Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 8

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Blaðsíða 8
SAFNARÝNI / Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns í Pjóðminjasafni Ég var aldrei barn lcvenréttindadaginn 19. júní var opnuð sýningin Ég var aldrei bam í Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði. Heiti hennar kveikir samstundis áhuga á að skoða hvað er á seyði í safninu vestra. í frásögn á heimasíðu safnsins lcem- ur fram að sýningin skyldi fjalla um vinnslu og verlcun fisks. Við handrits- gerð bentu sérfræðingar slcjala- og bókasafnsins í bænum á varðveittar heimildir um líf og störf Karítasar Skarphéðinsdóttur sem fædd var 1890 í Æðey. Karítas var hversdagshetja sem ýmsa ijöruna saup á merlcri ævi en á ísafirði bjó hún 1922-1938. Saga hennar hentaði sem grundvöllur sýningarhugmyndar og var ákveðið að hún fengi hlutverk þess, sem segði sögu fiskverkunarinnar í landi. Með þeirri nálgun er sleginn nýstár- legur tónn í sýningagerð, sem ekki hefur verið mikið notaður hér á landi við uppsetningu sýninga um ákveðið umfjöllunarefni. Það er eklci vanda- laust að færa sér í nyt sögu einnar manneskju, sem margir þekkja til og persónugera þannig frásögnina. Upplýsingar um hetjulegt lífshlaup Karítasar og baráttu eru aðgengilegar og kjörið að nota það efni til þess að greina frá aðstæðum fislcverkakvenna fyrir miðja síðustu öld. Viðfangsefni sýningarinnar Ég var aldrei bam er slcýrt en í íslensku samfélagi þar sem persónusaga lifir rótgrónu lífi þarf að minna safngest- inn markvisst á hvert viðfangsefnið er: líf, aðstæður og kjör alþýðukvenna á fyrri hluta 20. aldar, sem höfðu fyrir heimili að sjá. Þeirra hlutskipti var að afla nauðsynlegra tekna með þrot- lausri vinnu við erfiðar aðstæður. Þær sem höfðu fyrir stórum barnahópi að sjá unnu myrlcranna á milli á stakk- stæðunum og sóttu sér vinnu hvar sem hana var að finna. Þegar heim var lcomið þurfti að leysa af hendi heimil- isverlcin, sem voru fólgin í því að elda mat, framreiða hann, þrífa heimilið, þvo þvotta, sauma fatnað og prjóna plöggin á heimilisfólkið. Karítas tók þar fyrir utan mikinn þátt í félagslegri stéttarbaráttu og marlcaði með eigin- leilcum sínum spor sem gerð er grein fýrir í síðasta sýningarþættinum. Sýningunni er skipt upp í þrjú rými. Hið fyrsta veitir hugmynd um heim- ili Karítasar á ísafirði. Afmarkaður er bás jafnstór þeim kjallara sem hún bjó í með viðeigandi húsbúnaði, sem eru gripir úr safninu. Þá tekur við „vinnustaðurinn", aðstæðurnar á stakkstæðinu. Loks er hið opinbera rými, salurinn þar sem haldnir voru fundir í stéttarfélaginu Baldri þar sem Karítas lét að sér lcveða og hafði þýðingu í réttindabaráttu verkalýðs á öndverðri 20. öld. Rannsóknir og birtar greinar liggja að baki sýningargerðinni. Góður safnkostur Byggðasafnsins tengir söguþráð og frásögn saman enda þótt safngripir séu fæstir ef nolckrir frá Karítas sjálfri komnir þá eru þeir góðir fulltrúar þeirrar sögu sem sögð er. Rödd Karítasar af vefnum ismus. is hljómar þegar stigið er inn í sýn- inguna, sama texta er varpað á tjald sem slcilur sýningarbásana í sundur. Þetta fyrirkomulag verður til þess að gestir staldra frekar við en ella. Kvikmyndaefni er nýtt til að veita inn- sýn í tímann og viðfangsefnið. Klippt stikla úr kvilcmynd úr varðveittu efni á Kvilcmyndasafni íslands er sýnd í rými sem helgað er vinnuaðstæðum og skýrir aðstæður allar. Að síðustu er lifandi efni varpað upp með viðeigandi hljóðupptökum úr stéttabaráttunni. Á þeim stað eru og sértækir félags- sögulegir gripir til sýnis. Sýningarrit í smælckuðu dagblaða- broti, myndslcreytt með fjölda „frétta“ á fjórum tungumálum fýlgir sýn- ingunni. Sérsaminn leilcþáttur var slcrifaður út frá efni sýningarinnar og er boðið upp á að sýna hann við valin tælcifæri inni í rýminu. 8

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.