-
mann Þórisson og Brynjar Ásgeir
Guðmundsson komnir til Fimleika-
félagsins. Allir þessir þrír leikmenn
eiga það sameiginlegt að hafa áður
leikið með FH.
Björn Daníel byrjaði að spila með
FH 2008 og lék með liðinu til 2013.
Hann varð þrisvar sinnum Íslands-
meistari með FH og einu sinni bik-
armeistari. Björn Daníel skoraði 32
mörk í 108 leikjum með FH í efstu
deild. Hann var valinn besti leik-
maður Pepsi-deildarinnar 2013.
Eftir það tímabil gekk hann til liðs
við Viking í Noregi. – iþs
Björn Daníel er kominn aftur á
heimaslóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HANDBOLTI Íslenska karlalands-
liðið í handbolta spilaði sinn fyrsta
æfingaleik í undirbúningi sínum
fyrir heimsmeistaramótið sem hefst
um miðjan janúar þegar liðið fékk
Aron Kristjánsson og lærisveina
hans hjá Barein í heimsókn í Laug-
ardalshöllina í gærkvöldi.
Íslenska liðið sýndi mátt sinn og
megin þá sérstaklega í varnarleikn-
um í upphafi beggja hálfleikja. Þá
einkum og sér í lagi í upphafi síðari
hálfleiks. Markahæstu leikmenn
íslenska liðsins í þessum leik bera
merki þess hversu öflugur varnar-
leikurinn var, en Óðinn Þór Rík-
harðsson var markahæstur með átta
mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson
kom næstur með sjö mörk. Lunginn
úr þessum mörkum kom eftir hraða-
upphlaup.
„Ég var ánægður með hvernig
við byrjuðum leikinn og við vorum
öflugir í varnarleiknum framan af
fyrri hálfleik. Þá slaknaði aðeins á
klónni hjá okkur og við fengum á
okkur nokkrar klaufalegar brott-
vísanir sem var ekki gott,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson þjálfari
íslenska liðsins í samtali við Frétta-
blaðið eftir leikinn.
„Við tókum okkur hins vegar
saman í andlitinu og mættum sterk-
ari til leiks inn í seinni hálfleikinn
og þann tíma sem við stóðum vörn-
ina almennilega gerðum við það
mjög vel. Vegna þess hvernig leik-
urinn þróaðist þar sem við fengum
fáar uppstilltar sóknir ákváðum við
að skipta leikstjórnandastöðunni á
milli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar
og Hauks Þrastarsonar í þessum leik
og Janus Daði Smárason mun spila
stórt hlutverk í leiknum á sunnu-
daginn í staðinn,“ sagði þjálfarinn
enn fremur.
„Ég var ánægður með innkomu
Óðins Þórs Ríkharðssonar og
Heimis Óla Heimissonar í þennan
leik og þeir skiluðu hlutverki sínu
með miklum sóma. Mér fannst helst
skorta markvörslu en annars var ég
sáttur,“ sagði hann að lokum.
hjovraro@frettabladid.is
Sýndu sparihliðarnar á köflum
Tveir góðir kaflar í upphafi hálfleikjanna voru nóg til þess að Ísland færi með sannfærandi 36-24 sigur af
hólmi þegar það mætti Barein í vináttulandsleik í gær. Öflug vörn og góð hraðaupphlaup skópu sigurinn.
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu í sigrinum á Barein með átta mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Vináttulandsleikur
Ísland 36-24 Barein
(15-13)
Mörk Íslands: Óðinn Þór Ríkharðs-
son 8, Stefán Rafn Sigurmannsson
7, Heimir Óli Heimisson 5, Ómar
Ingi Magnússon 4, Rúnar Kárason
3, Aron Pálmarsson 2, Aron Rafn Eð-
varðsson 1, Gísli Þorgeir Kristjáns-
son 1, Ágúst Birgisson 1, Arnar Birkir
Hálfdánsson 1, Elvar Örn Jónsson
1, Ólafur Gústafsson 1, Haukur
Þrastarson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson
6/1, Björgvin Páll Gústavsson 4.
2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Sverre stýrði Akureyri í síðasta sinn
þegar liðið vann Selfoss á útivelli 16.
desember. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Sverre hættur
með Akureyri
HANDBOLTI Sverre Jakobsson er hætt-
ur sem þjálfari Akureyrar í Olís-deild
karla. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu
þess efnis í gærkvöldi.
Akureyri hefur verið á fínni sigl-
ingu að undanförnu og fengið fimm
stig í síðustu fjórum leikjum sínum.
Liðið er í 10. sæti deildarinnar með
átta stig, einu stigi frá fallsæti. Fyrsti
leikur Akureyrar á nýju ári er gegn
Haukum 2. febrúar.
Í yfirlýsingunni frá Akureyri segir
að leit að nýjum þjálfara standi yfir.
Akureyringar vonast til að henni
verði lokið 2. janúar þegar æfingar
hefjast á ný eftir jólafrí.
Geir Sveinsson hefur verið orðað-
ur við þjálfarastöðuna hjá Akureyri.
Hann þjálfaði síðast íslenska karla-
landsliðið um tveggja ára skeið.
Sverre hefur verið í stóru hlut-
verki hjá Akureyri á undanförnum
árum, fyrst sem leikmaður og svo
sem þjálfari. Undir hans stjórn vann
liðið Grill 66 deildina á síðasta tíma-
bili. - iþs
2
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
B
-E
6
8
4
2
1
E
B
-E
5
4
8
2
1
E
B
-E
4
0
C
2
1
E
B
-E
2
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K