Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 52

Fréttablaðið - 20.12.2018, Page 52
Hið opna rými til tengsla og umræðu var ekki minna mikilvægt en formleg dagskrá Há- tíðarinnar. Bækur Heklugjá – leiðarvísir að eldinum HHH H Ófeigur Sigurðsson Blaðsíður: 414 Útgefandi: Mál og menning/For- lagið „ ... í dag þykir ættfræði púkaleg, jafnvel hættuleg, vafasamt að vita undan hvaða hrauni blóðið sprettur, þekkja upptökin og lindirnar, hvern hyl og allar þær bugður, krakkar í dag vita varla hvað afi þeirra og amma heita ... grafin í rafsand síma, sökkvandi í heima dökkva,“ segir sögumaðurinn í bókinni Heklugjá, leiðarvísir að eldinum (s. 187). Þessi fimmta skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar (f. 1975) er á sinn hátt upprunaleit – nokkurs konar ættfræði. Saga Oddaverja í nýjum búningi, vafin í flæðandi skáld- mælgi. Sögumaðurinn, sem kveðst heita Ófeigur og gæti því verið höfundurinn sjálfur, hefur tekið sér fyrir hendur að kafa ofan í dag- bækur og gögn um lífskúnstner- inn Dunganon. Heimildagrúskið rekur hann vítt um lendur hugar og heims, sogar hann gegnum rás tímans aftur í öróf alda og um til- verustig „víddarinnar“ þaðan sem sögupersónur taka til máls og horfa yfir sviðið. Mann fram af manni verða for- feðurnir hugfangnir af rauðhærðum stúlkum með sægræn augu, líkt og sjálfur sögumaðurinn. Stúlkan hans heitir Hekla, eins og eldfjallið sem einnig kemur við sögu og er örlagavaldur í lífi þjóðar – tákn- mynd landsins, þjóðarsálarinnar, sögunnar, frumraka tilverunnar. Ástir, ævintýri og ferðir unga fólks- ins um framandi menningarslóðir, verða fljótlega rannsóknarefninu yfirsterkari, eins og vænta má. Milli þeirra gýs upp annar eldur, en eins og allir vita er eldurinn afl sem bæði skapar og eyðir. Ófeigur hefur fengist við ljóða- gerð, skáldsögur og þýðingar frá því hans fyrsta bók kom út 2001. Hann sló eftirminnilega í gegn með bókinni Öræfi sem varð metsölubók 2014 og hlaut íslensku bókmennta- verðlaunin árið eftir. Eins og í fyrri bókum Ófeigs ein- kennist stíll Heklugjár af hugflæði. Setningar geta orðið ógnarlangar, líkt og fléttur þar sem ein hugsun leiðir af annarri og hrynjandi máls- ins verður að einhverskonar öldu sem fær að rísa og hníga, allt að því á eigin forsendum. Þetta seiðandi frá- sagnarflæði helst út alla bókina, en öldugangurinn er misjafn. Stundum háttbundinn og rór. Stundum löðr- andi brim. Athygli lesandans kastast milli gjörólíkra sögusviða um leið og slegið er á velflesta strengi hug- hrifa. Inni á milli sögulegra útlegg- inga – oft bráðfyndinna – bólar á kunnuglegum þjóðsagnaminnum þar sem heimar mætast og sálir eiga á hættu að glatast. Hér má til dæmis finna sterka samsvör- un við Sæmund fróða, sem átti að hafa lært sín fræði í Svarta- skóla, gleymt nafni sínu og k l j á ð s t v i ð Kölska. Sjálfur er sögumaður flæktur í myrk- v i ð i f o r n r a fræða og á í höggi við ýmsa djöfla. Alteregóið hans – hundur- inn Kolur (annað nafn Sæmundar fróða) – sjaldnast langt undan með kviðlinga á takteinum. Hringrás er orð sem kemur upp í hugann við lesturinn, því að leiðangurinn um fortíðarslóðirnar varpast á vissan hátt inn í nútíðina. Eld- fjöll hafa spúið eim- yrju yfir landslýð frá upphafi vega. Menn hafa elskað og hatað, látið eins og fífl, gert vanhugsaða hluti, steypt hver öðrum í glötun og gæfu, misst vitið, glaðst og grátið um aldir alda og munu áfram gera. Heklugjá er saga í mörgum lögum. Full af húmor og fróðleik sem fléttast saman í ólgandi frásagnar- flæði sem brýst eins og hraunkvika upp úr djúpum sínum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NiðurStaða: Þessi saga er eins og eldgos. Stíllinn og efnistökin eru flæðandi hraunstraumur. Eldvörp tíma og tilvistar ICE HOT Nordic Dance Plat-form er dansmessa sem hald-in hefur verið annað hvert ár á miðri aðventunni frá árinu 2010 til skiptis í stóru nor-rænu borgunum. Markmið þessa viðburðar er að kynna nor- rænan samtímadans fyrir alþjóð- legum gestum og stækka á þann hátt atvinnusvæði norrænna dans- listamanna og bera hróður norræns dans sem víðast. Dagskráin er fjölbreytileg. Hún býður bæði danssýningar reyndra og lítt þekktra listamanna, mál- stofur þar sem málefni listgreinar- innar eru krufin, stuttar kynningar á dansverkum og ekki síst tíma og rými fyrir óformlegar samræður og samveru. Gestir hátíðarinnar eru listamenn, dansrýnendur, list- rænir stjórnendur danshátíða, leikhúsa og hverra þeirra stofnana og félagasamtaka er vinna að veg- ferð samtímadansins sem og annað áhugafólk um samtímadans. Um 500 erlendir gestir ICE HOT 2018 sem haldið var í Reykjavík dagana 12.-16. desember er stærsti dansviðburður sem hald- inn hefur verið hér á landi. Alls voru um 500 erlendir gestir frá rúmlega 40 löndum mættir á svæðið til að njóta þess sem í boði var auk þess sem þátttakendur íslensku dans- listasenunnar létu sig ekki vanta. Hægt var að sjá 20 dansverk í heild sinni, kynningar á 19 verkum til viðbótar og 17 mismunandi mál- stofur. Öll leikhús höfuðborgar- svæðisins, Tjarnarbíó, Gaflaraleik- húsið, Iðnó, Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið, tóku þátt í ævin- týrinu en að auki var dagskrá í Bíó Paradís, Hafnarhúsinu, Norræna húsinu, Dansverkstæðinu, Dans- garðinum og Tónskóla Reykjavíkur við Lindargötu. Ægisíðan varð einn- ig vettvangur fyrir dansverk þar sem maður og náttúra mættust á fallegan hátt. Það má segja að allir hafi lagst á eitt til að gera þennan viðburð mögulegan og það var áhugaverð sjón að sjá allt að fjórar rútur í lest fullar af dansáhugafólki ferðast á milli borgarhluta. Skipulag hátíð- arinnar gekk að langmestu leyti vel. Það þurfti þó að fella niður eina sýningu, Oneiron eftir Raekallio Corp, vegna tæknilegra örðugleika. Gróska í samtímadansi Dagskrá ICE HOT 2018 bar glöggt merki þess hvað mikil gróska er í samtímadansi á Norðurlöndunum. Ekkert viðfangsefni er danslista- mönnunum óviðkomandi, sköpun- araðferðir eru óteljandi og fram- setning fjölbreytt. Sonya Lindforce, einn af þremur hörundsdökkum atvinnudöns- urum í Finnlandi, hefur í seríu þriggja verka kannað hvernig það er að vera svartur dansari í hvítu umhverfi og skoðað hvernig hægt er að flytja hugmyndafræðilega miðju. Sofia Södergård skoðar og ögrar staðalímyndum og kynjahlut- verkum í gegnum hliðarsjálf sitt, drag-konunginn Karl. Margrét Sara Guðjónsdóttir hefur í rúman áratug þróað tækni sem miðar að því að nálgast líkamsminni, sem alla jafna er ósýnilegt og óaðgengilegt, með aðferðum eins og „miofacial release“ heilunar aðferðinni og hennar per- sónulegu nálgun að „somatic prac- tice“. Sviðslistahópurinn Recoil notar kóreógraferaða innsetningu til að beina sjónum áhorfenda að plastmengun og þeim möguleika að ein ormategund geti hugsanlega bjargað okkur frá þeim gríðarlega skaða sem hún hefur á náttúruna, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskráin var í heild áhugaverð og kynningarnar spennandi. Það var ekki síst skemmtilegt að fá að sjá hvað íslensku danslistamennirnir Bára Sigfúsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir, sem starfað hafa í rúman áratug á meginlandinu, hafa verið að vinna að. Mikilvæg samræða Samstarf út fyrir landið er mikil- vægur þáttur í starfi íslenskra dans- listamanna vegna þess að sýningar- tækifærin hér heima eru fá. ICE HOT var því kjörinn vettvangur fyrir danslistamennina til að kynna sig fyrir stjórnendum dansfestivala og leikhúsa erlendis, kalla eftir listrænum og fjárhagslegum sam- starfsaðilum og taka þátt í samræðu við aðra danslistamenn. Hið opna rými til tengsla og umræðu var ekki minna mikilvægt en formleg dag- skrá hátíðarinnar. Fyrir marga þátttakendur var veran á ICE HOT eins og að mæta á gott ættarmót þar sem gömul kynni eru rifjuð upp og ný tengsl mynduð. Sesselja G. Magnúsdóttir Ættarmót ársins – ICE HOT 2018 Fjöldi áhugaverðra danssýninga var á hátíðinni, þar á meðal sýning hinnar sænsku Gunillu Heilborn, The Wonderful and the Ordinary. Mynd/jOHanneS Gellner sesselja g. magnús- dóttir skrifar um dansmesssuna sem nýlokið er í reykja- vík. Hún er stærsti dansviðburður sem haldinn hefur verið hér á landi. 2 0 . d e S e m B e r 2 0 1 8 F i m m t u d a G u r40 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D D -F E 9 4 2 1 D D -F D 5 8 2 1 D D -F C 1 C 2 1 D D -F A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.