Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 70

Fréttablaðið - 29.12.2018, Side 70
Stefán Karl Stefánsson Við gerum okkur ekki grein fyrir hversu ógeðslega stór per- sónuleiki Stefán Karl var á heims- vísu. Heilu internetsamfélögin fóru á hliðina við að syrgja Robbie Rotten. Svo var hann bara stórkostlegur baráttumaður fyrir bæði börn og náttúru. ÁLITSGJAFAR: DÓMNEFND: Gísli Ásgeirsson, þýðandi, Linda Blöndal, dagskrárgerðarkona á Hringbraut, Hólmfríður Berentsdóttir, hjúkrunarfræðingur og laganemi, Markús Þórhallsson, sagn- fræðingur og dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu, Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavik Grapevine, Ellý Ármanns, myndlistar- og spákona, Hjörvar Hafliðason, dagskrárgerðarmaður á FM957, Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur. Miklu meira á Fréttablaðið.is þar sem hægt er að lesa allt um allar hinar hetjurnar og skúrkana sem settu svip á árið. Hetjur & skúrkar ársins Skúrkar og hetjur eru ómissandi í allar góðar sögur. Enginn skortur var á marglaga, breyskum og heilsteyptum persónum í þeim hádramatíska kafla Íslandssögunnar sem er að ljúka. Fréttablaðið fékk fjölbreyttan hóp fólks til þess að skilja hafrana frá sauðunum og draga í tvo dilka. Til- nefna hetjur og skúrka ársins 2018. Bára er hetjan mín. Elska þessa konu. Þvílíkt hugrekki. Áfram Bára. Uppljóstrarinn á Klaustri, sem fórnaði leikæfingu og reyndi á upptökuminni aldraðs farsíma til að skrásetja einlægar ölvunarsam- ræður þingmanna sem fórnuðu þingfundi fyrir þessa samverustund. Til að eyða sam- særisrausi Klausturliða, steig hún fram, þrátt fyrir að vita hvað það myndi kosta hana. Bára er hetja. Einhver sem hrærir svona ótrúlega vel uppi í stjórnmálamönnum hlýtur að vera að gera eitthvað rétt. Bára fékk þó einnig tilnefningar sem skúrkur ársins, að vísu á nokkuð írónískum for- sendum: Útsendari alþjóðlegra samtaka sem vilja koma höggi á formann Miðflokksins og tókst eftir umfangsmikinn undirbúning og skipulag að hljóðrita einkasamtöl formannsins við flokksfélaga sína og vildarvini á þingi þar sem þeir sátu hýrðir víns af tári og uggðu ekki að sér. Með þessu er vegið að friðhelgi, persónu- vernd og lýðræði í landinu og dregin upp afar fordómafull mynd af formanninum. Bára er skúrkur. 1. sæti 2. sæti 3. sæti 2. sæti 3. sæti 1. sæti Minning um hetju Bára Halldórsdóttir öryrki og hljóðritari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður Hannes Halldórsson landsliðsmarkvörður Landsliðsmarkvörður knatt- spyrnuliðs Íslands. Þarf ég að segja meira? Varði víti frá Messi. Hetja ársins er fjögurra þingmanna maki þar sem gaggandi óminnishegrarnir fjórir úr Miðflokknum rústuðu mannjöfnuði skúrka ársins. Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð fengu flestar tilnefningar en Sigmundur hafði betur og fer því fyrir skúrkagenginu 2018. Þegar maður hélt að mistökin í lífinu gætu ekki orðið stærri en að sprengja fyrstu sprenginguna í Vaðlaheiðargöngunum og standa upp í miðju sjónvarpsviðtali þá fer maðurinn á barinn og etur einum af sínum dyggustu félögum á foraðið með því að byrja allar sögurnar og biðja hann um að klára þær. Okkar eigin sveitadurgslegi Bond-skúrkur. Í hvert skipti sem við höldum að við séum laus við hann sprettur hann aftur fram, tvíefldur í nýjum og enn ömurlegri skandal. Gunnar Bragi var meðal annars sagður holdgervingur Framsóknarmannsins sem skítnýtir aðstöðu sína innan flokksins. maðurinn sem blekkti heimsbyggðina – sagðist vera femínisti og heimurinn keypti það, meira að segja Hollywood-stjörnurnar tístu um hvað hann VAR æðislegur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra Sýndi vasklega framgöngu í sjón- varpsviðtali eftir Klausturfokkið. Sagði ofbeldismönnum sannleik- ann – þeir fara ekki með dagskrár- valdið. Vonandi rætist það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Borgarstjóri hefur því miður klúðrað alltof mörgu þetta árið til að sleppa við að komast í skúrka- flokkinn; hæst ber auðvitað yfir- keyrslur í nokkrum verkefnum, að hann skuli nánast alltaf hlaupa í felur þegar svara þarf fyrir erfið mál og birtast svo eins og sprellikarl þegar fagnað er góðum árangri. Málefni Reykjavíkur eru ein sorgarsaga. Kristján Loftsson útgerðarmaður Er freki ríki kallinn sem þolir að tapa tugum milljóna á hverju ári í tilgangslausar veiðar á langreyði, einkum til að gefa umhverfis- verndarsinnum og dýravinum langt nef og sýna landsmönnum að sá sem á nógan pening fær alltaf sínu framgengt. Kristjáni er skítsama þó enginn vilji kaupa kjötið. Kristján er fulltrúi möntrunnar „ég á þetta, ég má þetta“. Kristján er skúrkur. Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -1 C D 4 2 1 E C -1 B 9 8 2 1 E C -1 A 5 C 2 1 E C -1 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.