Fréttablaðið - 03.01.2019, Page 12
og væntinga þeirra sem ákveða vexti
bankans, það er nefndarmanna í
peningastefnunefnd, um framtíðar
þróun vaxtanna.
Auk þess telur nefndin að birting
spárinnar geti gefið til kynna meiri
vissu en í raun sé fyrir hendi. Pen
ingastefna sé ekki „verkfræðilegt“
úrlausnarefni sem hægt sé að leysa
með stærðfræðilíkönum. Til þess sé
óvissan of mikil.
Nefndin nefnir sem dæmi að
innan hennar séu afar ólíkar skoðan
ir á því hverjir jafnvægisvextir Seðla
bankans séu. Því óttist nefndar menn
að birting einnar spár hjálpi ekki til
við að upplýsa markaðinn um lík
lega þróun vaxta bankans.
Varast að draga línu í sandinn
Peningastefnunefnd Seðlabankans
telur enn fremur að hugsa þurfi
betur tillögu starfshópsins um að
bankinn geri svonefnt „umferðar
ljósakerfi“ nýsjálenska seðla
bankans að inngripastefnu sinni á
gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir
tillöguna þó skoðunarverða og
hyggst á næstu mánuðum koma á
fót vinnuhópi sem fær það hlut
verk að leggja mat á inngripastefnu
bankans.
Nýsjálenska kerfið lýsir sér í ein
földu máli þannig að seðlabankinn
beitir einungis inngripum á gjald
eyrismarkaði ef gengi gjaldmið
ilsins, nýsjálenska dalsins, er komið
umfram það sem samræmst getur
grundvallarhagstærðum hagkerfis
ins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig
með síðustu viðbrögðum seðla
bankans við gengissveiflum og eru
því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda
einnig um inngripin.
Peningastefnunefndin bendir í
viðbrögðum sínum á að takmörk
séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjald
eyrisinngrip seðlabanka geti verið
án þess að hætta skapist á að fjár
festar „krói bankann af og hagnist á
einhliða veðmálum. Reynslan hefur
sýnt að það getur verið varasamt að
seðlabankar dragi línu í sandinn í
þessum efnum,“ segir nefndin.
kristinningi@frettabladid.is
Peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands telur ekki rétt að bankinn
birti eigin stýrivaxtaspá líkt og
starfshópur um ramma peninga
stefnunnar lagði til síðasta sumar.
Nefndin segir að birting spárinnar
geti verið afvegaleiðandi og hjálpi
ekki til við að upplýsa fjárfesta og
almenning um líklega þróun stýri
vaxta bankans.
Til viðbótar geti birting spár af
hálfu sérfræðinga Seðlabankans,
sem er í grundvallaratriðum ólík sýn
meirihluta peningastefnunefndar,
skapað aukna óvissu á fjármála
mörkuðum.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í viðbrögðum peninga
stefnunefndar við tillögum starfs
hópsins, sem Ásgeir Jónsson, dós
ent í hagfræði við Háskóla Íslands,
stýrði, en nefndin fjallaði um til
lögurnar á fundi sínum í síðasta
mánuði.
Starfshópurinn, sem birti niður
stöður sínar í júní í fyrra, sagði að
ein leið til þess að bæta væntinga
stjórnun Seðlabankans væri sú
að hagfræðideild bankans myndi
birta fjórum sinnum á ári vaxta
spáferla sína sem liggja til grund
vallar verðbólguspá bankans. Slíkt
gæti styrkt markaðsvæntingar og
aukið gagnsæi í langtímavaxta
stefnu bankans.
Peningastefnunefndin lýsir sig
ósammála afstöðu starfshópsins að
þessu leyti og bendir á að vaxtaspá
Seðlabankans sé gerð af sérfræðing
um bankans og sé því ekki spá pen
ingastefnunefndarinnar. Ósamræmi
geti því skapast á milli spár bankans
Ekki rétt að bankinn birti eigin spá
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur að birting stýrivaxtaspáferils bankans muni ekki hjálpa til við að upplýsa fjárfesta um
líklega þróun vaxtanna. Seðlabankinn hyggst koma á fót vinnuhópi til þess að meta inngripastefnu bankans á gjaldeyrismarkaði.
Birta atkvæði hvers nefndarmanns
Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans hefur gert breytingar á starfs-
reglum sínum sem felast í því að
frá og með fyrsta fundi nefndar-
innar á þessu ári skal tilgreina í
fundargerð hvers fundar hvernig
atkvæði einstakra nefndarmanna
féllu.
Hingað til hefur aðeins verið
greint frá því einu sinni á ári, í
ársskýrslu Seðlabankans, hvernig
einstakir nefndarmenn greiddu
atkvæði undangengið ár.
Með breytingunni er komið
til móts við eina af tillögum
starfshóps Ásgeirs Jónssonar en
hópurinn taldi tillöguna til þess
fallna að stuðla að aukinni um-
ræðu við hverja vaxtaákvörðun
um stefnu Seðlabankans þar sem
skoðanir mismunandi nefndar-
manna kæmu fram opinberlega.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tveir af fimm
nefndarmönnum peningastefnunefndar. Breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það að birta vaxta-
feril getur gefið til
kynna meiri vissu en er í
raun til staðar og getur því
verið afvegaleiðandi.
Úr viðbrögðum peningastefnu-
nefndar Seðlabanka Íslands
Námskeið fyrir matsmenn
15. og 16. janúar
Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir
dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf
þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir
dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf mats
manna og samningu og uppsetningu matsgerða, undirbúning matsfunda
og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður farið í Héraðsdóm
Reykjavíkur þar sem nánar er upplýst um samskipti dómkvaddra mats
manna við dómstólana.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á
sér sem matsmenn fyrir dómi á sínu sérsviði, s.s. iðnaðarmönnum, tækni
fræðingum, verkfræðingum, læknum, sálfræðingum, viðskiptafræðingum
og endurskoðendum.
Handbók með ítarlegum leiðbeiningum fyrir dómkvadda matsmenn er
innifalin í námskeiðsgjaldi.
Kennarar Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum og Ragnar
Ómarsson byggingafræðingur á Verkfræðistofunni Verkís,
formaður Matsmannafélags Íslands.
Staður Kennslustofa Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, 108
Reykjavík og Héraðsdómur Reykjavíkur.
Tími Alls 7 klst. Þriðjudagur 15. janúar kl. 13.0016.00 og
miðvikudagur 16. janúarkl. 12.3016.30
Verð kr. 47.000,
Skráning á www.lmfi.is
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum.
Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Strefen-sprey-Lyfja-5x10.indd 1 03/10/2018 14:54
MARKAÐURINN
3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
3
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
E
-9
4
D
4
2
1
E
E
-9
3
9
8
2
1
E
E
-9
2
5
C
2
1
E
E
-9
1
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K