Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Síða 22

Safnablaðið Kvistur - 01.09.2017, Síða 22
Pau talca einnig þátt í að þróa og endur- skipuleggja ný rými innan safnsins sem og viðskiptaáætlun þess. Verkefnið notar samráðsferlið til að vekja athygli á málefnum er varða andlega heilsu, kynna lífstíl og listaverk fólks með geð- sjúkdóma/raskanir, þróa ný námsverk- efni, upplýsa um samfélagsþátttölcu og þá viðburði og sýningar sem boðið er upp á. Auk munnlegs samráðs verður ferlið einnig sýnilegt inn á deildunum með ljósmyndum og skapandi starf- semi með sjúklingum ásamt notend- um í dagsvirkni. Þetta er áhugaverð nýbreytni á notkun safneignar til að hvetja til meðferðar innan safna.11 Öll þessi verkefni hafa skilað jákvæðum niðurstöðum eins og t.d. auknu sjálfs- trausti, aukinni færni, virkað róandi og slalcandi, veitt aukna sjálfshvatningu, skemmt, gefið sjálfstæði og nýja færni sem og minna þunglyndi, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt.12 Ég gerði mjög óformlega könnun og fann engin verkefni svipuð þessum á íslandi. Árlega listahátíðin List án Landamæra komst kannski næst því. Hún er þó eklci sérstaklega hugsuð út frá einstaklingum með geðfötlun. Samantekt og lokaorð Söfn takast á við félagslegar aðstæður á tvo milcilvæga vegu: Sem umboðs- menn þess að virkja lýðheilsu/heilsu almennings og að þenja út umhverfi heilbrigðisþjónustu. í tengslum við virlcjun lýðheilsu þá eru söfn milcil- vægar stofnanir til að velcja athygli almennings á félagslegum málum er varða heilsu ásamt því að stuðla að forvarnarhegðun.13 Söfnum hefur verið lýst sem efnilegu verlcfæri í meðferð vegna þess með hvaða hætti þau ýta undir samslcipti milli fólks.14 Samfélög eru nú að talcast á við áður óþelckt vandamál af félags- og hagrænum toga. Óheilbrigðari lífstíll hefur í för með sér aukningu á lífstílstengdum sjúlcdómum. Fóllc lifir mun lengur í dag sem hefur þá áhrif á t.d. heil- brigðislcerfið. Nú hafa orðið miklar breytingar í stefnumótun sveitarfélaga og áherslan meiri á samfélagshópa. Milcilvægt er að slcapa umhverfi sem valdeflir nærsamfélög og einstalclinga til að talca sameiginlega ábyrgð á umhverfi sínu, samfélagi og þá einnig lýðheilsu. Áherslan er á forvarnir sem bíður upp á ný tækifæri fýrir söfn.15 Heilsusafnafræði má rekja til lista- og heilsufræða.16 Rannsólcnir hafa leitt í ljós að áhrif lista á einstalclinga fela í sér t.d. minni streitu, þunglyndi, lcvíða, hafa góð áhrif á blóðþrýsting og minnlca þörf fýrir lyf.17 Það er elclci svo stórt stölclc að átta sig á möguleilca safna í að slcila svipuðum niðurstöðum með þátttölcuvirlcni.18 Samkvæmt WHO er heilsa slcilgreind sem ástand líkamlegrar, félagslegrar og andlegrar vellíðunar og felur í sér tilfinningu og virlcni sem er óaðslciljanlegur hluti af heilsu.19 Söfn stuðla að heilsu eftir að minnsta lcosti fimm leiðum. í fýrsta lagi stuðla þau að slökun með því að veita afdrep sem er laust við lílcamlega spennu og andlegan kvíða. í öðru lagi veita söfn hvatningu til sjálfsskoðunar. í þriðja lagi halda söfn utan um/sjá um fræðslu um heilsu. Slílc fræðsla veitir einstalc- lingum þau verlcfæri sem þeir þurfa til að sjá um sig sjálfir. í fjórða og fimmta lagi takast söfn á við víðtælcari félags- legar aðstæður sem tengjast heilsu, gegnum lýðheilsu og með því að efla umhverfi heilbrigðisþjónustu.20 Söfn geta lagt sitt af mörkum fyrir betri heilsu og velferð samfélaga. Sumir segja jafnvel að söfnum beri skylda til þess. Söfn geta virlcað sem hvati fyrir félagslega endurnýjun, stuðlað að meira jafnræði og styrkt álcveðin samfélög. Það væri hægt að nýta söfnin mun betur og fjölga safn- gestum, svo elclci sé minnst á fjár- hagslegan ávinning af því að létta á heilbrigðis- og félagslcerfinu með því að nýta þau sem meðferðarúrræði. Eins og Pop-Up Geðheilsa sýnir fram á þarf verlcefnið eklci að vera dýrt eða flólcið, heldur þarf aðeins áhuga, vilja og tíma. Samfélagslegi ávinningur- inn er of mikill til að hægt sé að líta fram hjá möguleilca safna sem með- ferðarúrræðis. Heimildaskrá Birna María Ásgeirsdóttir. (2016). Söfn, heilsa og velferð: Pop-Up Geðheilsa (MA-ritgerð). Háskóli íslands. Félag- og mannvísindadeild. Chatterjee, H. og Noble, G. (2013). Museums, Health and Well-Being. England: Ashgate Publishing Limited. DelCarlo, M. (e.d.). About. Sótt 15.nóvember 2015 af www.popupmuseum.blogspot.is/p/testing.html. Kristinn Heiðar Fjölnisson. (2015, október). Virðing í verki. Sótt 20. janúar 2015 af www.hugarafl.is/virding- -i-verki/. List án Landamæra. (e.d.). Um hátíðina. Sótt 20. janúar 2016 af www.listin.is/um-hatidina/. Sigurjón B. Hafsteinsson. (2014, mars). Fötlun og safna- starf. Erindi á málþinginu Fötlun og Menning. Sótt 15. nóvember af www.academia.edu/6571121/Fotlun_og_ safnastarf_erindi_á_málþinginu_Fötlun_og_Menn- ing_28._mars_2014_. Silverman, H. L. (2002). The therapeutic potential of museums as pathways to inclusion. í R. Sandell (Ritstj.), Museums, society, inequality (bls. 69-82). London/New York: Routledge. Silverman, H. L. (2010). The Social Work of Museums. USA/Canada: Routledge. United Nations. (2007). From exclusion to equality: Realizing the rights of persons with disabilities. Hand- book for parliamentarians on the Convention on the rights of persons with disabilities and its Optional protocol. Geneva: United Nations. 1 Chatterjee og Noble (2013) 2 United Nations (2007:1-2) 3 Kristinn Heiðar Fjölnisson (2015) 4 Sigurjón B. Hafsteinsson (2014) 5 DelCarlo (e.d.) 6 Chatterjee og Noble (2013:57) 7 Chatterjee og Noble (2013:58) 8 Chatterjee og Noble (2013:33) 9 Chatterjee og Noble (2013:58-59) 10 Chatterjee og Noble (2013:59) 11 Chatterjee og Noble (2013:59-60) 12 Chatterjee og Noble (2013:58-59,38-39) 13 Silverman (2010:47) 14 Silverman (2002:70) 15 Chatterjee og Noble (2013:1) 16 Chatterjee og Noble (2013:15) 17 Chatterjee og Noble (2013:21) 18 Chatterjee og Noble (2013:24) 19 Silverman (2010:43) 20 Silverman (2010:43) Birna María Ásgeirsdóttir, safnafræðingur 22

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.