Fréttablaðið - 29.12.2018, Page 68

Fréttablaðið - 29.12.2018, Page 68
Ný rannsókn bendir til að léttar strokur geti dregið úr sársaukafull- um upplifunum hjá ungbörnum. Svo virðist sem strokur dragi úr heilavirkni sem tengist sársauka. Greint er frá rannsókninni á heilsuvef BBC-fréttastofunnar. Vísindamenn við háskólann í Oxford og Liverpool John Moores háskólann könnuðu heilavirkni 32 ungbarna meðan tekin var blóð- prufa úr þeim. Helmingi barnanna var strokið með mjúkum bursta fyrir sprautuna og sýndi heili þeirra 40 prósent minni sársaukavirkni. Einn rannsakendanna, prófessor Rebeccah Slater, sagði: „Snerting virðist hafa verkjastillandi áhrif án aukaverkana.“ Niðurstöður sýndu að ákjósan- legast væri að strjúka með hrað- anum 3 cm á sekúndu. „Það virðist sem foreldrar strjúki börnum sínum ósjálfrátt á þessum hraða.“ Strokur virkja vissar skynfrumur í húðinni sem hefur áður verið sýnt fram á að dragi úr sársauka í full- orðnum. Ekki var áður vitað hvort ungbörn sýndu sömu viðbrögð eða hvort þessi eiginleiki þróaðist með tímanum. Prófessor Slater taldi rann- sóknina, sem birtist í Current Biology, geta útskýrt árangur ung- barnanudds og kengúrumeðferðar þar sem fyrirburum er haldið upp að berri húð foreldris til að auka tengslamyndun og draga úr sársauka. „Ef við getum betur skilið taugalíffræðilegar undirstöður meðferða á borð við ungbarna- nudd getum við gefið foreldrum betri leiðbeiningar um hvernig best sé að hugga börnin sín.“ Slater segir fyrri rannsóknir hafa sýnt að snerting geti aukið tengslamyndun, minnkað streitu bæði hjá foreldri og barni og geti stytt sjúkrahús- dvöl. Vísindamennirnir stefna nú að því að endurtaka rannsóknina með fyrirburum. Strokur lina sársauka Rólegar strokur draga úr vanlíðan ungbarna. Í nýlegri grein sem birtist í rit-rýnda læknatímaritinu JAMA Facial Plastic Surgery sögðu lýtalæknar að sjúklingar leituðu til þeirra í auknum mæli með sjálfs- myndir sem hefur verið breytt af myndasíum Snapchat og Insta- gram og bæðu um aðgerðir til að líkjast breyttu myndinni. Lýtalæknarnir kalla þetta „Snapchat líkamsskynjunarrösk- un“ og þeir vilja meina að þessar myndasíur hafi mjög slæm áhrif á sjálfsálit fólks. Forritið býður upp á alls kyns ólíkar síur sem nota gervigreind til að breyta myndum á ýmsa ólíka vegu, en sumar síur láta húðina virðast sléttari, augn- hárin lengri og beinabygginguna meira aðlaðandi. Læknarnir segja að þetta geti valdið líkamsskynjunarröskun, geðröskun sem leiðir til áráttu- kenndar hegðunar eins og óhóf- legra fegrunaraðgerða, þráhyggju yfir líkamsgöllum sem eru ekki til staðar og félagslegrar einangrunar. Læknarnir segja að þetta sé sér- stakt áhyggjuefni því að síurnar skapi algjörlega óraunhæfar hug- myndir um fegurð og mái út skilin milli veruleika og ímyndunar í huga þessara sjúklinga. Samkvæmt greininni fær meira en helmingur lýtalækna til sín sjúklinga sem vilja lýtaaðgerð til að líta betur út á sjálfsmyndunum og núorðið er algengara að fólk sækist eftir fegrunaraðgerðum sem hafa svipuð áhrif og myndasíur. Snapchat breytir lýtaaðgerðum Myndasíur geta haft slæm áhrif. Íþróttavöruverslun Sundaborg 1 Sími 553 0700 NÆG BÍLASTÆÐI VIÐ VERSLUN Fylgdu okkur á Opnunartími Virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Öll helstu merkin á einum stað 24 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RHEILSA 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -0 9 1 4 2 1 E C -0 7 D 8 2 1 E C -0 6 9 C 2 1 E C -0 5 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.