Fréttablaðið - 20.12.2018, Síða 53

Fréttablaðið - 20.12.2018, Síða 53
Bækur Ljónið HHH H Hildur knútsdóttir Útgefandi: JPV Blaðsíður: 410 Stundum eru titlar á bókum mjög gagnsæir og búa strax í fyrsta kafla til tengingu við söguna og söguheiminn, eitthvert reipi, vísbendingu eða veg- vísi sem hægt er að halda sér í fyrstu skrefin gegnum bókina. Þannig er því ekki háttað með Ljónið því titillinn er nánast jafn leyndardómsfullur þegar nálgast lok bókar og í upphafi. En bara nánast … Sagan hefst í upphafi skólaárs þegar Kría sest í þriðja bekk í MR, nýflutt frá Akureyri. Hún er að byrja nýjan kafla í lífinu eftir erfiðleika en höfuðborgin tekur á móti henni með bros á vör og hún eignast vini og verður ástfangin. Gamalt sakamál skýtur upp kollinum og dularfullur einstaklingur kemur inn í líf hennar og skekkir heims- myndina auk þess sem aðrar víddir og óræð hætta eru öðru hvoru gefnar lesandanum í skyn þó Kría sjálf fatti ekkert lengi framan af, skemmtileg frásagnaraðferð sem kinkar kolli til hefðar unglingahryllingsmynda. Lýsingarnar á lífi Kríu og vinkvenna hennar eru að mörgu leyti raunsæis- legar en þó er ýmislegt sem truflar þá raunsæisskynjun. Kría á til dæmis ein- elti að baki og hefur alltaf verið ein- mana og það er eitthvað ólíklegt við það hvernig hún heillar aðalstelpurn- ar í árganginum áreynslulaust upp úr skónum og verður vinkona þeirra eins og ekkert sé. Einn af eftirsóttari strák- unum í skólanum verður líka hrifinn af henni OG er næs gæi sem ber virð- ingu fyrir henni og þó Kría virðist vera ágætis stelpa og örugglega mjög sæt þá eru þessir átakalausu stórsigrar aðeins of góðir til að virka sannir. Þær vinkonurnar eiga líka alltaf nóg af peningum og stunda kaffi- og veit- ingahús grimmt. Í raunveruleikanum vinna flestir krakkar með skóla til að hafa efni á þess háttar lífsstíl en það er hvergi minnst á að þessar stúlkur geri það enda eiga þær nóg með námið, djammið og leyni- lögreglustörfin. Þetta eru samt bara smáatriða- hnýtingar því í heild er Ljónið afskap- lega vel skrifuð og heillandi bók. Eink- um er draugagangi og yfirnáttúru gerð vel skil og kalt vatn aldrei langt frá skinni, hvað þá hörundi í þeim lýsingum. Sögusviðið er miðborg Reykjavíkur enda fara þær stöllur varla upp fyrir Klapparstíg í allri bókinni og borgin fær í meðförum Hildar töfrandi blæ, MR, Tjörnin og Hljómskálagarður- inn eru rómantískir staðir þar sem draumar rætast, ævintýrin gerast og fegurð ríkir. Umhverfismál og femínisma ber að sjálfsögðu á góma enda mest knýjandi samfélagsmál samtímans en í kringum þau ríkir bjartsýni, verkefnin eru til þess að leysa en ekki bogna undan skelfilegri framtíðarsýn. Ráðgátan er spennandi en aftur er aðeins of tilviljanakennt hvernig hún verður á vegi vinkvenn- anna. Það má hins vegar ekki gleyma því við lesturinn að Ljónið er fyrsta bókin í þríleik og lesendur eru skildir eftir með svo margar vísbendingar og mörgum spurningum ósvarað að það er erfitt að þurfa að bíða næstu bókar til næsta hausts. Á tímum Netflix og hámhorfs er nánast ofurmannlegt að gera þær kröfur til nokkurrar mann- eskju þegar spennustigið er svona hátt. En það er líka gaman að hlakka til. Brynhildur Björnsdóttir Niðurstaða: Ljónið er vel skrifuð, heillandi saga um unglingsstúlkur í reykvískum samtíma með dular- fullum og spennandi undirtóni. Reimleikar og rómantík í Reykjavík Hljómsveitin Umbra heldur árlega jólatón- leika sína í kvöld, 20. desember, klukkan 20 í Háteigskirkju. Yfirskrift þeirra er Sólhvörf og þar mun ríkja kyrrð og hugljúf stemn- ing við kertaljós, að sögn kvennanna sem sveitina skipa. Á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, bæði íslensk og erlend og öll í útsetningum Umbru. Mörg laganna er að finna á glænýrri jólaplötu hópsins, Sólhvörf, sem var tekin upp í Laugarneskirkju í upphafi árs og er nýkomin út hjá Dimmu. Nafn útgáfufélagsins er í anda Umbru og plötunnar því „í myrkr- inu má nefnilega hvílast og endurnærast og á vetrarsólstöðum má að ósekju líta til þeirrar birtu og vonar sem er að finna handan þorra og góu“, benda meðlimir sveitarinnar á. Sérstakir gestaleikarar á tónleikunum verða Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló og Matthías Hemstock á slagverk. Umbra er nýkomin heim frá Kaupmanna- höfn þar sem hópurinn hélt vel sótta tón- leika í Frihavnskirken, með eigin efnisskrá. Hópurinn frumflutti líka nýtt verk eftir tón- skáldið Finn Karlsson í Koncertkirken þann 21. nóvember, á debut-tónleikum hans á vegum Konunglega tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. – gun Vekja forn þjóðlög eða gleymda lagboða til lífsins Umbru skipa Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Alexandra Kjeld, Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Arngerður María Árnadóttir. „Mikið ofboðslega er hann skemmtilegur.“ S U N N A D Í S M Á S D Ó T T I R / K I L J A N „... að fljóta með og njóta ferðalagsins.“ E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N „... útkoman er brakandi snilld.“ P Á L L Á S G E I R Á G E I R S S O N E I N A R F A L U R I N G Ó L F S S O N / M O R G U N B L A Ð I Ð Ný bók eftir verðlaunahöfundinn Ófeig Sigurðsson sem sló í gegn með metsölubókinni Öræfum. Mögnuð saga um leitina að hamingjunni – fyndin, djúp og meistaralega skrifuð. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið til 19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA m e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 41F i m m t u D a g u r 2 0 . D e s e m B e r 2 0 1 8 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D E -0 D 6 4 2 1 D E -0 C 2 8 2 1 D E -0 A E C 2 1 D E -0 9 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.