Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.01.2019, Qupperneq 10
icewear.is Icewear janúarútsala 2019-1.pdf 1 17/12/2018 09:32 Óska eftir að kaupa 50þús króna bíl Má vera ryðgaður en verður að vera í toppstandi. Sími: 483 3568. DANMÖRK Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stóra- beltisbrúnni í Danmörku í gær- morgun. Slysið varð þegar farþega- lest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinn- ar hafi fokið á hraðlestina í vonsku- veðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngu- mannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á far- þegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glap- ræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúar- innar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestar samgöngum vegna vinds,“ Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tím- anum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sína. Íslensk kona um borð slapp ómeidd. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Danadrottning harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjöl­ skyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars LØkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherr­ ann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðs­ aðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum koll­ egum mínum sem hafa sent hug­ heilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slys- stað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóð- erni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sak- aði ekki. mikael@frettabladid.is GEIMKÖNNUN Talið er að kínverskir vísindamenn muni reyna að lenda Chang�e 4 geimfari sínu á Tunglinu í dag. Heppnist þeim ætlunarverkið verður þetta í fyrsta skipti sem geimfar lendir á fjarhlið Tunglsins. Lendingarstaðurinn þykir einkar heppilegur fyrir rannsóknir á jarð- fræði Tunglsins, hin svokallaða Suðurpóls-Aitken-dæld en það er stærsti, elsti og dýpsti gígur Tungls- ins. Kínverska geimvísindastofnunin CNSA hefur ekki gefið út hvenær reynt verði að lenda geimfarinu, en ljóst er að lending er á næsta leiti. Um helgina færði Chang'e 4 sig á sporöskjulaga sporbraut í um 15 kílómetra hæð yfir yfirborði Tunglsins. Þar sem Chang'e 4 verður á fjarhlið Tunglsins verða samskipti milli geimfarsins og stjórnstöðvar á Jörðu niðri n o k k u ð flókin. Til að koma merk- inu til Jarðar þarf að endur- varpa skilaboð- um Chang'e 4 af gervitunglinu Que- qiao sem einnig er á sporbraut um Tunglið. Chang'e 4 mun framkvæma ítar- legar mælingar á yfirborði Tungls- ins ásamt því að kanna efnasam- setningu jarðvegsins. Lendingarstaðurinn, Suðurpóls- Aitken-dældin, er talinn hafa myndast til- tölulega stuttu eftir myndun Tu n g l s i n s . Gígurinn er gríðarstór, e ð a u m 2.500 kíló- metrar að þve r m á l i og 13 kíló- metra djúp- ur. – khn Kínverjar freista þess að lenda á Tunglinu Suðurpóls-Aitken- dældin er í bláu. Chang�e 4 geimfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/CNSA GEIMVÍSINDI Bandaríska geimvís- indastofnunin NASA birti í dag fyrstu myndina af útstirninu Ultima Thule. Geimfarið New Horizons þaut fram hjá stirninu litla í gær og kannaði í návígi. Aldrei hefur mað- urinn kannað jafn fjarlægan hlut. Ultima Thule er 35 kílómetra breiður steinhnullungur sem tilheyr- ir Kuiper-beltinu svokallaða handan Neptúnusar og rekur uppruna sinn til árdaga sólkerfisins. Útstirnið hringar sólina á 298 ára fresti. „Þessi könnun er sögulegt afrek,“ sagði Alan Stern, aðalrannsakandi New Horizons verkefnisins, á blaða- mannafundi í gær. „Aldrei áður hefur geimfar elt uppi svo smávaxið fyrirbæri djúpt í hyldýpi geimsins á jafn miklum hraða.“ Á næstu dögum og vikum mun New Horizons senda fleiri og mun ýtarlegri myndir af útstirninu í norðri. – khn Ultima Thule myndað í návígi Ultima Thule. FRÉTTABLAÐIÐ/NASA 3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E E -A 8 9 4 2 1 E E -A 7 5 8 2 1 E E -A 6 1 C 2 1 E E -A 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.