Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 12

Fréttablaðið - 20.12.2018, Side 12
Lífeyrissjóðir munu líklega kaupa hlut í Íslandsbanka og Landsbank- anum ef hlutabréf í þeim verða skráð á markað en þeir horfa ekki til þess að eignast stærri en fimm prósenta hlut. Þetta segir Haukur Hafsteins- son, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í samtali við Bloomberg. „Það væri ekki gott fyrir lífeyris- sjóð að eiga of stóran hlut í banka,“ segir hann. „Við verðum taka með í reikninginn að við keppum við bankana og erum stórir viðskipta- vinir þeirra, auk þess sem við erum eigendur í mörgum fyrirtækjum sem eru einnig viðskiptavinir bankanna.“ Starfshópur fjármála- og efnahags- ráðherra sem vann hvítbók um fram- tíðarsýn fyrir fjármálakerfið taldi æskilegt að stjórnvöld seldu Íslands- banka í heild eða að hluta til erlends banka. Samhliða væri ástæða til þess að hefja undirbúning að skráningu og sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Haukur segir að íslenskir fjárfestar séu ekki sannfærðir um að margir áhugasamir kaupendur finnist að eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og Landsbankanum. „Evrópskir bankar hafa ekki beinlínis staðið í röð til þess að kaupa íslenska banka og ég sé það ekki breytast í náinni framtíð,“ nefnir Haukur. Fram kom í áðurnefndri hvítbók að dreift eignarhald ólíkra áhrifafjár- festa, meðal annars erlends banka, í bland við þátttöku almennings væri ákjósanlegasta fyrirkomulag eignar- halds á bönkunum til framtíðar. Var auk þess bent á að ríkissjóður væri, sem eigandi Íslandsbanka og Lands- bankans, með um 300 milljarða króna bundna í eignarhlutum í bankakerfinu. – kij Eignast ekki stærri en fimm prósenta hlut Verð á Brent-hráolíu hefur undanfarna daga farið undir 60 dali á tunnu og hefur fallið um 35 prósent frá því í október síðastliðnum. Greinendur segja lækkun olíuverðs góð tíðindi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Olíunotkun Íslendinga hefur vaxið töluvert frá árinu 2011. Við notum mikla olíu, aðallega vegna umfangsmikilla millilandaflutn- inga, og því skiptir lægra olíuverð okkur miklu máli,“ segir Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir lækkanirnar „kærkomnar“ fyrir íslensku flugfélögin þar sem elds- neytiskostnaður sé ýmist stærsti eða næststærsti einstaki kostnaðarliður flugfélaganna. „Þó að olíuverð hafi lækkað umtalsvert frá hæsta gildi þessa árs hefur það að okkar mati ekki aflétt þrýstingi til hækkunar á flugfargjöldum horft fram á veginn,“ segir hann. Eftir að hafa náð lágmarki í 27 dölum í byrjun árs 2016 hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu nokkuð stöðugt og fór í 86 dali í október á þessu ári. Síðan þá hefur olía hrunið í verði en sem dæmi nemur lækk- unin um sex prósentum á síðustu sjö dögum. Á þriðjudag fór verð á Brent-hráolíu niður í 56 dali á tunnu og hefur það ekki verið lægra í um fimmtán mánuði. Offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu í Banda- ríkjunum, sem og horfur á minni eftirspurn og hægari vexti í heims- búskapnum skýra verðfallið að stórum hluta, að mati greinenda sem Financial Times ræddi við. Aðildarríki OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkja, samþykktu fyrr í mánuðinum að draga úr fram- leiðslu sem nemur um 1,2 milljón- um tunna á dag í því augnamiði að stöðva frekari lækkun á olíuverði. Sú skuldbinding hefur enn sem komið er ekki skilað tilætluðum árangri. Bætt birgðastaða Brynjólfur bendir á að birgðastaða á olíu, sér í lagi á meðal ríkja Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hafi batnað umtalsvert undanfarið. Af þeim sökum hafi skapast þrýstingur á olíuverð. Auknar áhyggjur af minni hagvexti í heimshagkerfinu hafi einnig átt þátt í lækkandi olíuverði. „Eftirspurnin fylgir að mestu heimshagvexti og má því segja að versnandi horfur á mörkuðum skýri lækkanirnar að stóru leyti,“ segir hann. Brynjólfur nefnir einnig að deilur Verð á olíu hrunið frá í október Sérfræðingur segir að batnandi birgðastaða á olíu hafi skapað þrýsting á olíuverð. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 35 prósent frá því í byrjun október. Tíðindin eru jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf. Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum korta- fyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni- Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrif- stofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrir- tækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 millj- óna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlut- verk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráð- gjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij Valitor stefnir að frekari vexti í Evrópu Eftir lágmark í 27 dölum í byrjun 2016 hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu nokkuð stöðugt og fór í 86 dali nú í október. Síðan þá hefur verðið hrunið. Sem dæmi nemur lækkunin um sex prósentum á síðustu sjö dögum. NordicphotoS/GEtty haukur hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. FréttaBLaðið/VaLLi 31% stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu góðar. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. FréttaBLaðið/StEFáN Olíuverðslækkanir síðustu vikna eru þó óhjákvæmilega kær- komnar fyrir íslensku flugfélögin þar sem elds- neytiskostnaður er ýmist næststærsti eða stærsti einstaki kostnaðarliður þeirra. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka Fjárfestar hafa áhyggjur af við- skiptastríðinu á milli Kína og Bandaríkjanna og óttast einnig að hagvöxtur, og þar með eftirspurn eftir olíu, verði minni á næsta ári. Brynjólfur Stefáns- son, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda í Íran hafi haft töluverð áhrif á þróun olíuverðs síðustu vikur. „Til stóð af hálfu Bandaríkjamanna að setja nokkuð stífar viðskiptaþvinganir á Íran en þegar á hólminn var komið gáfu bandarísk stjórnvöld víðtækari tilslakanir til helstu viðskiptalanda Írans en búist hafði verið við. Mörg ríki höfðu búið sig undir viðskiptaþvinganirnar og bætt birgðastöðuna. Aðgerðir Banda- ríkjastjórnar urðu hins vegar að lokum mun vægari en haldið var í fyrstu með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka nokkuð skarpt,“ segir Brynjólfur. Viðskiptastríð Kína og Banda- ríkjanna hefur jafnframt átt þátt í lækkun olíuverðs, að sögn Brynjólfs. „Hrávörumarkaðir hafa að mörgu leyti verið sneggri en hlutabréfa- markaðir að bregðast við versnandi horfum í heimshagkerfinu,“ útskýr- ir Brynjólfur og bætir við: „Fjárfestar hafa áhyggjur af við- skiptastríðinu á milli Kína og Bandaríkjanna og óttast einnig að hagvöxtur, og þar með eftirspurn eftir olíu, verði minni á næsta ári.“ Brynjólfur bendir einnig á að nokkur framleiðsluaukning hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Hún útskýri að hluta af hverju framboðið á heimsmarkaði sé ekki eins lítið og áður var áætlað. „Olíuframleiðendur í Bandaríkj- unum hafa aðeins gefið í, ef svo má segja. Það kemur eilítið á óvart hve mikið Bandaríkjamenn framleiða því kostnaður þeirra er töluvert hærri en margra annarra á markað- inum,“ segir Brynjólfur. Umtalsverð jákvæð áhrif Olíuverðslækkanir síðustu vikna koma mörgum íslenskum fyrirtækj- um vel en stöðugar hækkanir fyrr á árinu bitnuðu hart á rekstri meðal annars flugfélaganna Icelandair og WOW air. Elvar Ingi bendir á að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á verði á þotueldsneyti hafi það á bilinu tólf til sextán milljóna dala jákvæð áhrif á afkomu félaganna tveggja á ársgrundvelli. Þó svo að olíuverð hafi lækkað umtalsvert hefur það að mati Elvars Inga ekki aflétt þrýstingi til hækk- unar á flugfargjöldum, sé horft fram á veginn. „Sem dæmi voru flugfargjöld til útlanda samkvæmt mælingum Hagstofunnar hátt í 40 prósent ódýrari nú en í byrjun árs 2015 þegar olíuverð var á svipuðum slóðum og það er núna. Lækkun síðustu vikna hefur því í besta falli létt þrýstingnum, en hvort og hve mikið flugfargjöld munu hækka mun samkeppnin á Atlantshafsmarkaðnum áfram ráða miklu til um,“ segir Elvar Ingi. Fram hefur komið að gert sé ráð fyrir því að Icelandair og WOW air greiði nærri 500 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 60 milljörðum króna, fyrir þotueldsneyti í ár. Er það nálægt fjórðungi af saman- lögðum rekstrartekjum félaganna. Í drögum að fjárfestakynningu WOW air frá því síðasta sumar var upplýst um að eins prósents hækkun á verði á þotueldsneyti hefði neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. marKaðurinn 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D E -0 D 6 4 2 1 D E -0 C 2 8 2 1 D E -0 A E C 2 1 D E -0 9 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.