Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 18
Á síðustu mánuðum hafa laun-þegasamtökin verið að setja fram kröfur sínar, en, eins og kunnugt er, eru kjarasamningar að renna út. Það vekur athygli, að leið- togar launþega hafa forðast umræð- una um gjaldmiðilinn, krónuna, en þeir eru samt – og það réttilega – að fárast mikið yfir þeim okurvöxtum, sem hún veldur. Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta? Skilur þetta fólk ekki, að orsaka- valdur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna, og, að ekki verður komizt fyrir rætur vaxtavandans, nema með því að skipta um gjaldmiðil; fara yfir í evruna, sem reyndar er stöðugasti og sterkasti gjaldmiðill heims. Forysta launþega virðist halda, að Seðlabanki og ríkisstjórn beri aðal- ábyrgð á þeim yfirkeyrðu vöxtum, sem í gangi eru. Að nokkru er þetta rétt. Stefna Seðlabanka í vaxtamál- um er með öllu úrelt, og samræmist engan veginn þeirri lágvaxtastefnu, sem aðrir vestrænir seðlabankar hafa fylgt síðustu 10 árin. Enginn nema íslenzkur seðla- bankastjóri hefur lagt raunvexti til grundvallar sinni vaxtastefnu, auk þess, sem þessir raunvextir hafa verið reiknaðir út á mjög vafasam- an hátt; með því að taka húsnæðis- kostnað inn í vísitöluútreikning og reikna síðan raunvexti ofan á þá vísitölu. Ef húsnæðiskostnaður hefði ekki verið inn í íslenzkri framfærsluvísi- tölu, hefði verðbólga hér síðustu fjögur árin verið lítil eða engin, oft í mínus. Svo, þó að seðlabankastjóri hefði viljað halda sínu úrelta raun- vaxtastriki, þá hefðu stýrivextir ekki þurft að vera nema 1-2%. Að þessu leyti má réttilega sakast við Seðlabanka um þá miklu vaxta- byrði, sem skuldarar landsins hafa mátt bera, margfalt það, sem gerist í nágrannalöndunum, en, þó að for- sætisráðherra sé yfir Seðlabanka og geti haft þar áhrif á ákveðna þætti, getur hann ekki hlutast mikið til um vaxtastefnuna, vegna sjálf- stæðis Seðlabanka. Ríkisstjórnin getur þó haft óbein áhrif á vaxta- stefnuna með vali manna í pen- ingastefnunefnd. Hinn stórfelldi vaxtavandi er því fyrst og fremst afleiðing af hand- ónýtum gjaldmiðli, krónunni, sem hoppar upp og niður, oft án nokk- urra réttra ástæðna, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. Sjá forustumenn launþega og verkalýðshreyfingarinnar þetta virkilega ekki!? Og, ef þeir sjá það, af hverju í ósköpunum setja þeir þá nýjan og traustan lágvaxta- gjaldmiðil, evruna, ekki efst á sinn baráttulista? Treystir þetta fólk sér ekki í stóra slaginn? Það þarf ekki mikla reikni- meistara til að sjá, hverjar klyfjar hávextir krónunnar leggja á herðar skuldara landsins. Nú síðustu mán- uði hefur krónan fallið um 10%. Reynslan sýnir, að um helmingur slíks gengisfalls fer fljótlega út í verðlagið; 5%. Það blessaða fólk, sem álpaðist til að taka verðtryggt lán, og skuldar, kannski, 40 millj- ónir, er nú í einu vetfangi orðið tveimur milljónum króna fátækara. Venjulegt fólk, sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þúsund á mánuði. Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxta- byrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljóna króna láni; 50 þúsund á mánuði. Umframgreiðsla Íslend- ingsins kr. 167 þúsund á mánuði. Hvar annars staðar finnur forusta launþega annan eins ávinning fyrir sína umbjóðendur, svo að ekki sé nú talað um þann stöðugleika og það öryggi, sem evru myndi fylgja? Öryggi og vissa um það, hvar maður stendur, er auðvitað stór- fellt velferðarmál. Á sama hátt og hávextir kýla upp kostnað húsnæðiskaupenda, heldur það auðvitað uppi leiguverði, en húsbyggjendur og þeir, sem fjárfesta í húsnæði, leigusalarnir, verða líka að borga okurvexti krónunnar. Það sama gildir um vaxtabyrði verzlunar- og þjónustufyrirtækja, sem að sjálfsögðu verða að hækka sitt vöru- eða þjónustuverð til sam- ræmis. Vaxtaokrið gegnumsýrir allt þjóðfélagið, en í lok dags eru það launþegar og neytendur, almenn- ingur í landinu, sem verða að greiða þennan kostnað. Skuldsetning Íslendinga mun vera um 6.000 milljarðar. Ef meðal- vextir, sem almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður þurfa að greiða af þessari skuld er 6%, þá eru vextir einir 300 milljarðar á ári. Á evrusvæðinu gætu þessir vextir verið 2%. Sparnaður 4%, sem jafngildir 240 milljörðum á ári. Fyrir það fé mætti endurbyggja allt vegakerfi landins, árlega, eða byggja þrjá nýja Landspítala, líka árlega, svo dæmi séu nefnd. Drífa, Ragnar Þór og Sólveig Anna; í guðanna bænum opnið þið augun! Er verkalýðsforystan blind fyrir stærsta hagsmunamálinu? Guðni Jóhannesson orku-málastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtals- efni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntan- lega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðal- söguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málm- bræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræði- legum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta ára- tuginn er að koma upp hringrásar- hagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hring- rásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Vernd- un náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg lofts- lagsaðgerð. Orkufrekur málmiðn- aður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróður- húsalofttegunda er það ekki. Álframleiðsla og hringrásarhagkerfið Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Bagga lútast í nýju náttfötunum með kon- fekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundar- innar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eld- spýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfar- endur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fal- legu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri ann- arri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélags- framfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjá- myndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttu- kvenna fyrir betra lífi. Af einni eld- spýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.  Litla stúlkan með eldvörpuna Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður Sverrir Björnsson hönnuður Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslags- málum. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmda- stjóri Land- verndar Venjulegt fólk, sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þús- und á mánuði. Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxta- byrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljón króna láni; 50 þúsund á mánuði. 3 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E E -C B 2 4 2 1 E E -C 9 E 8 2 1 E E -C 8 A C 2 1 E E -C 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.